þriðjudagur, apríl 15, 2008

Bara einhyrningur


Niðurstöðurnar úr blóðprufunni eru komnar og Ásdís er ekki með eikyriningssótt. Væntanlega er hún bara með svona slæma flensu en við þurfum bara að hafa vakandi auga með henni áfram og ef henni batnar ekki á viku eða svo þá þurfum við að láta athuga með hana aftur. Hún er búin að vera hundlasin greyið með rúmlega 39 stiga hita og öll þau verstu einkenni sem flensa getur haft í för með sér. Ég held að hún sé þó aðeins skárri í dag en hún var í gær *krossa fingur*


Ég er sjálf enþá lasin en ætla samt að reyna að druslast í vinnuna á morgun *krossa fingur* Ég er a.m.k. farin að standa undir sjálfri mér núna það er meira en hægt var að segja í gær og fyrradag. Ég er samt enn með hausverk og hita kommur. Vonandi verð ég orðin stálslegin á morgun og get unnið á við þrjá.

Annars er sennilega rétti tíminn núna til að kaupa hlutabréf í Actavis við bryðjum svo mikið af verkjalyfjum mæðgurnar að ég held að það hljóti að fara að sjást í hagnaði fyrirtækisins. Guðni hefur ekki undan að bera heim paratabs :-S

1 ummæli:

jeg sagði...

Knús til ykkar sjúklingar.
Kvitt úr sveitinni.