Þá er komið að Bráðavaktarbloggi vikunnar c",)
Þátturinn byrjar þar sem Kerry er í morgunþætti í amerísku sjónvarpi og á að gefa þáttastjórnendunum flensusprautu. Eithvað hentaði konunni illa að vera í viðtali í sjónvarpinu um leið og hún sprautaði því hún gleymdi að skipta um nál á sprautunni, og jafnvel bara skipta alfarið um sprautu, á milli þess sem hún sprautaði þáttastjórnendurna. Hmm ekki gott, hvað þá svona í beinni úrsendinu. Aumingja konan fraus alveg gersamlega.
Dr. Gallant er enn með ´"móðursjúku" "ímyndunarveika" sjúklinginn sinn úr þar síðasta þætti. Hann er alveg viss um að hún er með einhverskonar hjartasjúkdóm ef ekki bara kransæðastíflu. Hann fær hjartasérfræðing til að kíkja á konuna og sá kannaðist við konuna frá því áður og hafði því enga trú á að nokkuð væri að henni og segir Gallant að útskrifa hana. Hann er tregur til og dregur aðeins að útskrifa hana.
Abby er í tómu tjóni með fiskabúr sem sett var upp í biðstofu sjúklinganna en fiskarnir í því endast varla sólarhringinn þ.e.s. þeir synda aðallega á hvolfi eða þannig sko. Abby greyið veltir mikið fyrir sér afhverju hún drepi fiskana umvörpum en kemst ekki að neinni góðri niðurstöðu. Hmm skrýtin lykt af vatninu??Deildin er öll á öðrum endanum enda er engin hjúkrunarstjóri á deildinni þau hafa víst farið í gegnum þá eins og einnota glös. Kerry biður Abby um að finna sig síðar um daginn Abby segist muni gera það en kemur sér svo hjá þvi þegar þar að kemur.
Carter er abbó því að Abby fór út á stelpukvöld með samstarfskonum sínum á Bráðavaktinni og er svoldið sár yfir því að ná ekki uppúr henni hvað þær gerðu. Svo heyrir hann að Abby hafði sennilega verið að drekka og ákveður að ræða málið við Susan. Susan greyið kemur alveg af fjöllum því hún hafði ekki hugmynd um að Abby ætti við áfengisvanda að stríða. Hún fer svo og ætlar að ræða við Abby um málið og segir Abby að Carter hafi talað við sig haldadi að hún (Susan) vissi um vandann. Þær fara saman inn á kvennaklósett og ætla að tala saman þar en verða þá varar við að einhver missir sprautu inni á einum básnum. Út úr básnum kemur engin annar en Kerry Weaver sjálf. Hvað var hún að gera þarna er hún orðin fíkill eða var hún að æfa sig ????? Da da da damm.
Abby býður Carter kósy kvöld heima eftir vinnu en Carter hálf færist undan með þeim orðum að hann þurfi að vera í vinnunni a.m.k. fram yfir vaktaskipti.
Dr. Kovac tekur á móti stelpu sem virðist við fyrstu sýn vera með þvagfærasýkingu sem hún hefur jú oft fengið áður. Móðir stúlkunnar er álitleg með afbrigðum og meðan beðið er eftir niðurstöðum úr ransóknum á stelpunni skreppa Kovac og maman aðeins inn í röntgenmynda skoðurnar herbergið og fá sér einn stuttan. Susan sér til þeirra þegar þau koma út, frekar úfin og rjóð. Kovac heldur því fram að hann hafi bara týnt röntgenmynd, hmm sumum dettur í hug að leita að röngen myndum á skrítnum stöðum. Susan trúir honum náttúrlega ekki og segir Abby frá þessu og biður hana að tala við Kovac. Segja honum að þetta gangi náttúrlega ekki. Abby er nú ekkert sérlega ginkeypt fyrir verkefninu.
Stúlkuræfillinn með þvagfærasýkinguna reynist vera veikari en svo nýrun í henni eru að bila og það þarf að leggja hana inn. Oops nú verður hún og móðir hennar viðloðandi sjúkrahúsið en útskrifast ekki strax eins og Kovac hafði ráðgert þegar hann potaði í mömmuna. Stúlkan tekur fréttunum um veikindin af stóiskri ró og telur að þetta sé engin tilviljun heldur tækifæri til að fá foreldra sína til að hætta við að skilja.
Ímyndunarveiki sjúklingurinn hanns Gallants fer í hjartastopp og þrátt fyrir hetjulegar tilraunir Gallants, Carters, Pratt og fleiri tekst ekki að bjarga henni. Gallant missir sig alveg við hjartasérfræðinginn og hellir sér yfir hann. Carter tekur málstað Gallants gegn hjartalækninum eftir nokkur orðaskipti. Pratt böggar Gallant aðeins of mikið og Gallant kýlir Pratt kaldann. He he he búin að láta mig dreyma um svona atriði lengi þoli Pratt alls ekki. Kerry tekur Gallant á teppið síðar um daginn fyrir að vera með slagsmál á bráðavaktinni en þegar hún heyrir hvern hann sló ákveður hún að láta málið niður falla, kanski vegna þess að Pratt heyrði til þeirra, hmm.
Susan talar við Kovac um að það sé ekki sniðugt að sofa hjá mæðrum sjúklinga á spítalanum og stuttu síðar heldur Abby sama pistilinn yfir honum. En hann var nú sennilega búinn að komast að þeirri niðurstöðu af sjálfsdáðum þegar þarna var komið.
Abby sér til Carters þar sem hann er að fara heim og ekki einusinni komið alveg að vaktaskiptum. Hún reynir að tala við hann en hann er bara fúll á móti yfir því að hún skuli ver að drekka. Hún eltir hann alla leið út á lestarstöð og borgar sig meira að segja inn svo hún geti elt hann alla leið út á lestarpall. Reynir að segja honum að hún drekki ekki mikið og ráði alveg við drykkjuna og telur upp drykkina sem hún hafði drukkið síðustu vikur. Carter neitar alfarið að ræða málið af einvherju viti og skilur Abby efitir eina á brautarpallinum. Sniff sniff. Þega hún kemur svo aftur á Bráðavaktina eru henni afhentir allskyns pappírar um mönnun á deildinn og ýmsa aðra hluti. Hún reynir að banda þeim frá sér en þá er henni tilkynnt að hún sé nýji hjúkrunarstjóri deildarinnar. Jibbí, það var víst það sem Kerry hafði ætlað að segja henni. Seinna um daginn ræðast þær svo við Abby reynir að malda í móinn en það er til einskis Kerry er alveg harðákveðin í þessu.
Susan segir Kerry að þær Abby hafi séð til hennar missa sprautuna á kvennaklósettinu fyrr um daginn. Kerry reynir að neita öllu til að byrja með en gefst svo upp og segist vera að sprauta sig með hormónum. Trúi nú hver sem vill !!
Gallant og Pratt sættast svo í lok þáttarins Pratt fylgir Gallant út en fer svo inn aftur. Heldur rakleiðis inn á biðstofu þar sem hann heilsar fiskunum með orðunum " Pabbi er kominn" grípur matarboxið þeirra og gefur þeim. He he þarna er sökudólgurinn kominn sem sér til þess að fiskarnir eru offóðraðir og vatnið úldnar og verður óíbúðarhæft.
Þá er þessu lokið þessa vikuna. Endilega sendið mér harðort kvörtunar bréf á kommenta kerfið ef eithvað vantar uppá c".)
föstudagur, október 31, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli