Nú er ég heldur betur búin að sofa út ég náði að sofa fram til klukkan hálf ellefu í morgun hef ekki sofið svona lengi í þó nokkurn tíma. Ég er að velta fyrir mér hvort þetta hafi nokkuð verið rúðuúða eitrunaráhrif. Anna ákvað nefnilega í gær að það þyrfti að þrífa hérna hjá okkur og tók sér rúðuúða í hönd og speyjaði honum víðsvegar um íbúðina en megnið af brúsanum fór í sængur og kodda foreldrana. Lyktin í húsinu var all svakaleg þegar við Guðni komum heim af foreldrafundi á leikskólanum í gærkvöldi. Og lyktin í herberginu okkar var óbærileg og er eiginlega enn. Ég hafði þrifið upp pollana eftir hana en fann ekki sængur og kodda slysið fyrr en ég fór að svæfa Önnu. Ég henti mér uppí rúmið og bamm beint með höfuðið á rennadi blautann koddann og tók andköf af stekri lyktinni OJJJ. Anna var aftur á móti hæst ánægð með framtakið og tilkynnti mér brosandi " ANNA DULLA RÚMIÐ" það þarf greinilega að finna framkvæmda gleði ungu konunnar einhvern betri farveg.
Bjössi og Ólafía kíktu í örheimsókn í gærkvöldi ég missti því miður af þeim þar sem ég var að berjast við að koma Önnu í háttinn :-( það passaði akkúrat að ég kom fram þegar hurðin skall á hælana á þeim. ***stuna***
Jæja nú dugar þessi leti ekki lengur ég þarf víst að fara út með Leó hann er ekki búinn að pissa né kúka innan dyra enn sem komið er í dag og ég stefni að því að halda því þannig. Við fórum í klukkutíma göngutúr áðan alveg frábært. Ég er stundum að hugsa það þegar fólk dæsir yfir því að það sé ómögulegt að vera með hund þeir þurfi svo mikla hreyfingu. Hvað með okkur mannfólkið þurfum við ekki líka mikla hreyfingu !!!! Að fara út að ganga í 1-2 tíma á dag er öllum hollt mönnum og dýrum og hana nú.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli