mánudagur, apríl 07, 2008

Lithuania 10 points..

Ja hérna hér haldiði ekki að ég eigi pantað far til Vilníus í maí.... maður spyr sig hvernig gerist svona lagað eiginlega. Jú þetta hefst upp úr því að vera giftur ;) Starfsmannafélag mannsins míns ákvað að það væri ægilega gaman að skreppa saman til útlanda og eftir miklar pælingar ákváðu þau að best væri að fara til Litháen .... ég er enn að velta fyrir mér hverjir hinir kostirnir voru eiginlega.
En svo allara sanngirni sé gætt þá verð ég nú að segja að mér finnst þetta nú pínku spennandi enda hefði ég aldrei látið mér detta það í hug af eigin frumkvæði að ferðast til Litháen.

Ég er búin að vera að spyrjast fyrir um hvað maður geri eiginlega í Litháen og það eina sem mér skilst að sé hægt að gera þar er að versla, skoða gamlar byggingar, versla, drekka áfengi, versla, slappa af og versla svolítið meira. Gallinn er bara að ég hef takmarkað gaman af því að versla og hvað þá að drekka áfengi en ég get þá alltaf haft með mér góða bók og notað tímann og slappað af .. ég hef gaman af því. Mér skilst að Litháen sé fjárhagslega sterkt, lítið atvinnuleysi og verð á hlutum í lágmarki hvað þá ef miðað er við Ísland.


Í Vilníus er víst kirkja sem Napóleon fannst svo falleg að hann vildi endilega geta flutt hana til Parísar svo það er algert must að skoða hana. Ég hef alltaf haft einlægan áhuga á flestu því sem Napóleon tók sér fyrir hendur (hef alltaf haldið því fram að hann hafi verið misskilinn) og því ekki amalegt að geta staðið á svipuðum slóðum og komist að því hvort við höfum svipaðan smekk.

Almennt er Vilníus talin örugg borg svo lengi sem maður forðast að halda til í nágrenni við aðalbrautarstöðina. Er það ekki bara það sama og í öllum löndum ?? Ég reyndar lifði það af að villast til DenHag og stoppa á aðalbrautarstöðinni þar alein og yfirgefin sá ekkert misjafnt eða ljótt þar. Ég get ekki sagt það sama um aðalbrautarstöðina í Frankfurt úff ojj ojj ojj þangað vildi ég ekki villast ein og yfirgefin !!

Reunionið fór afskaplega vel fram og ótrúlega gaman að hitta allt gengið aftur. Það kom mér dáldið á óvart hvað þetta var í raun og veru gaman. Stemmingin fyrir reunioninu var greinilega mikil hjá öllum mikið spjallað og rifjuð upp gömul prakkarstrik og annað skemtilegt.
Ég ætlaði aldeilis að vera sniðug og stal myndavélinni af dótturinni til að hafa netta og þægilega myndavél til að smella af liðinu en ég kann greinilega ekki baun á svona imbamatik og hefði betur bara farið með stóra veskið og hlunkinn minn með mér. Af þeim 10 myndum sem mér tókst að taka þá eru 3 nothæfar.

Annars er eithvað lítið og ræfilslegt héðan að frétta það eina er sennilega að Ásdís fer í tannréttingar á morgun og á að fá seinni hlutann af spöngunum þ.e.s. í neðrigóm. Annað markvert er ekki á dagskrá hér svo vitað sé.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og hvar eru svo myndirnar?

;-) kv, Guðlaug

jeg sagði...

Já sæll...! Þó að ég sé gift þá fylgja því nú ekki utanleadsferðir hehehe.... enda myndi kallinn ekki fara hann er soddan heimalingur. Já alltaf gaman af svona endurfundum já sem minnir mig á að það fer að styttast hjá mér eða það vona ég....? Já það er nú þannig með þessar litlu vélar að þær eru bara drasl og allt á iði og hundleiðinlegt gerist allt á morgun og allir farnir þegar að þær smella af ja helst að nota chybershot og án flass og þá virkar það en ja þá vantar birtuna úfff já flókið og fúllt í senn. Væri sko til í fullominn hlunk :)
Kveðja Jóna