Síminn hringdi loksins og hluti af niðurstöðunum er kominn. Prufurnar segja að Ásdís sé sannarlega veik en af hverju liggur ekki alveg ljóst fyrir. Læknirinn telur að sennilegast sé þetta Einkyriningssótt því hluti af blóðprufunum styður það en samt ekki prófið sem er mest afgerandi. Blóðprufurnar sem voru mjög saklausar síðast eru núna langt í frá eins saklausar er helsta niðurstaðan. Nú þarf að senda prufur í mótefnamælingu til að sjá hvort að það finnist mótefni við veirunni sem veldur Einkyrningsótt þetta ætti að vera komið í ljós á mánudag. Einnig þarf að bíða fram á mánudag með endanlegar niðurstöður úr strokinu sem tekið var. Þetta þýðir að á mánudag tekur við önnur eins símabið eins og var í dag, ég er barasta strax farin að hlakka til :/
Annars er ég farin að velta fyrir mér afhverju ekkert heyrist af viti um þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar á skurðstofum LSH ætla að ganga út eftir 5 daga. Einhverstaðar heyrði ég því fleygt að ráðamenn treystu á að þetta væri kvennastétt með samvisku og því myndu þær ekki ganga út og þar af leiðandi þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ætli það sé rétt að það sé hægt að berja á kvennastéttum vegna þess að þær hafi samvisku ?? Hafa karlastéttir ekki samvisku ??
Hefur fólk kanski ekki spáð í það hvað það þýðir ef skurðhjúkrunarfræðingar ganga út og hætta. Ætlum við þá virkilega að senda okkar fólk erlendis í aðgerðir eins og einhver mannvitsbrekkan stakk uppá. Það er þá einsgott að það sé ekki mínútuspursmál um að bjarga við komandi. Er treyst á að þeir geti mannað allar neyðaraðgerðir og senda hina úr landi ?? Gengur það upp ??
Fullorðinn frændi minn benti mér á það að það væri náttúrlega lang hagkvæmast að láta aldraða og sjúka bara fara yfir móðuna miklu. Það tíðkaðist meira að segja í nokkrum menningarsamfélögum að láta aldraða og sjúka bara flakka og þeir væru sáttir við það því þeir vildu ekki vera byrði á fjölskyldum sínum .... en þetta eru nú samt ekki samfélög sem við berum okkur nú oftast saman við.
Næsta staðreynd er að á sama tíma eru samningar við hjúkrunarfæðinga og sjúkraliða lausir og kominn tími á kjarabaráttu. Það tók heilan eilífðar tíma að semja síðast hvernig verður staðan núna ??
2 ummæli:
Í stuttu máli, ég er sammála og þú og Ásdís eigið samúð mín alla.....
Ææjj hvað það er gaman hjá þér góða mín ....not.
Sendi helling af knúsi og kreisti og batakveðjur. Já og baráttukveðjur. Ég er nú ekki einu sinni inn í þessum spítalamálum enda alveg hætt að fylgjast með þessu í þjóðfélagi. Það gerist aldrei neitt skemmtilegt svo why bother.?? Kveðja Jóna.
Skrifa ummæli