Enn á ég við einhverja tæknilega örðuleika að stríða íslensku stafirnir detta út af og til og annað hvort kemur eithvert bull í staiðnn eða eitthvert austurlenskt myndletur japanskt eða kinverskt. Þett er nú farið að verða svolítð þreytandi ég verða að segja það og hana nú.
Ég er langt komin með skít verk morgunsins og nú er svo komið að ég setti Get off kristalla undir sófan og rúm okkar hjóna þar sem Leó hefur fundist upplagt að nýta sér þessa staði sem náðhús. Enda fáfarnir með afbrigðum og þarf af leiðandi hægt að vera þar í næði við sína iðju. Ég hlakka mikið til þess dags þegar hann hættir að komast þarna undir.
Fór út að ganga með pabba milli kl. 9 og 10 í morgun hverfið var morandi í krökkum enda íþróttadagur í Flataskóla og allt næsta nágrenni skólans nýtt til leikja og íþróttaiðkunar. Þetta skapaði okkur smá vanda þar sem Leó breytist í steypuklump í bandi þegar reynt er að ganga framjá börnum. Hann veit nefnilega ekkert skemmtilegra en krakka og vill helst fá að leika við öll þau börn sem við rekumst á á göngum okkar. Með herkjum tókst á endanum að koma honum áleiðis frá börnunum en ég mátti bera hann burtu því það gekk ekki að reyna draga steypuklumpinn á eftir sér. Ég verð að vera búin að finna lausn á þessu máli áður en hann verður 25 kg því ég sé ekki fyrir mér að ég beri hann mikið þegar fullri stærð er náð. Hér fyrir utan hittum við svo póstinn okkar sem er örugglega einn fábærasti póstburðarmaður síðan pósturinn Páll var og hét. Þessi er sko með sín póst mál á hreinu enda finnur maður það strax þegar hann fer í frí. Jæja hann tók okkur tali og þá kom í ljós að hann á tveggja ára gamla border colie labrador tík. Við ræddum um stund dásemdir þessarar hunda tegundar (blöndu). Svo fékk ég hrós fyrir að vera búin að kenna Leó að setjast eftir skipun :-) þar sem hann er víst í yngri kantinum til að vera búin að læra þetta. Og nú eru Leó og pósturinn orðnir vinir svo þar er vonandi búið að setja undir þann leka að Leó nagi póstburðar fólk.
þriðjudagur, október 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli