þriðjudagur, október 14, 2003

Ég fékk tvö símtöl áðan sem mér þótti afskaplega vænt um fyrra símtalið var Dedda ömmusystir mín að óska mér til hamingju með daginn í gær. Það er alltaf jafn gaman að heyra í henni hún hefur svo frábæra sýn á lífið og tilveruna og ég er oftast svo algerlega sammála henni. Tók af henni loforð um að við myndum hittast næsta sumar fyrir norðan. Hitt símtalið sem ég fékk var frá Öbbu móðursystur minni sem hringdi í sama tilgangi og Dedda. Tvö símtöl úr Grænavatni sama daginn hversu góður getur einn dagur orðið ég bara spyr. Abba er ein af þeim frábærustu manneskjum sem ég hef kynnst um æfina hefur alla tíð verið mér afskaplega góð.
Af öðrum fitjurum er það að frétta að Guðni er nýjasta fórnarlamb pestarinnar og liggur þessa stundina steinsofandi inni í rúmi með hita og allt. Ásdís og Pabbi eru enn ekki farin að sýna merki um pestina en ég býst fastlega við því að það breytist fljótlega.
Ég er búin að komast að því að það er fíknvaldandi að fara út að labba með hundinn ég finn að ég verð alveg ómöguleg ef ég fer ekki amk. klukkutíma göngu með hann á dag. Það veldur mér svipaðri vanlíðan og þegar ég reyndi að hætta að reykja af sjálfsdáðum ein og óháð hér í den. Ég er búin með stóran part af dagskammtinum í dag en er að hugsa um að skella mér í restina og kanski rúmlega núna.

Engin ummæli: