fimmtudagur, október 09, 2003

Já það klikkaði sko ekki að setjast fyrir framan ER í gær vá hvað er langt síðan ég hef notið sjónvarpsglápsins svona mikið. Ég meira að segja hrökk illilega við þes. mér brá og það hefur ekki gerst ó ofboðslega langan tíma.
Til að vinir í útlegð geti fylgst með því sem gerist mun ég reyna að pósta hér hápunktum úr hverjum þætti í hverri viku. Þeim sem eiga eftir að horfa á þáttinn er vinsamlegast bent á að hætta að lesa hér.

Þátturinn byrjaði þar sem frá var horfið síðast Carter, Abby, Chen, hvað hann nú heitir nýji svartilæknirinn (heitr víst Gregory Pratt ég varð að gá á netið) og einn heimilislaus róni eru í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkingar sem kom upp á spítalanum. Smitvarnanefnd ákveður að loka þurfi spítalanum og þau fimm þurfi að vera í einangrun á spítalanum ásamt upphaflegu sjúklingnum og foreldrum hanns. Upphefst mikill hasar við að flytja alla sjúklinga burt af spíalanum og loka öllum deildum. Dr. Kovac og Dr. Romano lendir saman á þyrlupallinum uppi á þaki því Romano er að frekjast og vill að sinn sjúklingur fái forgang í þyrluna. Vinnur rifrildið og er að koma sjúklingnum sínum fyrir í þyrluna þegar hann missir pappírana hanns þeir detta á þakið og hann beygir sig eftir þeim og KRASS BAMM rekst í aftari þyrluspaðann og vinstri handleggurinn þeytist af og langt út á haf (að vísu bara á þakið en þetta bara rímaði svo flott). Kovach og félagar rjúka til við að stöðva blæðinguna og leita að handleggnum sem finnst á endanum. Þyrlan er óflughæf svo nú eru góð ráð dýr 3 sjúklingar á þakinu og bara ein lyfta. Romano er hraðað á skurðstofuna til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Sjúklingur Kovacs fer niður með lyftunni en Susan verður alein eftir með 68 ára gamla sjúklinginn hanns Romanos. Til að gera langa sögu stutta tekst að tjasla Romano saman að einhverju leiti en ekki var útséð í lok þáttarins hvort hann héldi hendinni en það var þó líklegt. Sjúklingurinn á þakinu fer í hjartastopp og Susan er ein að reyna að basla við að lífga hann við meðan hún bíður eftir lyftunni. Endurlífgunin ber ekki árangur svo hún reynir að fara með sjúkliniginn lyftunni niður að finna hjálp en það er auðvitað enginn á yfirgefnum spítalanum. Carter og Abby stytta sér stundirnar í einagruninni með því að gera hitt. Að tveimur vikum liðnum er ljóst að þau hafa öll sloppið við smit og mega fara heim.
Á meðan á öllu þessu gekk var Elisabeth að reyna að fóta sig að nýju á spítalanum hjá pabba sínum í Englandi. Þar er hún undir einhvern breskan monthana lækni seld sem gerir allt til að gera henni lífið leitt. Hún fær tilboð í húsið þeirra Marks í ameríkunni en finnur að hún getur ekki selt húsið. Á endanum ákveður hún að snúa aftur til ameríku.
Þátturinn endar svo á ljúfu nótunum þar sem Carter og Abby fara niður á strönd og hann er að reyna að ræða um framtíð þeirra og svo videre en hún vippar sér úr öllum fötunum og hleypur út í sjó.
Hér er linkur á síðu NBC um ER

Hér læt ég ER skrifum vikunnar lokið og bíð bara spennt eftir næsta þætti. Ef einhver hefur eithvað við umfjöllun mína að athuga eða hefur einhverju við að bæta legg ég til að sá hinn sami tjái sig hér að neðan.
Annars er ekkert héðan að frétta nem að Leó pissaði ekkert á svefnherbergis gólfið í nótt JIBBÍ. Ég er svoldið að velta fyrir mér ástæðunni fyrir þessu. Hann hefur nefnilega alltaf sofið mín megin en pissað Guðna megin við rúmið. Ég tengdi það því að það er lengst frá bælinu hanns. En í nótt svaf ég Guðna megin og öfugt Leó var nú ekkert sérlega hress með þessa skipan mála hljóp í kringum rúmið kíkti uppí báðu megin og vældi. Og ætlaði hreint ekki að fara að sofa meðan allt væri í svona óstandi í herberginu. Með því að látast ekki heyra þetta kvart og kvein í c.a. klukkutíma gafst hann á endanum upp og sofnaði. En hann pissaði ekkert "mín" megin við rúmið og ekki "sín" megin heldur. Hmm I wonder why.

Engin ummæli: