sunnudagur, apríl 13, 2008


Einkyrningur

Það er laglegt ástandið á heimilinu þessa stundina Ásdís liggur fárveik af einkyrningssótt og ég ligg sjálf í einhverri pest.
Ásdís greyið varð vör við stokkbólgin eitil á hálsinum á fimtudag og fór til skólahjúkkunnar sem sagði henni að taka því rólega. Ég var nú ekki á því að leyfa henni að vera heima útaf einum bólgnum eitli enda var hún ekki með hita á þeim tíma. Ég rak hana því með harðri hendi í skólann á föstudagsmorguninn (úff ég er svo vond mamma) en þegar hún kom heim í hádegis hléinu komin með hita og slöpp mildaðist ég nú aðeins og hafið hana heima. Þegar hún var svo orðin enn verri á laugardaginn fjarstýrði ég því úr vinnunni að Guðni færi með hana upp á læknavakt og þar vildi læknirinn meina að hún væri með einkyrningssótt en við henni er ekkert að gera nema hafa sig hægan og bíða eftir að þetta líði hjá. Hún fór því heim með fyrirmæli um að vera heima og hafa sig hæga og ef henni versnaði ætti að fara með hana á bráðamóttöku barna. Hún er reyndar verri en ekki alveg bráðamóttöku veik sýnist mér. Bólgnu eitlunum hefur fjölgað og hitin er kominn hátt upp undir 40 gráðurnar og hún er óttalega lufsuleg greyið. Við höldum svo bara áfram að hafa vakandi augu með henni hún á svo að fara í blóðprufur á morgun til að staðfesta greininguna.
Ég kom heim úr vinnunni á laugardag orðin hálf lufsuleg og kenndi svefnleysi um ákvað að leggja mig þar sem við áttum von á gestum um kvöldið. Ég rotaðist svona gersamlega vaknaði 2 tímum seinna hás með beinverki og höfuðverk dauðanns ásamt slæmum hrolli og almennri vanlíðan, komst svo að því að ég var komin með hita. Gestirnir voru mættir en ég gat bara ekki fyrir mitt litla líf komist á fætur. Guðni kom með panodil handa mér og einum og hálfum tíma síðar rétt skrölti ég upp í stofu í sófann og undir teppi þannig náði að sjá aðeins framan í gestina áður en þeir fóru, skreið svo aftur inn í rúm og sofnaði strax. Ég vaknaði svo í morgun í lítið betra betra ástandi tók meira panodil sem gerði lítið svo ég át ibufen líka og leið skár eftir það hringdi ég í vinnuna og lét vita að ég væri ekki væntaleg á kvöldvaktina. Úff það er sko ekkert grín að hringja sig inn veikan á sunnudegi því maður veit að það er ekkert auðvelt að redda staðgengli fyrir mann :(

Þar sem ég lá hvort sem er í rúminu horfði ég á síðasta þáttinn af Mannaveiðum og argh þetta er bara ekki góð framleiðsla því miður. Illa leikin og ótrúverðugur söguþráður.
Gaman samt að sjá Dimmuborgir og fjöllin fyrir norðan það var sko klárlega besti parturinn af þættinum.


Ofan í allt munaði svo minnstu að það kviknaði í húsinu seinni part kvölds þegar vararafstöðin við vinnutölvuna gaf sig með stímabraki og látum eða öllu heldur hrikalegir brunalykt og það var sennilega bara mínútu spursmál hvenær það hefði kviknað í henni. Þakka bara fyrir að þetta gerðist ekki að næturlagi þannig að þetta fékk ekki að malla óáreitt *hrollur*

Sem betur fer er þessi helgi búin og ég er alvarlega að hugsa um að fara með minn lasna haus inn í rúm þar sem birtan af skjánum er full mikil fyrir mig. Ég biðst fyrirfram afsökunar á stafsetningarvillum og ambögum sem hugsanlega má finna í pistlinum en kenni hita og hausverk um að ég nenni ekki að lesa þetta yfir.... over and out.

2 ummæli:

jeg sagði...

Úfff já það eru mikil veikindi í gangi allstaðar hér voru ekki nema 4 nemendur í skólanum um daginn og hálfur leikskólinn. Minn elsti búinn að vera með flensu í viku (án skóla) enda hefur börnum verið að slá niður hér þó þau hafi verið orðin góð. Hin hafa sloppið ennþá sem betur fer.
Já mikið fannst mér þetta "Mannaveiða" dæmi slapt.usssbarasta.
Farðu nú vel með þig og láttu þér batna.
Kvitt úr sveitinni.

Nafnlaus sagði...

hmm.... veikindi á öllum bæjum greinilega.

gangi ykkur vel. Spjöllum saman við betra tækifæri.

kv,