Jæja þá er Leó orðinn gildur meðlimur í hundasamfélaginu þ.e.s. það er búið að skrá hann. Skráningin kostaði litlar 8100 krónur, 6100 í skráningargjald og 2000 kr í eftirlitsgjald það er nebblilega svo lítið eftir af árinu. Eftirlitsgjaldið á ári verður svo 9600 en þegar Leó er búinn að fara á hvolpanámskeið lækkar gjaldið um helming. Eftir þrjár vikur fær Leó svo merkispjald frá bænum með skráningarnúmerinu sínu og öllum upplýsingum um hann. Nú á Leó bara eftir að fá síðustu bólusetningarnar á fimmtudaginn og þá getur hann farið að hitta aðra hunda. Við hlökkum svo mikið til.
Ég skil nú ekki hvað fólk er að meina með því að segja að allir hundar eigi að kosta eithvað því að eigendurnir fari betur með þá þegar það liggur fjárfesting í þeim. Ég veit nú ekki betur en að það liggi þónokkur fjárfesting í Leó greyinu sem við fengum þó alveg gefnins. Bólusetning og örmerking 6000.- og svo skráningin 8100.- Þetta gera 12100,- krónur enn sem komið er. Inní þessu er ekki fóður, búr, bæli og annað sem fjárfest hefur verið í fyrir litla krúttið okkar. Annar kostnaður sem vitað er um er næsta bólusetning sem kostar 4000.- og svo hvolpanámskeiðið 15000.- þar eru komnar 19000 + 12100 = 31100 . Svo hundur er alltaf fjárfesting a fjórum. Ég held að ef fólk fær sér hund skipti vermiðinn á hundinum sjálfum ekki nokkru máli uppá hvort það sinnir honum almennilega eða ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli