fimmtudagur, október 23, 2003

Ég verð að hryggja ykkur með því að ekkert Bráðavaktar blogg verður þessa vikuna þar sem ég var að vinna og sá ekki þáttinn SNIFF SNIFF. Ef einhver nennir að skrifa útdrátt í commentakerfið væri það vel þegið.
Ég er þessa dagana að klára vinnuskylduna á Vöku þar er í gangi Noroveirusýking (niðurgangspest) svo það er búið að útbúa einangrunardeild fyrir sýkt börn á deild 23-E þar vinn ég núna. Deild 23-E átti að verða deild fyrir ungabörn, hjartveikbörn og hágæslabarna en þessi deild mun víst ekki verða opnuð vegna fjárskorts og fleira. Húsnæðið stendur autt eins og er og það er víst ekki alveg ráðið hvað verður gert þarna en líklegt að einhverjar af hinum deildunum í húsinu fái aukapláss þarna. En við höfum eins og er afnot af tæplega hálfri deildinni undir einangrun. Þetta er frekar skrítin upplifun að vinna þarna, eftir að við komum í vinnuna megum við ekki fara um spítalann við erum innilokaðar þarna þangað til við förum heim. Ef okkur vantar eithvað eins og tildæmis mat eða einhver hjúkrunargögn hringjum við yfir á vöku og biðjum þau að koma dótinu til okkar. Það fer þannig fram að einhver kemur með góssið skilur það eftir utan við dyrnar á deildinni og forðar sér svo. Við stígum svo útfyrir og kippum dótinu inn. Ég hef á tilfinningunni að ég verði svo alveg húðlaus á höndunum eftir þetta ævintýri eftir alla handþvottana og sprittunina sem maður má framkvæma. Gleðifréttirnar eru samt þær að enginn starfsmaður hefur enn sem komið er fengið veikina sem þýðir að handþvotta og hreinlætismál á deildinni eru í mjög góðu lagi og bera deildinni gott vitni. Ég get nú ekki að því gert samt að ég hlakka óskaplega til þegar ég lýk þessum áfanga í verknáminu.

Engin ummæli: