sunnudagur, október 05, 2003

Jæja þá er maður kominn á fætur. Húsið fylltist af börnum strax kl. 8:30 N.B. ÞAÐ ER SUNNUDAGS MORGUNN !!!! Fyrst mætti vinkona Ásdísar sem er hér aðrahvora helgi hjá pabba sínum. Stúlkan sú er morgunhani með afbrigðum og er oftast mætt hingað um kl. 8 þá daga sem hún er hér og jafnvel fyrr. Steininn tók nú endanlega úr hér í sumar þegar hún var mætt kl. 6:30 þá sögðum við Guðni nú stopp. Við höfum engann áhuga á að vakna við dyrabjölluna kl. 6:30 um helgar við vöknum helst ekki svona snemma á virkum dögum hvað þá um helgar. Jæja í kjölfar ungu stúlkunnar í morgunn kom svo bróðir hennar stuttu síðar mættu svo frænka og frændi umræddrar stúlku svo að fyrir kl. 10 voru komin 4 börn í heimsókn og einn hundur. Umræddur hundur er eign áðurnefnds morgunhana og heitir Perla. Leó kættist mjög við að fá Perlu í heimsókn en ekki er hægt með góðri samviksu að segja að Perla hafi verið jafn ánægð að sjá hann. Sem betur fer hafði skaranum verið gert að skila sér heim klukkan hálf ellefu þannig að akkúrat núna er bara fjölskyldan í kotinu. Úff hvað mig langar mikið að leggja mig aftur.

Engin ummæli: