fimmtudagur, október 09, 2003

Jæja þá er stöð 3 farin í loftið ég naut þess um stund að rifja upp gömul kynni við uppáhalds þætti úr fortíðinni Alf og Perfect Strangers. Gleymdi um stund að ég er ekki 16 ára lengur voða var það notalegt. Þetta er alveg ótrúlegt að það er búið að vera hægt að horfa á sjónvarpið í kvöld. Og enn er nóg eftir Oz á stöð 2 og Sex and the City á RUV vá ég fer sennilega að fá sjónvarps eitrun á háu stigi. Ég sem hélt að ég væri læknuð af sjónvarpsglápinu enda hef ég lítið horft á sjónvarp síðustu mánuði og hélt ég væri læknuð en nei fíknin er farin að láta á sér kræla aftur. Ef dagskráin á stöð þrjú verður áfram næstu kvöld eins og hún er í kvöld er hætta á að ég festist endanlega við imbann og þurfi stórvirkar vinnuvélar til að ná mér frá honum.

Engin ummæli: