föstudagur, október 17, 2003

Bráðavaktar bloggið verður eitthvað hálf lélegt þessa vikuna ég er ekki viss um hvort það var bara það að þátturinn hafði tilfinnanlega lítið innihald eða að ég var með hita og gubbuna þegar ég gerið mitt besta til að horfa á hann. Kanski bland af báðu. En hér koma aðalatriðin frá minni hlið. Þið hin sem sáuð þáttinn vinsamlegast bætið við því sem ykkur finnst uppá vanta í kommentin hér að neðan og leiðréttið staðreyndarvillur, þar sem þetta er skrifað eftir minni það það frekar lélegu og óareiðanlegu.

Nýjir læknanemar mæta fyrsta daginn sinn á bráðavaktina Carter á að taka á móti þeim en hann hefur engan tíma til að sinna þeim og segir þeim að bíða á biðstofunni.
Ung stúlka kemur með sjúkrabíl eftir mótorhjólaslys Elisabeth og fleiri reyna sitt besta til að bjarga henni en tekst ekki. Stúlkan er einn af fyrstu sjúklingum hennar í Ameríkunni hún er ekki alveg að höndla að vera byrjuð aftur á Bráðamótökunni. Foreldrar stúlkunnar eru ekki komnir á staðinn þegar hún deyr og Elisabeth biður um að vera látin vita þegar þeir koma svo hún geti talað við þau.
Tveir litlir strákar ca. 8 og 10 ára koma inn með pabba sinn sem er með brjóstverk sem hefur varað í meira en klukkutíma. Carter, Abby (að mig minnir), Pratt og Hjartasérfræðingur gera allt sem þau geta til að bjarga honum en allt kemur fyrir ekki og hjartasérfræðingurinn og Carter ákveða að lýsa manninn látinn. Annar sonur mannsins sér þegar þau tilkynna dánarstundina og hleypur grátandi burtu Catrer flýtir sér á eftir honum og lætur Abby og Pratt um að ganga frá líkinu. Carter er ekki fyrr horfinn út um dyrnar en líkið fer í sleglaflökt (hjartaðflöktir en slær ekki almennilega) og Pratt uppverðast allur og vill grípa hjartastuðtækin því það megi koma hjarta í sleglaflökti aftur í gang með rafstuði. Abby reynir að stöðva hann en hefur ekki erindi sem erfiði. Og viti menn Pratt (the Brat) tekst að koma hjartanu í karlanganum í gang aftur. Á meðan á þessu öllu gengur er Carter búin að segja sonum mannsins að hann sé dáinn og býður þeim að koma og kveðja pabba sinn. Þeir mæta inn til kallsins sem er kominn í gang aftur. Drengirnir verða ofslega glaðir en það sama er ekki hægt að segja um Carter og hvað þá Hjartasérfærðinginn. Carter tekur það þó að sér að verja aðgerðir Pratt fyrir Sérfræðingnum þó það sé þvert á hanns eigin sannfæringu. Hann lætur Pratt þó heyra það þegar sérfræðingurinn er horfinn á braut. Enda var karlgreyið sem Pratt endurlífgaði heiladauður og myndi aldrei lifa án öndurnarvéla og annara stórvirkra vinnuvéla. Eiginkona karlsins kemur og eftir tár og trega skrifar hún undir plagg sem segir að fari maðurinn í hjartastopp aftur megi ekki endurlífga hann. Blekið var ekki orðið þurrt á pappírnum þegar kallinum hrakar snarlega og fer í hjartastopp. Yngri drengurinn brjálast hleypur út en móðirin og eldri sonurinn standa hjá meðan maðurinn yfir gefur þetta tilverustig. Vonum nú öll að Pratt hafi lært sína lexíu á þessu þ.e.s. að það á ekki alltaf að endurlífga bara af því að það er hægt og að í upphafi skyldi endinn skoða, eða þannig sko.
Weaver og Elisabeth lenda í smá skærum sem leiða til þess að Weaver biður Elisabeth um að finna sig í einrúmi. Hún byrjar á pistli yfir Elisabeth um að hún sé ekki tilbúin að koma aftur að vinna og hún þurfi eithvað að taka sig á í samskiptum við aðra og vinnubrögðum á bráðavaktinni. Elisabeth hreytir í Weaver á móti og ekki vill betur til en svo að Weaver fer að skæla og hleypur út.
Faðir stúlkunnar úr mótorhjólaslysinu kemur loksins Elisabeth fer að tala við hann og gerir það á afar tilfinninga lausan hátt út á gangi hjá móttökunni. Skilur föðurinn einan og grátandi eftir útá miðjum gangi.
Carter finnur engan tíma til að sinna nemunum sínum þeir eyða öllum deginum inni á biðstofu.
Carter greyið sofnar á endanum úrvinda eftir erfiðan og langan dag inni á kaffistofu hjúkrunarfólksins. Þegar hann svo skríður á fætur morguninn eftir er aðeins einn læknanemi eftir á biðstofunni sem beið þolinmóð allan þennan tíma til að komast að. Carter með bros á vör sínir henni staðinn.

Vá þetta var nú meira en ég átti von á kanski var meira í þáttinn varið en mig minnti. Hmm.....

Svo vil ég minna á ER linkana aftur
  • ER linkur frá Ernu

  • Heimasíða ER hjá NBC


  • Ps. Af handleggnum á Romano er það að frétta að hann er enn á sínum stað. Romano neitar að taka neitt nema ibufen við verkjunum þó hann sé alveg að farast úr verkjum "HETJAN". Hann er í sjúkraþjálfun en er hvorki með mátt né tilfinningu í fingrunum en það er nú von til að það lagist.

    Engin ummæli: