Jæja þá er þessari skemmtilegu helgi lokið Guði sé lof og dýrð. Ég hugsa að þessi helgi skori bara hátt á skalanum leiðinlegasta helgi ever. Ég var heima veik á föstudaginn ekki gaman. Harkaði af mér og mætti í vinnuna á laugardagsmorguninn átti eldsnemma vaktina og var mætt fyrir kl. 7 klukkan 7:25 fóru fyrstu bjöllurnar að hringja og voru sko ekki þagnaðar þegar ég fór heim. Ég komst í gegnum vinnudaginn með því að taka mínar verkjatöflur á tæplega 4ra tíma fresti. Ég var fljót að sjá að ég myndi aldrei lifa það af að fara í afmælisveisluna hennar Svövu um kvöldið ég er enn sár og svekkt yfir því. Öll boð á vegum Jóhannesar og Svövu eru þau skemmtilegustu boð, partý eða hvað þau má nefna, sem hægt er að komast í tæri við. Eini gallin við þau eru magakrampar úr hlátri sem endast í nokkra daga og svo harðsperrur í brosvöðvum í andlitinu Guði sé lof fyrir að þeir eru aðeins 7. Ég var búin að hlakka til að fara þetta frá því að boðsbréfið datt inn um lúguna hjá okkur í síðustu viku. SNIFF SNIFF. Jæja Guðni fór náttúrlega af stað um sex leytið um kl. sjö lognaðist Anna útaf í fanginu á mér þetta þýddi bara eitt hún var að veikjast líka. Hún svaf til klukkan 1 vaknaði þá upp og gubbaði allt út. Jibbí þetta ferli endurtók sig svo 2svar áður en klukkan varð 3. Svo ég tók semsagt næturvaktina heima vaknaði svo eldhress (not) kl. sjö og fór í vinnuna. Náði rétt að heyra að Sjúmi varð heimsmeistari einu sinni einu sinni enn OJJ eins og ástandið hafi ekki verið nógu slæmt þá þurfti að bæta þessu ofan á. Guðni var nýlega kominn heim og rétt sofnaður. Ég skreið svo heim úr vinnunni um kl 16 fór í verslunar leiðangur og með Guðna að sækja bílinn. Var komin heim um kl 19. lognaðis útaf og vaknaði ekki aftur fyrr en kl. hálf ellefu í morgun.
Svo til að svekkja mig enn meira er búið að bjóða mér stanslausar aukavaktir fá því á fimmtudag og ég var að enda við að neita síðasta tilboði núna fyrir 5 mín. Ég gæti heldur betur verið búin að mala gull þessa helgina ef heilsufarið hefði leyft það :-(. Ofan í allt er Leó greyið orðin hálf pirraður á allri inniverunni og þjáist af æsings köstum og svo dröslar hann skónum mínum út um allt hús er sennilega að reyna að fá mig til að fara þá. Núna liggur hann sofandi fyrir framan útidyra hurðina í von um að komast út sem fyrst. Ég fór að vísu út með hann og pabba um ellefuleytið í morgun á göngu okkar hittum við Ívar Hlújárn (nei ég er ekki með óráð úr hita hann heitir þetta maðurinn) og hann leyfði pabba að prófa eðal hjólið sitt sem er reiðhjól með mótor. Þetta var ansi skemmtileg upplifun fyrir pabba og nú er hann farinn að safna fyrir hjóli þau kosta víst ekki nema 200 þús. Ég sé hann fyrir mér brunandi um bæinn á svona kosta grip. Ívar fer víst flestra sinna ferða á hjólinu það tekur hann víst ekki nema 20 mín að fara héðan og út í fluggarða (rétt hjá flugstöðinni á Reykjavíkurvelli).
mánudagur, október 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli