sunnudagur, október 22, 2006

Afmæli


Árni
Originally uploaded by Kitty_B.
Þá er 10 ára afmælisdagur Árna runnin upp. Skrítin til hugsun að eftir 14tíma og 45 mínútur verða liðin nákvæmlega 10 ár frá því að hann leit dagsins ljós í fyrsta sinn. Þá verða líka 10 ár síðan ég átti barn sem barðist fyrir lífi sínu á gjörgæslu. En þar var hann lífshættuelga veikur í 2 daga og var í rúma viku í viðbót að ná sér. Síðan hefur hann nú spjarað sig vel þessi elska enda jákvæður og þrautseigur frá byrjun. Mér finnast þessi 10 ár hafa liðið ótrúlega hratt og botna nú eignlega ekkert í þvi að þetta geti staðist ...10 ár...nei kanski svona 2 - 3 en ekki 10 ótrúlegt hvað þetta líður hratt hann verður fluttur að heiman áður en ég veit af.

Ég var líka að átta mig á því að það eru bara 3 dagar þangað til við hjónin förum til útlanda. Guðni er að fara á ráðstefnu og þá daga sem hann er þar ætla ég nú bara að slappa af lesa bækur og rölta um bæin og skoða mannlífið. Holland er yndislegur staður og ég hlakka til að rölta um og skoða Leiden. Svo barst okkur tölvupóstur frá fyrirtækinu sem heldur ráðstefnuna en þá höfðu þeir frétt af því að Guðni og einhver annar frá einhverju öðru heimshorni hefðu tekið makana með svo þeir vilja ólmir fá okkur í kvöldverðarboðið sem er á fimtudagskvöldið. Mér finnst þetta nú ótrúelga huggulegt af þeim að bjóða makaræflunum með þeir hefðu nú alveg getað látist ekki vita af okkur :) Ég hafði nú alveg búist við að borða alein á hótelinu þetta kvöld en nei nú er því reddað jibbý !! Eina sem við hjónin höfum svo planað er ferð til Amsterdam. Eins skondið og það er að þá hef ég þvælst um Holland þvert og endilangt en aldrei komið inn í Amsterdam bara komið á Shiphol til að fljúga burt. Nú skal því breytt !! Mig langar mikið að skoða Van Gogh safnið ég er nú ekki mikil safna eða listaverka manneskja en þetta langar mig að sjá !! Mig langar líka að skoða hús Önnu Frank. Mér skilst að það sé svo margt skemtilegt að sjá og upplifa í Amsterdam og bíð ég því spennt eftir að sjá dýrðina. Ég sé líka í hillingum að eyða smá tíma með eiginmanninum og fá smá hvíld frá heimilinu hér ....jeij bara 3 dagar. Ég þarf samt að hafa hraðar hendur og pakka og ganga frá því ég er að vinna mánudags og þriðjudagskvöld og flýg út eldsnemma á miðvikudagsmorgun. Ætli ég hendi ekki ofan í töskur í kvöld og gangi svo í einhverjum gömlum druslum hér heima síðustu dagana. Eins gott að spítalinn skaffar vinnuföt !

P.S. ég er enn að blogga frá Flickr án flickr væri bloggdögum mínum á blogspot lokið eða allavega ansihreint stopult bloggið frá mér. Gallinn er hinsvegar sá að ég get ekki lagað neinar stafsetningarvillur eða neitt annað sem úrskeiðis fer í textanum hjá mér. Ég get heldur ekki linkað inn á skemtilegar síður eða slíkt...nema þá í ef svo ólíklega vilji til að það róist eithvað í vinnunni þá get ég kanski stolist í tölvuna þar og hent in þeim linkum sem mig langar til að deila með öðrum og lagar stafsetningavillur og bull.

1 ummæli:

Dyrleif sagði...

Hann á afmæli í dag... hann á afmæli í dag .... til hamingju elskurnarn mínar :)