Loksins loksins tóks að koma öllum börnunum í leikskóla og skóla. Ég náði loksins í deildarstjórann á vöku og hún reddaði vöktunum sem mig vantaði fyrir mig ég verð á kvöldvöktum á morgun og hinn og svo á föstudags morguninn. Svo eru síðustu dagarnir mínir þarna á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Ég fæ semsagt meiri samfellu í námið en ég átti að fá og mikið finnst mér það frábært kanski næ ég þá aðeins áttum þarna og get kanski náð mér í efni í 7 og hálfu blaðsíðuna sem mig vantar uppá í ritgerðina mína.
Ég horfði í forundran á sjónvarpsþátt á stöð 2 í gærkvöldi. Hann var um ferð nokkurra Norðurljósa manna upp á Kilimanjaro. Það sem fólk leggur sjálfviljugt á sig Vááá. Að ganga svo dögum skiptir klukkustundum saman uppí móti yfir allskyns túndrur og torfærur. Þjakaðir af háfjallaveiki sem lýsir sér meðal annars í niðurgangi, ógleði, svima. Þjást af svefnleysi vegna kulda og niðurgangs og halda samt áfram að ganga í 8 - 16 tíma á dag. Reyndu þeir að taka lyf við veikinni sem á að auðvelda súrefnisupptöku í blóð og græddu á því náladofa í rassinn (að þeirra sögn). Samræðurnar í pásunum hjá þeim minnti á morgunverð á elliheimili þ.e.s. umræður um svefn(leysi), hægðir og lyf t.d. sköpuðust fjörugar umræður um hvort rétt væri að reyna að taka Imodium við niðurganginum. Ákvörðun var tekinn í kjölfar þessara umræðna að gera það ekki vegna hættu á harðlífi, alveg heillandi umræðuefni í sjónvarpsþætti á mánudagskvöldi. Greinilegt var að súrefnisskorturinn gerði þá létt ruglaða í leiðinni bláir um varir, nef og eyrnasnepla hegðuðu þeir sér á stundum eins og eftir 5 glas á barnum. Einn áfanginn á leiðinni sem kviðið var fyrir var hinn bratti Morgunverðarveggur sem ber víst það nafn því þar skilja göngugarpar víst morgunmatinn gjarnan eftir lítið notaðann. Enn gaman!! Þegar þeir voru farnir að nálgast toppinn mættu þeir mönnum sem komu hlaupandi niður fjallið með kvennmannsgrey á milli sín sú hafði veikst illa af háfjallaveikinni á toppnum og nú var verið að reyna að hraða henni niður það gekk þó ekki betur en svo að hún missti sjónina tímabundið. Vá þetta er sko eithvað sem mig hefur alltaf langað að gera í fríinu mínu klöngrast upp fjall í marga daga aðframkomin til að fárveikjast og missa sjónina, NOT!!! Íslensku göngugarparnir komust á endann á toppinn og enginn þeirra dó eða veiktist illa. Ég verð að segja það að ég held að fólk sem leggur þetta á sig í frístundum hafi það aðeins of gott í daglegalífinu þegar þetta flokkast undir frábært frí.
Þá er best að fara að reyna að grafa eithvað af heimilinu úr rústunum og fara svo að kaupa afmælisgjöf handa syninum. Annars var ég að velta því fyrir mér hvort það væri ekki bara hægt að leigja nokkra dópista og láta þá liggja eins og hráviði hér og þar um húsið og hafa bara svona dópgrenis þema í afmælisveislunni ??? Hvenær sem hún svo verður ????
þriðjudagur, október 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli