fimmtudagur, október 26, 2006


Úti

Það er nú ekki lagi með mann ...ég er vöknuð búin að borða morgunmat kyssa bóndann bless og komin upp á herbergi að bogga og klukkan rétt að verða 7 að íslenskum :) Ferðin hingað út gekk nú alveg stórslysalaust fyrir sig.

Við vöknuðum kl. 4 í gærmorgun fengum okkur kaffi og drifum okkur út á völl. Þar var nú ekki mikið að gera svo við komumst tiltölulega fljótt að (eru 25min ekki fínar í biðraðatíma á flugvelli annars ;) Við sluppum í gegnum vopnaleitina og OMG það var enn einu sinni búið að umsnúa öllu á brottfararsvæðinu (vorum þar síðast i maí). Það er sko séð til þess að maður rati sko pottþétt ekki á milli skipta sem maður kemur í flug. Við komumst nú klakklaust í gegnum fríhöfnina keyptum bara smá. Ég keypti mér m.a. maskara 30° frá Kanebo greip hann bara í snarhasti enda var hann staðsettur nálægt rakspírahillunum og ég nennti nú ekki að fá ofnaæmiskast í byrjun ferðar :s Svo datt DaVinci Code ofan í körfuna og eithvað smálegt handa krökkunum. Þetta fyllti varla upp í hornið á pokanum svo þetta er sennnlega nettasta fríhafnarferð sem ég hef farið.

Næst ákváðum við að fá okkur morgunmat og fórum i hlaðborð á teríunni ég fékk mér cappucino kaffi í vélarómyndinni þeirra og það var bara mjólkurfroðusull með smá kaffislettu til að fá lit og það kostaði litlar 245 kr ARGH. Ég var nærri farin að skæla þegar við vorum búin að borða og fikruðum okkur lengra inn í flugstöðina þegar ég sá útibú frá Kaffitár þar sem alvöru kaffi kostai bara 350kr og það uppáhaldskaffið mitt *grát* Muna að fara ekki á teríuna heldur á Kaffitár næst !!

Næst stoppaði ég í bókabúðinn og viti menn var ekki komin ný (gömul) bók eftir Dan Brown í íslenskri þýðingu ég náttúrlega keypti hana með það sama og svo fann ég Alkemistann sem mig hefur lengi langað til að lesa nema hvað að Alkemistinn var á 2 fyrir 2000 tilboði svo ég varð náttúrlega að kaupa Kvennspæjarastofu nr.1 líka svo ég hef sko nóg að lesa meðan Guðni er að ráðstefnast.

Við þurftum að bíða í 3 tíma á Kastrup eftir tengiflugi til Amsterdam svo við röltum um fríhöfnina þar....ég er enn í verðsjokki. Ég sá æðislega sæta dúnúlpu með loðkraga og alles sem hefði passað fínt á Önnu og sem beturfer leit ég á verðmiðann áður en ég rauk til og keypti hanan því hún kostaði litlar 32900 íslenskar krónur, a því verði voru þær til niður í stærð 86 !!! Er í lagi með fólk hver kaupir 33000 kr dúnúlpu á ársgamalt barn ?? Ég held að ég hafi aldrei átt svo dýra yfirhöfn !! Í sömu búð var heill útigalli frá Lego á rétt innan við 9000 krónur sem mér þótti nú mun sangjarnara verð en ég skil ekki hvernig útigalli getur kostað 9000 en úlpa 33000.

Áfram héldum við og flugum með SAS til Schiphol ég hélt reyndar að sá sem skoðaði vegabréfið mitt áður en hann hleypti mér um borð myndi hreinlega ekki leyfa mér að halda áfram enda er myndin í vegabréfinu mínu frá 1997 hann horfði lengi á myndina svo á mig og aftur á myndina og aftur á mig hnyklaði brýrnar og ákvað svo með semingi þó að hleypa mér um borð. Guði sé lof að vegabréfið rennur út í júlí á næsta ári svo ég þarf að endurnýja. En mér varð nú samt hugsað til lögregluþjóna framtíðarinnar þegar ég sýni ökuskírteinið mitt 2042 og er með mynd frá 2005 í því ætli viðbrögðin verði ekki eithvað svipuð :)
Ég fór svo í fyrsta skpiti í alvöru lest milli Amsterdam og Leiden mikið er það þægilegur ferðamáti og auðveldara en að troðast út og finna bílaleigubíl og reyna svo að rata sjálfur. Við tókum svo leigubíl frá lestarstöðinni og á hótelið og ökumaðurinn var mjög spenntur fyriri málinu sem við töluðum og vildi endilega fá að vita hvaða mál þetta væri eiginlega því hann heyrði að við notuðum lík orð og í hollensku (við keyrðum nenfilega fram hjá blómasölu og hann heyrði orðið blóm). Þegar við sögðumst talal íslensku þá spurði hann hvaðan við værum og við sögðum náttúrlega Íslandi þá var hann alveg lens Íslandi ?? Hvar er það nú eiginlega einhverstaðar í nágrenni við Bretland ?? Við gerðum okkar besta til að útskýra það en ég held að hann hafi aldrei heyrt talað um N-Atlantshaf hann hafði jú grun um að norðurpóllin var til og endaði á því að við sögðum honum að ísland væri rétt aðeins pínkulítð sunnar en norðupóllinn. Island er nú ekki frægara en svo að utan við Norðulöndin og Þýskaland þá veit enginn að við erum til, ekki einu sinni þó við séum aftur farin að veiða hvali.

Í gærkvöldi borðuðum við svo með 8 IKEA IT gaurum einn var frá Ástralíu, 2 frá Tyrklandi, 1 frá Saudi Arabíu,1 frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, 1 frá Kuweit og ég er ekki alveg viss hvaðan hinir 2 voru en einn var frá einhverju arabaríki og hinn sennilega Indlandi eða Pakistan er þó ekki viss. Þetta var mjög gaman og frekar sérstakt að vera eina konan í hópnum. Megnið af matartímanum fór þó í IT umræður en mér tókst nú merkilega vela ð fylgjast með umræðunum og þó ástralinn hefði smá áhyggjur af því að mér leiddist þá var það nú ekki raunin.

Ég fer svo aftur út að borða í boði ráðstefnuhaldaranna með þessum og fleiri IT mönnum í kvöld svo það er ágætt að vera búin að koma sér inn í málið sem er talað :)

Ódýra hótelið okkar hérna er svona líka fínt og þetta er sennilega stærsta herbergi sem ég hef haft á mínum ferðum um heiminn þegar ég hef ekki verið með alla famiíuna. Þetta er sko mun rúmbetra og flottara en herbergið á 5 stjörnu hótelinu sem við vorum á í Lýx hér um árið !! Rúmið okkar sem er samsett úr 2 single rúmum er svo stórt að við sofum nánast í sitthvorum endanum á herberginu he he. Svo er auka rúm hér líka ef heitt skyldi nú ekki duga. Baðherbergið er stærra en baðherbergið mitt heima (þarf nú svo sem ekki mikið til) En þar er bæði baðkar og sturtuherbergi.
Nú ætla ég að fara að hætta þessu raupi og halda áfram að lesa Blekkingarleik. Ég mun svo henda inn myndum við tækifæri.

2 ummæli:

Dyrleif sagði...

Jesss sæta ..... þetta er ekkert smá æði .. mér hefur dreymt um þetta svo lengi ...... bara vera á hóteli, liggja í rúminu, fara í bað, dúllast í karlinum sínum ..... ummm er þetta ekki einsog "stuttmynd" af hunangstunglinu?

Nafnlaus sagði...

He he jú það má segja það :)