þriðjudagur, apríl 08, 2008

CSI

Einu sinni fannst mér ég búa í svefnbæ þar sem það merkilegasta sem gerðist á dagin var ef maður sá hest á beit á túninu fyrir framan húsið eða þegara traktorarnir frá bænum voru mættir fyrir allar aldir til að dreifa skít á sama blett. Núna eru eldhúsgluggarnir hjá mér að verða betri en dagskrá sjónvarpsins lögreglan ákvað á sínum tíma að breyta götunni í sérlegt svæði fyrir athuganir á ástandi ökumanna með tilheyrandi lögregluviðbúnaði og slíku. Ekki er langt síðan hluta hverfisins var lokað vegna aðgerða lögreglu og slökkviliðs við að fjarlægja miltisbrandssmitað hræ af kú. Í gær þegar við hjónin ætluðum svo að fara að elda kvöldmat fyllist gatan af lögreglubílum næsta sem við vitum er að maður er leiddur út úr nágranna húsi í handjárnum og góss borið út í "svörtu maríu" og brennt burtu. Hvað er að gerast hérna eiginlega ?? Þarf maður að fara að íhuga að flytja í öruggara hverfi ??


Viðbot: Her er nagrannin sem var handtekinn i gær

Engin ummæli: