where the skys always blue
Þá er maður komin heim og hvunndagleikinn lekur aftur inn á sjóndeildarhringinn.
Ég komst að því á föstudaginn að ég get villst í útlöndum og komist heim aftur :) Ég ætlaði nefnilega að fara niður í miðbæ á Leiden á föstudag. Einn íslendingurinn sem vinnur hjá L-S hafið sagt að það væri algert must að skoða Leiden enda væri það gamall bær samsettur úr lágum fallegum gömlum húsum. Ég snara mér út á strætóstoppistöð og les á miðann þar var bara um einn strætó að ræða sem fór frá einhverrir húribúrihollenskri götu að Central Station. Þetta var augljóslega málið svo ég bíð í rólegheitum eftir stræto og hoppa um borð. Kaupi þennan fína strætó dagpassa sem dugar fyrir 2 fullorðna og 3 börn í heilan dag í Leiden. Ég sest svo niður og við keyrum í gegnum slatta af íbúðahverfum og fram hjá litlum haga með óborganlega sætum hestum. Byggðin þéttist aftur og húsin fara að snarhækka eftir því sem stendur á fleiri skiltum Center því hærri verða húsin (*hux sagði maðurinn ekki að þarna væru nánast engar háar byggingar *hux*hux). Þarna var sko hellingur af flottum háum byggingum (sé eftir að hafa ekki rifið upp myndavélina). Við rennum inn á strætóhlutann af Lestarstöðinni ég hoppa út og við blasir merking á húsinu Den Haag Central Staion OMG ég var komin til Den Hag ekki í miðbæinn á Leiden he he he he he.
Nú ég ákvað að rölta aðeins um bæinn og 2tímum og nokkrum kaffibollum og smá innkaupum seinna rölti ég aftur að lestarstöðinni og heim og það gekk stórslysalaust. Ég komst lifandi heim á hótel þrátt fyrir hrakspár Guðna um að mér væri nú ekki óhætt að fara út úr húsi án hans :) Jú ég villtist vissulega en nr.1 þá vissi ég alltaf um mig sjálf og í öðrulagi þá komst ég heim aftur. Ég koms svo að því síðar að mistök mín láu í því að ég tók vagninn vitlausu megin við götuna en þessi vagn gengur á milli CS Leiden og CS Den Haag og ef ég hefði álpast yfir götuna hefði CS Leiden verið 4 stoppistöðvar í þá átt he he. En þetta var mikið meira ævintýri.
Ég sá svo aðeins af miðbænum í Leiden um kvöldið þegar við fórum með nokkrum af hinum IT gaurunum út að borða. Þá borgaði strætópassinn sig líka upp því ég gat boðið Guðna 2 ferðir í strætó líka. Hinir strákarnir létu sér detta í hug að þeir gætu þóst vera börnin 3 en strætóbílstjórinn lét nú ekki blekkjast he he he he :)
Það var nú óneytanleg dáldið gaman að þvælast um með þessum karlmanna hóp 2 Indverjar, 1 Tyrki og Ástralinn, Guðni og svo barasta ég. Vegfarendur horfðu nú óneitanlega dáldið á okkur enda greinilega ekki vaninn að sjá einn kvennmann í svona hóp :)
Við borðuðum á Argentínskum veitingastað þar sem þjónustan var af Portúgölskum standard þ.e.s. hrikalega sein. Við vorum í alvöru farin að halda að þeir hefðu þurft að fara út að snara nautið slátra því það tók góðan klukkutím að fá steikina á borðið. Meðlætið var svo að tínast inn alveg fam á síðasta bita. En Þeir félagar okkar þarna voru nú samt ekki alveg sáttir því þeir vilja kjötið sitt gegnsteikt og báðu um það en þrátt fyrir allan þennan tíma á grillinu þá var kjötið allt nánast hrátt í miðju :s
Á laugardag skruppum við Guðni svo til Amsterdam og á stefnuskránni var að skoða Hús Önnu Frank og Van Gogh safnið. Raunin varð hinsvegar að við versluðum þangað til við gátum ekki borðið meira, fengum okkur að borða á frábæru kaffihúsi með útsýni yfir alla Amsterdam (, röltum um rauða hverfið og enduðum á Sex Museum þar sem það var eina safnið sem enn var opið. Skondið safn sem var virkilega gaman að skoða allskyns munir frá örófi alda sem í eina tíð hafa þótt virkilega grófir en eru í dag barnslega saklausir. Þarna var nú líka ýmislegt ansi gróft en það var nú í algerum minnihluta. Ég sé eftir að hafa ekki komist að sjá hús Önnu Frank en ég geri það bara næst því ég ætla sko aftur til Amsterdam einhverntímann og þá ekki á laugardegi því mannmergðin er víst verst þá og þvílíkar biðraðir í allt.
Ferðin heim gekk svo tíðindalaust fyrir sig nema í fysta skipti í ferðasögu okkar Guðna sem nær aftur til ársins 1997 vorum við stoppuð í tollinum og töskurnar gegnumlýstar. Ég hef sko ekki verið stoppuð í tollinum síðan 1989 og ég held að þá hefi verið sett upp mynd af mér og ferðafélaga mínum á skrifstofunni hjá Tollurunum og þeir beðnir um að gera sjálfum sér greiða og stoppa ekki þessar manneskjur. Myndin er greinilega bara orðin of gömul þar ;)
mánudagur, október 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ok, nú skil ég afhverju ég hef hingað til komist heil og höldnu í gegnum tollinn. Spurning hvort að ég hafi elst betur á myndinni? :-)
He he sennilega :)
... ohhhh (öfund, öfund) þetta hefur verið geðveik ferð hjá ykkur :) ....
Skrifa ummæli