föstudagur, október 17, 2003

Ég eyði þessum föstudegi heima Ásdís var of lasin í morgun til að ég gæti hugsað mér að gera henni og pabba að skilja þau tvö eftir saman. Ásdís er á 3ja degi af hita og það á milli 39 og 40,5. Hún hefur ekki gubbað enn sem komið er í dag og það er nú bara þónokkurt afrek ef miðað er við síðustu daga. Þetta er vonandi merki um að hún sé að hressast. Anna fór í leikskólann í dag í fyrsta sinn frá því á mánudag. Þar hefur víst verið hálf tómlegt um að litast síðustu vikuna og í morgun voru aðeins 4 börn af 13. Árni fór galvaskur í skólann í morgunn. Ég læt mig dreyma um að komast í smá leiðangur á eftir til að sækja mér föt fyrir vinnuna á morgun og hinn. Ef það klikkar þá verð ég sennilega að vera nakin í vinnunni. Ég tel ekki ráðlegt að skelfa nýskorna hjartasjúklinga svo illilega. Svo langar mig að fara í Elkó og sækja nudddýnuna góðu sem ég á að eiga þar ég bíð spennt eftir að prófa gripinn.

Á allt öðrum nótum þá verð ég nú að segja að ég hef sennilega komið mér upp endanlegu og varanlegu ofnæmi fyrir Davíð Oddsyni. Hef nú sennilega aldrei þjáðst mikið af því að mér líkaði vel við hann en framganga hanns í öryrjkamálinu öllu hefur endanlega gert út um það að ég get ekki borið virðingu fyrir manninum og hana nú. Svo bíð ég nú líka spennt eftir því að Halldór Ásgrímsson segi afsér eða bara ríksistjórnin öll. Ég er nú samt að hugsa um að sleppa því að halda nirðí mér andanum á meðan ég bíð. Hvað þarf til að þessir menn geti sagt : við höfðum rangt fyrir okkur og þykir það leitt, þetta hvetur okkur til að gera betur í framtíðinni. Ég myndi kanski íhuga að færa nálina á álitsskalanum úr -250 í núllið ef einhver þessara ráðherra gæti staðið upp og sagt eithvað þessu líkt. Ég ætla nú ekki að halda niðrí mér andanum meðan ég bíð eftir þessu heldur.

Engin ummæli: