föstudagur, október 31, 2003

Happy Halloween allir !!!

Er alveg dofin eftir allan svefninn ég svaf sko með smá hléum til kl. 11 mikið var rosalega gott að sofa svona út. Ég vaknaði ekki einusinni af sjálfsdáðum heldur hringdi deildarstjórinn á 12-E að biðja mig að vinna um jólin og ég tók nú bara vel í það. Ég verð að vinna á jóladagskvöld en fæ í staðinn frí annan daginn um helgina milli jóla og nýárs. Ég vildi jóladag frekar en Nýársdagsmorgun af óviðráðanlegum ástæðum. Svo á ég eftir að ganga frá því hvort ég vinn aðfangadagskvöld á B-5 en mér stendur það til boða ef ég vil. Ég er ekki búin að ganga frá því en ég er svona að hugsamálið. Get að vísu alveg hugsað mér að vinna ég er nefnilega svo skrítin að mér leiðast jólin alveg óskaplega. Mér fundust þau skemmtileg hér í den tíð en síðustu 10 árin eða svo hef ég eiginlega helst viljað aflýsa jólunum með öllu. Þrír dagar af stanslausum jólaboðum, áhyggjur af því að börnin eigi ekkert til að fara í seinni tvo dagana þar sem jólamaturinn á það til að fara niður á fötin á aðfangadagskvöld. Krakkarnir orðnir úttaugaðir og þreyttir á öllu áreitinu og ég lítið betri og jafnvel verri ef eithvað er. Ég sakna svoldið jólanna hér í den fjölsyldan saman matur kl. 18:00 svínakótelettur með raukáli og kartöflum. Þegar búið var að borða og þvo upp voru pakkarnir opnaðir í rólegheitunum. Jólakortin opnuð yfir kaffibolum, kókglasi og nammi. Svo settist maður niður lék sér að dótinu sem maður fékk eða las bók sem hafði komið úr einhverjum pakkanum. Allt í ró og frið. Það eina sem ég sakna ekkert við þetta er jólaveikin sem bankaði iðulegast uppá um kl. 24 en þá var mínum litla granna líkama nóg boðið ofát af verstu gráðu nammi og uppáhaldsmaturinn sögðu til sín og yfirgáfu staðinn í snatri. JÁ ég var oggulítil og grönn í þá daga rétt eins og tannstöngull ótrúlegt en satt og ég þoldi nánast ekki að borða neitt nema þá rétt eins og fugl. Jóladagur og annar í jólum fóru í það að vera með fjölsyldunni heima spjalla saman,spila og hafa það náðugt. Those were the days. Ég fór að vísu alltaf til Guðlaugar í afmælisveislu á Jóladag og það var alveg frábært, mamma Guðlaugar býr nefnilega til BESTA rækjusallat sem til er í þessum heimi og jafvel víðar. Að maður tali svo ekki um aðrar kræsingar sem voru í boði svo sem kakó með rjóma og svo Rice Crispies kökurnar mmmmmmmmmmm NOSTALGÍA í fullum gangi hér. Svo á Guðlaug fjölskyldu sem er skemmtileg með afbrigðum. Halli bróðir hennar er óborganlegur prakkari og maður fékk nú oft að kenna á því. Þessi ágæti siður lagðist því miður af þegar ég náði mér í maka því hans siðir gengu fyrir. Sniff sniff. Nóg um það en ég er alvarlega að hugsa um að vinna þessi jólin en hafa áramótin frí.
Nóg um það ég er að fara í klippingu á eftir JIBBÍ ég hlakka svo til ég hlakka altaf svo til. Enda er ég komin með lubba hárið yfir eyrunum er að nálgast að ná niður á mið eyru og hárið í hnakkanum er sennilega orðið 3ja sentimetra langt OMG ég ræð ekkert við allt þetta hár. HE he he. Það vildi til að börnin á vöku voru ekki svo kresin á útlit en ég held að hjartsjúklingarnir mínir þoli ekki að mæta Gilitrutt fyrst á morgnana.
Jæja ég er farin að hafa mig til.

Engin ummæli: