Mér tókst að ryðja út úr einu herbergi í gær, þvílíkt afrek. Svo er ég aftur komnn í leti gírinn núna en ég verð að vera búin að hrista það afmér fyrir kl 15 en þá á ég að mæta í vinnuna. Ég er að byrja í 80% vinnu í dag. Ég er búin að komast að því hvenær ég skipti um helgi en það verður eftir páska. Ég er í fríi páskahelgina og næstuhelgi þar á eftir og svo byrjar nýja helgarrúllan. Þá fer ég að geta horft á formúluna í friði. Ekki það að formúlan sé nú beint eithavað til að horfa á þessa dagana. Ferrari þykist ætla að ráða lögum og lofum í ár og ef þetta heldur svona áfram þá hætti ég að horfa.
Inga Lind í Íslandi í bítið er að ná algerum Idol standard hjá mér og því á hún á tilsvar dagsins í dag. Í morgun var hjá henni kona sem var að segja að það mætti ekki drekka hitaveituvatn vegna þess að í því væri svo mikið af þungmálmum sem setjast að í heilanum. Inga Lind var með lausinina á því og svaraði : " Ekki nema sjóða það fyrst"
Best að fara út með hundinn og athuga hvort ég hressist ekki. Sem minnir mig á það. Ég hlakka hrikalega til dagsins á morgun þá er nefnilega hundaskóli kl. 18-20 og eftir það ætlum við að koma við hja bróður Leó í mosó. Guðni ætlar nefnilega að laga tölvuna hjá Eyjólfi sem á bróður Leós. Ég veit ekki hvað hann heitir núna en hann hét Bangsi þegar hann var hjá mömmu sinni, þar hét Leó nú líka Prins Benjamín Leó þar sem fjölskyldan var ekki alveg sammála um nafnið á hann. Leó og Bansi voru hundarnir sem ég var í vandræðum að gera uppvið mig hvorn ég vildi frekar hefði helst viljað fá þá báða. Það verður gaman að sjá hvernig hinn er stærðar og skaplega séð. Hann útskrifaðist af hundanámskeiði hjá Ástu Dóru fyrir viku og það verður líka gaman að sjá hvað hann hefur lært.
mánudagur, mars 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli