föstudagur, október 27, 2006



Snilld !!

Best að koma með meira ferðaraus :)

Dagurinn í gær var hinn notalegasti eftir að ég var búin að blogga hér í gær þá settist ég niður og las meira af Blekkingar leik mér til ánægju. Svo ákvað ég að leggja mig smá aftur og ætlaði að kúra í klukkutíma og fara svo út en þegar ég var búin að sofa í hálftíma kom ræstingarkonan og ég veit ekki hvorri okkar brá meira þegar ég flaug upp úr rúminu :) Hún ætlaði að hlaupa út en ég bað hana blessaða að þrífa bara snöggvast sem hún og gerði. Ég hallaði mér aftur með bókina og þá opnast hurðin aftur og þá er það annar hótelstarfsmaður með spjald i hendi sennilega ætlaði hún að taka út verkið hjá hinni þessari brá engu minna en hinni tók heljarstökk aftur á bak út um dyrnar með afsökunarbeiðni á vörum. Ég reyndi nú að segja henni að þetta væri í góðu og þá spurði konugreyið hvort hin hefði þrifið almennilega og ég sagði svo vera með það hvarf konugreyið á braut. Það verður gaman að sjá hvort það verður eins uppnám í dag :)

Ég ákvað svo að fá mér smá göngutúr um hverfið enda veðrið með eindæmum gott sólskin og 18° hiti. Ég ætlaði líka að athuga hvort ég fyndi nokkr verslun sem vildi selja mér nauðþurftir.

Ég hafði asnast til að skilja myndavélina eftir heima og sá nú dáldið eftir því þegar ég gekk fram á morgunverðarfund fugla við skurð hér dáldið ofan við hótelið. En þar voru á fallegu mattgrænu vatnin álftahjón með þrjá stálpaða unga og á bakkanum voru fjórar krákur og einn Skjór (að ég held svartur og hvítur með langt stél) og það leit út fyrir að þau væru öll að spjalla saman yfir morgunbitanum :)

Ég held ég hafi hreinlega aldrei séð jafnmarga hunda í einum göngutúr eins og í gær það voru hundar út um allt lausir, bundnir, litlir og stórir. Sá flottasti var nú samt súkkulaðibrúnn Labrador hann var rétt eins og Leó örlítið þéttari og svona ljómandi falegur á litinn. Ég hugsaði líka aftur eins og við Ásdís höfðum verið að spá þegar við vorum í Þýskaandi í fyrra hvað líf íslenskra hundeigenda væri mikið ljúfara ef hundar væru velkomnir allstaðar eins og þeir virðast vera hér í Evrópu.

Þegar ég kom heim á hótel fór ég beint á veitingastaðinn að fá mér hádegis mat og var ekki búin að sitja lengi þegar inn kom kona með hund í bandi eða ölluheldur hundur með konu í bandi. Stuttu síðar kom svo önnur kona með vel upp alinn boxer hund i bandi. Aftur stundi ég í hljóði yfir þvi að hundeigendur á íslandi hafa ekki einu sinni 1 stað sem þeir geta sest og drukkið kaffi með hundana meðferðis. Ég er ekki að tala um að hundar þurfi að vera allstaðar og ofan i öllu en eitt kaffihús finnst mér ekkert ósanngjörn ósk.

Eftir hádegismatinn fór ég og talaði við þau í lobbýinu og bað þau um að láta athuga með sjónvarpið okkar því það er bilað. Réttast er að lýsa því sem geimverusjónvarpi því fólkið er allt fagur grænt í því og útjaðarinn skringilega bleikur. Græniliturinn hvarf að vísu þegar ég fletti yfir biljardmót en þar varð grænidúkuinn á borðinu fagur blár :s Þau sögðust ætla að senda eihvern upp og ég tölti upp og las í smástund. En á endanum varð of freistandi að leggja sig þar sem ég átti nú enþá inni hálftímann frá því um morguninn ;) Svo ég skreið upp í rúm og rotaðist gersamlega þangað til Guðni hrindi og var á leið heim af ráðstefnunni til að sækja mig og skipta um föt.

Við fórum svo með rútu ásamt öðrum ráðstefnugestum á einhvern þann fallegasta veitingastað sem ég hef komið inná. Hann er í gömlu húsi sem gæti þessvegna hafa verið hlaða í fyrralífi.

Við byrjum á fordryk á efri hæð veitingastaðarins og hægt að horfa niður á aðalveitingastaðinn. Ég hélt mig við nýkreistann appelsínusafa sem er með þeim besta svoleiðis sem ég hef fengið. Þegar við erum búin að standa þarna í smástund kemur þessi líka kammó þjónn og segir við okkur Guðna "ég vona að þið séuð ekki lofthrædd" ég brosi bara og segi nei nei hann tekur tvö skref frá okkur á leið burtu og tekur í handriðið og segir í hálfum hljóðum "þetta er nú ekki eins sterkt og það var". Ég færði mig ósjálfrátt innar á gólfið á loftinu he he þó svo handriðið virkaði virkilega traust og gott. Dálítið seinna kemur hann aftur framhjá og býður okkur upp á drykk jú ég þigg það og hann spyr í leiðinni hvaðan við séum. Ég segi honum það hann verður dáldi spes á svipinn og segir "ahh Íslandi ... hvað finnst ykkur eiginlega um Björk" ég fór að hlæja og sagði honum mína skoðun á því LOl Hann virtist ekki ver neitt ýkja hrifinn af björk og spjallar í smá stund og segir svo "Ahh ég hefði átt að átta mig á því strax að þú ert frá Íslandi þú talar alveg eins og Björk alveg sami hreimurinn og allt" og svo lét hann sig hverfa. OMG ég þurfti nánast áfallahjálp eftir þessa fullyrðingu mannsins.



Loks er okkur boðið að setjast niðri og farið að bera fram froréttinn sem í fyrstu leit út fyrir að vera grænmeti í brauðkenndri körfu á tómatbeði. En eftir fyrsta smakk kom í ljós að tómatbeðurinn var í raun hrátt nautakjöt en reyndist rosalega gott. Þegar verið er að taka diskana kemur þjónninn góði ásamt öðrum og ég veit ekki alveg hvað gerðist við boðið sem þeir voru að "sinna" en allt í einu var einn karlkyns gestanna kominn með kvenmanns sokkabanda belti í hendurnar og hlátrasköllin og kátínan við borðið leyndi sér ekki. Einn borðfélagi hans tók mynd sem annar þjónnin gekk svo með á milli og sýndi öllum sem vildi sjá að svona klæddust yfirmenn fyrirtækisins á kvöldin :)

Næsti réttur var borinn fram og reyndist það lax í sítrónu og einhverju gúmmulaði namm namm. Meðan við vorum að borða fóru þjónarnir að ganga á milli borða og láta fólk hafa miða þegar komið var að okkur varð Tyrkneska konan við borðið fyrir valinu og hún fékk miða með númeri og hann tilkynnit okkur það að þetta væri númer á salernið. Vegna þess hve salernin væru fá og lítil væri hópnum við borðið úthlutað númeri og við yrðum öll að fara saman ef við ætluðum á klósettið það var eihverstaðar þarna sem mig fór að gruna að ekki væri allt með feldu við þessa þjóna og ég hafði líka tekið eftir þvi að þeir voru aldrei í að bera fram matinn birtust bara á milli rétta.


Þegar verið er að fjarlægja diskana okkar aftur koma þeir enn og draga upp sjálflýsandi appelsínugular örvar úr vestisvasanum og fara að hrella einstaklinga við borðin. Guðni varð fyrir valinu á okkar borði enda var hann að tala í símann og gaf þar með þvílíkt færi á sér he he he he



Svona gekk þetta meðan maturinn var sem reyndist allru virkilega góður meira að segja lamba"hnakkurinn" (lamb saddle) sem var í aðalrétt var hinn ljúffengasti og svo var þvílíkur sykurnammi eftiréttur sem samanstóð af Crembrule, vannillu ís, þeyttum rjoma og súkkulaði namm namm namm namm.



Meðan við vorum að borða birtust "þjónarnir" í nýju gerfi og léku á alls oddi í slowmotion. Ég fékk veglega útreið frá öðrm þeirra enda ákvað ég strax að leika með og m.a. kom hann "æðandi" eins og hann hefði séð gamlan vin umfaðmar mig og hallar svo stólnum með mér á afturábak svo það leit útfyrir að við værum að detta he he he Liðið við borðið tók svoleiðis andköf að það hálfa hefið verið hellingur he he he he
Eftir helling af slowmotion atriðum hurfu þeir á braut og birtust svo aftur þegar við vorum að drekka kaffið og þá nánast óþekkjanlegir í hippa80's hasshausa stíl og áfram héldu þeir með brandara og brellur sem gerðu það að verkum að við fengum krampa úr hlátri og manni var hreinlega orðið illt í brosvöðvunum.

Þetta er án efa einhver skemtilegasta og besta út að borða ferð sem ég hef farið frá upphafi. Ég er L-S SVO þakklát fyrir að hafa borðið mér með út að borða !!
En eftir stendur var þetta bara djók hjá manninum að ég talaði eins og Björk eða þarf ég að fara á enskunámskeið með Valgerði utan....

P.S. það er þvílíkt gaman að blogga héðan frá hollandi því hér virkar bloggerinn eins og draumur ekkert vesen ég get sett inn myndir og breytt og bætt af hjartans lyst.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

..... það er heldur ekkert vandamál hérna hjá mér með bloggið :) .... kanski er ísland bara búið með "kvotann" .... frábært að fykgjast meðð þér skvísa :) ....

Guðný sagði...

He he málið er að Síminn Internet var að "bæta" hjá sér þjónustuna og hrærði eithvað í routerunum hjá sér og eftir það fór allt í steik á nokkrum svæðum á netinu hjá notendum símanns þar á meðal blogspot.

Nafnlaus sagði...

Mér leiðast skemmtilega ferðasögur !!