föstudagur, mars 26, 2004

Þá er dýralæknisheimsóknin búin og viti menn Leó vigtaðist 28,3 kíló og hana nú (ónákvæmar mælingar segja að hann sé 61-62 cm upp á herðakamb). Dýralækninum varð um og ó þegar hún sá Leó "litla" og spurði hvort þetta væir ekki örugglega sami Leó og ég kom með í hvolpasprauturnar um daginn ha ha ha svo hló hún. Eftir að ég tjáði mig eithvað um að mér sýndist hann ekki ætla að taka bordercollie stærðina heldur Labrador stærðina sagði hún "Já STÓRU labrador stærðina". Þar höfum við það Leó er STÓR og á sennilega eftir að stækka smá í viðbót enda er hann bara 8 mánaða. Eftir að hafa fylgst með hegðuninni hjá Leó á biðstofunni var hún ekkert sérstaklega bjarsýn á að hormónasprautan myndi virka en sagði að það væri sko sjálfsagt að prófa, en hún var sammála mér um það að þetta væri sennilega bara border collie innréttingin sem væri að segja til sín með þessum hætti. Hún vildi að vísu líka meina að þetta væri bara svona ofboðsleg lífsgleði og hélt því fram að við ættum nú bara öll að vera svona. Ég veit nú ekki hvort ég vildi búa í heimi þar sem allir færu af límingunum þegar þeir sjá annan mann eða bara yfir höfuð lifandi veru. En sprautuna fékk Leó og við ættum að sjá mun eftir 10 daga ef hún virkar, ég bíð bara spennt.
Ég var að kíkja á hvuttar.net og þar stendur að rakki af labradortegund sé 56-57 cm upp á herðakamb og 25-30 kg OMG Leó litli er tröll. Þess má til gamans geta að Border collie rakkarnir eru 50-55 cm upp á herðakamb og 15 - 20kg. Ég var búin að veðja á að Leó yrði þarna á milli tegunda sérstaklega þar sem hann var minnstu af hvolpunum úr sínu goti. Vá hvað ég var langt frá réttu stærðarhlutfalli þarna. Mikið rosalega langar mig að sjá bræður hans og systur. Svo er dáldið fyndið að mér finnst hann bara oggu lítill enþá.

Engin ummæli: