mánudagur, mars 15, 2004

Ég get ekki annað en mælt með því að fara út með hudninn. Ég fór í gær með Leó niður á Bala og við vorum þar að leika okkur og vesenast í klukkutíma. Á þessum klukkutíma safnaði ég upp nægri orku til að fara og klippa hekkið hér fyrir utan. Ég náði að klára að klippa gljávíðinn og stóran part af Birkinu þegar botninn fór úr dugnaðinum þegar ég klippti í sundur rafmagnssnúruna í klippurnar **ROÐN**
Guðni dugnaðrarforkur og pabbi kláruðu að moka draslinu út úr bílskúrnum og tóku í leiðinni leifarnar af grindverkinu sem er búið að liggja í garðinum hjá okkur í ca. 2ár ef ekki lengur. Þeir fóru líka með allt annað lausa rusl sem hefur verið mér til mikils ama hér fyrir utan, svo nú er garðurinn næstum því snyrtilegur.
Gamli rauður þoldi illa volkið á fimtudaginn og bremsurnar eru sennilega ónýtar,blessaður karlinn hann er orðin of gamall fyrir svona ævintýri. Ég sé fram á að vera bíllaus á næstuni, gaman gaman.
Æi jæja ætli ég verði ekki að fara að sækja Önnu á leikskólann og jafnvel nota tækifærið og viðra Leó aðeins.

Engin ummæli: