Verðbólgumælir
Einhver besti verðlagsþróunarmælir sem ég hef aðgang að er gossjálfsali sem ég geng framhjá á leið úr og í vinnu. Núna gefur hann greinilega til kynna mjög skarpa hækkun. Þegar ríkið afnam vörugjaldið fyrir ári síðan eða svo kostaði gos úr sjálfsalanum 160 krónur eftir lækkun fór það í 130 sem hélst merkilega lengi. Fyrir tveimur mánuðum eða svo hækkaði verðið í 150. Nú í vikunni voru þeir að hækka verðið aftur flaskan er komin í 170 krónur nema Kristallinn sem kostar núna litlar 200 krónur. ÉG hafði reyndar ekki tekið eftir þessari þróun af sjálfstdáðum mér var bent á þetta og staðfesti söguna á leiðinnu úr vinnunni í gær.
Ég er nefnilega svo útsmogin að ég kaupi Kristalinn minn í Bónus og tek með mér í vinnuna því í Bónus kostar hann enn ekki nema rétt um hundraðkallinn en þá.
En svo maður víki nú að einhverju skemtilegra þá eru hér myndir úr Kræklingaveislunni sem haldin var á laugardaginn. Mynnasafnið er lokað almenningi að hluta á flickr en með því að kíkja á það í gegnum þennan LINK þá er hægt að skoða allar myndirnar :)
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli