miðvikudagur, október 11, 2006

Flora


Flora
Originally uploaded by Kitty_B.

Ó já

Ég las grein í Fréttablaðinu um daginn sem vakti hjá mér pínkulitla kátínu. Í greininni er byrjað að segja frá skóla í Noregi sem fer fram á það að strákarnir pissi sitjandi því þeir einfaldlega hitti ekki almennilega í klósettið. Formaður Demókrata í Noregi er víst ekki hrifinn og segir að það sé verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs því karlmenn hafi pissað standandi frá upphafi og það séu mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa. Ekki var þetta nú það eina í greininni sem vakti áhuga minn og fékk mig til að glotta með sjálfri mér því farið var almennt út í þau vandamál sem fylgja þessu uppistandi á karlmönnum. Eithvað er víst um það að karlmenn sem eru ábyrgir fyrir þrifum á klósettum heimilanna venji sig í snarhasti af því að pissa standandi (he he he afhverju ætli það sé). Í henni Ameríku eru víst til samtök sem kallast MAPSU (Mothers against peeing standing up) og þær ganga svo langt að seja að uppistandið sundri fjölskyldum, hana nú þar hafiði það !
Vitnað var í íslenska bloggfærslu um þetta mál en þeir á fréttablaðinu létu alveg vera að orða hans lausn á málinu he he he ...

  • Alvöru karlmenn pissa sitjandi

  • Heimasíða MAPSU



  • Ég keypti dót handa börnunum mínum um daginn og áletrunin á umbúðunum hefði passað ágætlega í Headlines hluta af Jay Leno þætti. En textinn er svohljóðandi " It can be happy and gay for children not good hearing if product is with mark" Ekki get ég ímyndað mér hvað í ósköpunum þetta á að þýða.

    Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er að foreldrum sem skamma löggunua fyrir að stöðva börnin þeirra fyrir ofsaakstur. Hvernig dettur móður 17 ára drengs að segja við lögregluna að hún treysti drengnum fyllilega til að aka bíl eftir að krakkinn var tekinn á 125 km hraða innan borgarmarkanna. Finnst fólki þetta virkilega ekkert athugavert ?
    Ég dáist aftur á móti að móðurinni sem hringdi í lögregluna og bað þá að taka gera bílinn sinn upptækann svo sonurinn gæti ekki farið sér að voða á honum eftir að hann hafði verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Svona á að taka á málunum !!

    Fór með Önnu og Árna á Family day í nýja IKEA og vá þvílíkt flott og vöruúrvalið er þvílík að það hálfa væri hellingur. Mæli með að fólk kíki í IKEA 12 október !!

    Eina leiðin fyrir mig að blogga þessa dagana virðist vera í gegnum flickr. Þetta er ekki blogger.com að kenna heldur siminn.is og þeir segja fólki að routerinn þeirra sé ónýtur sem er bara bull. Talandi um þjónustuna hjá símanumm ARG !!!!! Skjárinn bilaði ég get ekki horft á neinar stöðvar í gegnum hann kemst bara VODið. Þetta bilar á fimtudag og ég gaf þessu smá séns en kl. 22 ákveð ég að hringja í þjónustuverið og fá aðstoð. Jú ég fæ samband við þjónustu fulltrúa sem gefur mér samband við tækniaðstoð þar er ég aðeins númer 20 í röðnni. Hlusta á einhverja tónlist...nr 19 meiri tónlist...............nr.17 enn meiri tónlist ... nr 16..........ekkert......................................... 5mínútur líða og enn ekkert engin rödd sem segir að ég sé nokkurt númer eða neitt. Þegar þarna er komið við sögu var ég búin að bíða í 35 mínútur í símanum. Ég hélt að sambandið hlyti að hafa slitnað skelli á hringi aftur vel tækniaðstoð og viti menn ég er nr. 22 í röðinni ARG þegar ég fæ að vita að ég er númer 18 tuttugu mín seinna þagnar allt aftur .. ég ákveð að gefa þessu séns...... Klukkutíma seinna svara loks tæknimaður og viti menn hann getur ekkert gert nema senda þetta áfram... reyndi að vísu að láta mig slökkva á routernum, myndlyklinum o.s.v.f. þetta átti að taka 1-3 virka daga og auðvitað var föstudagur daginn eftir. ........ Skjarinn var ekki kominn í lag í morgun svo ég hringi aftur núna sem beturfer bara nr.2 í röðinni aftur er slökkt og kveikt á routernum og lyklinum en ekkert lagast... nú skal aftur senda málið áfram og bíða í 1-3 virka daga og þá er náttúrlega helgi eftir 2 virka............ á meðan borgum við skjáinn væntalega fullu verði. Ekki nenni ég nú að bíða í 1 klukuktíma og 45 mín í 8007000 að fá niðurfellingu á reikningnum ................

    4 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    úff hvað er gott að heyra (lesa) í þér aftur. Það er andlega upplífgandi að lesa um bras annarra milli brjóstagjafa :-) Hlakka til að heyra í þér.....

    Nafnlaus sagði...

    Hey gaman að sjá í þig líka :) Hef verið á leiðinni að hringja en svo hefur allt bara einhvernveginn farið á hvolf og ég ekki laus fyrr en á ókristilegum tíma :S Hlakka til að heyra þér líka :)

    Skonsa sagði...

    Ég vona nú að þetta netdæmi fari að komast í lag svo ég geti lesið meira frá þér :)

    En þessi blessuðu þjónustuver eru ekki að gera sig. Og þetta kveikja/slökkva dæmi er svona týpískt þegar það er ekki vitað hvað er að :-p

    En hvað varðar IKEA 12. okt...njaa...held ég bíði í nokkrar vikur ;) Það verður TROÐIÐ hehe!

    Nafnlaus sagði...

    He he ég held að til að það verði troðið í IKEA þurfi allt höfuðborgarsvæðið að mæta .... Þetta er svo margfalt stærra en gamla IKEA....