þriðjudagur, október 14, 2003

Jæja þá er enn einn dásemdar og dýrðar dagurinn runnin upp Árni vaknaði með 38.6 stiga hita. Var komin með hita í gærkvöldi grét fögrum tárum yfir því að hann mundi missa af bekkjarmyndatökunni sem átti að fara fram í dag. Ég mældi Önnu líka svona upp á grínið í gærkvöldi brá svoldið þegar ég sá niðurstöðuna 38.2 hún var ekki svo heit viðkomu á enninu en maginn á henni var alveg brennandi heitur. Hún virkar semsagt að nánast öllu leyti eins og Ásdís gerir. Anna hefur svo sjaldan orðið veik að ég kann ekki alveg á hana ennþá í þeim gírnum. Ásdís var og er þannig að ef hún fær hita finnur maður það aðeins með því að leggja hendina á magann á henni ef hann er eins og grillpanna á skyndibitastað þá er hún með hita á sama tíma getur ennið verið normalheitt eða jafnvel kalt. Þetta gabbar mann dáldið ef maður er fastur í þeim kreddum að hiti finnist alltaf á enninu. Árni hitnar aftur á móti á enninu ekki á maganum, maginn á honum segir manni akkúrat ekkern nema þá að hann sé svangur eða eithvað annað í þeim dúrnum. Aftur á móti hitnar hann um liðamótin og geislar einhverveginn hita þar út, þetta gera stelpurnar ekki.
Í morgun var sú ákvörðun tekin að Árni og Anna yrðu heima í dag en ef Árni yrði sæmilega hress þá færi ég með hann í myndatökuna. Árni var nógu hress eftir 2 parasetamól til að fara. Ég fór með hann og beið og fylgdist með herleg heitunum. Þetta var alveg rosalega gaman að fylgjast með bekkjarmyndatöku rifjaði upp 19 ára gamlar minningar. Í Flataskóla eru teknar bekkjar og einstaklingsmyndir í 2. g 5. bekk í Kársnesskóla þegar ég var þar var aðeins tekin mynd í 12. ára bekk. Mér finnst alveg frábært að fá myndir af krökunum 7 ára og svo aftur 11 ára gaman að sjá breytingarnar.
Annars er það af krökkunum að frétta að þau eru ótrúlega hress miðað við hitastig. Árni er í tölvuleik á netinu og Anna er að leika sér að playmo, mikil dásemdarleikföng sem hafa enst frá því ég var 7 ára.
Það væri forvitnilegt að vita hvort leikskólinn hennar Önnu er opin í dag í gær mættu 4 af 13 krökkum á deildina hennar Önnu og á hinum deildunum var víst svipaða sögu að segja. Haustpestirnar hafa semsagt haldið innreið sína í Garðabæ.

Engin ummæli: