fimmtudagur, apríl 10, 2008

Halló ...

Ég er nú stundum alveg að missa mig yfir myndskreytingum á netmiðlum þessa lands sérstaklega þegar þeir eru með hrikalega lélegar GSM síma myndir með fréttum. Á Visi í dag er frétt um hvað júróvision lagið okkar er vinsælt og þar eru þeir með mynd af Friðrik Ómari sem gengur alveg fram af mér. Sjá hér

Hvað er málið eiginlega er þetta virkilega besta myndin sem þeir gátu fundið af Friðirk Ómari til að setja með fréttinni ?? Svipurinn á honum er að vísu í lagi en hvað er málið með að láta drenginn líta út fyrir að vera grút skítugur í framan rétt eins og hann hafi skriðið upp úr sótkassanum ... er það kanski einhver lokal brandari ??
Friðrik greyið er nú svo sem ekki eina dæmið um illaheppnaðar júróvision myndir hver man ekki eftir illa unnum og hreint skelfilegum myndum af Eika Hauks í fyrra.

Engin ummæli: