föstudagur, apríl 25, 2008

Sit við síman..

...... og bíð eftir að fá niðurstöður úr rannsóknunum hennar Ásdísar en endanlegar niðurstöður voru ekki komnar kl. 9 svo læknirinn ætlaði að hringja aftur þegar þær bærust.
Ég datt svo niður á myndband af uppáhalds skemtikröftum mínum síðustu daga en það eru GaaaaS löggurnar ógulegu úr Norðlingaholtinu. Ég get bara ekki alveg gert upp við min hvor mér finnst skondnari sá sem orgar GAAAAAAAS eða hinn sem hímir bak við hann og notar sem skjöld .....betra að fórna félaganum ef mannfjöldinn ærist nú.


Annars finnst mér þetta mál allt hið sorglegasta held að báðu megin við borðið hafi fólk svoldið misst sig. Mér finnst ólíðandi að lögreglan sé grýtt og lamin en mér finnst heldur ekki ganga að lögreglan lemji og úði niður fólk sem hefur það eitt til saka unnið að skammast og rífast.

Trukkararnir misstu svo allan trúverðugleika í gær þegar forsprakki þeirra kannaðist ekkert við að þekkja vegfaranda, sem var nýkominn úr hjáaðgerð, sem réðist að tilefnislausu á lögreglumann. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að vegfarandinn góði er einn af þremur talsmönnum trukkaranna. Hefði nú ekki verið betra að segja jú því miður þá er hann úr okkar hópi og lýsa svo frati á framgöngu mannsins.

Ég verð að segja að mér finnst nóg komið með eldsneytishækkarirnar almennt þegar ég fékk bílinn sem ég er á núna kostaði tæpar 6000 krónur að fylla hann núna kostar sama magn af bensíni rúmar 9000 krónur.

Ég fjárfesti í ryksugufisk (Ancistu) um daginn, hann átti að fara í stóra búrið en af því hvað hann er lítill og ræfilslegur enþá þá fór hann í búrið hennar Önnu þar til hann verður nógu stór til að fiskarnir í stórabúrinu éti hann ekki í einum bita. Þvílíkur þjarkur sem þetta 4 cm fisskrípi er hann var á einum sólarhring búin að þrífa allar 4 hliðarnar á fiskabúrinu og dæluna sem í búrinu er. Núna er hann í óðaönn að þrífa grjót og plöntur ...mig vantar svona í íbúðina hjá mér takk !!

Engin ummæli: