miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja það hefur verið nokkur lægð í blogginu hjá mér uppá síðkastið enda hef ég varla haft tíma til að anda hvað þá blogga. Ég er semsagt búin að vera að vinna út á vöku og það var nú bara hreint út sagt kongunglega skemmtilegt þessar síðustu 6 vaktir mínar ég á barasta eftir að sakna þessa alls. Eins og mér leist nú bara ekkert á eftir fyrstu 6 vaktirnar þá voru seinni 6 jafn skemmtilegar. Það er sko búið að vera brjálað að gera og ég hef varla vitað hvað ég heiti þegar ég hef komið heim. Nú svo átti ég frí um helgina en þá var ákveðið að halda uppá afmælið hans Árna á sunnudaginn. Aðfaranótt sunnudagsins fór ég að sofa kl 3 klukkan 4 vaknaði ég við að Leó gelti, klukkan 5 vaknaði ég af því bara, það sama gerðist kl. 6. Klukkan 7 hringdi ástkært samstarfsfólk mitt af 12-E og óskaði eftir nærveru minni á morgunvakt klukkustund síðar ég afþakkaði pent boðið og grét í hljóði krónurnar sem ég gat ekki bætt í veskið þann daginn. Klukkan átta vaknaði ég svo við það að Ásdís var að fara út með hundinn klukkan níu vaknaði ég við að Anna fór fram og klukkan 10 gafst ég upp og fór á fætur. Undirbjó afmælisveislur kl. 13 mættu vinir og bekkjarfélagar Árna svo og hér var fínt strákapartý. Mér til mikillar undrunar var þetta ósköp rólegt og fínt þeir léku sér og voru góðir og stiltir. Um kvöldið mætti svo fjölskyldan mín galvösk í afmæli Árni var að vísu frekar skúffaður yfir því hvað komu fáir hann vildi sko hafa miklu fleiri eins og venjulega. Þegar síðasti veislugesturinn fór fékk Árni greyið svo gubbupestina og stuttu á eftir honum lagðist Pabbi. Pestin var semsagt ekki alveg búin en er það vonadi núna 7, 9, 13.
Á mánudagsmorguninn eldsnemma var ég svo mætt á Vökudeildina brjálað að gera ég er sko orðin útlærð í þrifum og sótthreinsunum vegna Noro veirusýkingar. Ég kláraði svo námstíman minn og fékk MJÖG ásættanlegar einkunnir fyrir að mér skils næstum því fullt hús stiga. Og með því sem ég fékk lægra fyrir komu útskýringar frá deildarstjóranum sjálfum um að ég ætti ekki að fá hærra á þessari deild. En þetta voru liðirnir frumkvæði í starfi og hæfileiki til að skipuleggja eigin störf en það er víst alls ekki ætlast til þess á gjörgæsludeild nýbura að nemarnir fari að hlaupa um og framkvæma og gera sjálfir það þykir víst ókostur frekar en kostur þar skiljanlega. Svo ég er nú bara dáldið mikið ánægð með mitt þessa stundina.
Núna er svo planið að njóta næstu 2ja daga en ég á frí JIBBÍ. Ég ætla sko að horfa á ER í kvöld og njóta þess af inlifun og blogga svo kanski bara útdráttinn í kvöld eða þá í fyrramáli.
Akkúrat núna er ég að hugsa um að fara að slæpast eithvað skella mér svo kanski bara í gæludýrabúð að kaupa mér polla eyði ****sigh****

Engin ummæli: