miðvikudagur, mars 24, 2004
Hundaskóli er MIKIL vinna en rosalega var gaman. Leó er náttúrlega stæstur og frekastur það er reyndar shaffer hvolpur sem er jafn stór honum en hún er dáldið yngri c.a. 2 mánuðum :-s Fyrst voru gerða æfingar í 45 mínútur í að ganga við hæl, setjast og leggjast. Leó var nú ekki alveg á því að hlýða nokkur sem við hann var sagt til að byrja með en svo fór hann að átta sig á að það var ekkert annað í boði og lagaðist aðeins. Eftir verklegu æfingarnar var farið í skólastofuna þar sem bókleg fræðsla fyrir eigendur fer fram. Þar er þétt setinn bekkurinn enda herbergið lítið. Þar gildir sú regla að hundarnir eiga að sitja/liggja góðir hjá eigendunum og mega ekki vesenast neitt. En þessu fylgir lítill böggull en hann er sá að það má ekki skamma hundana með látum. Í staðinn fáum við vatnsbrúsa og ef hundarnir dirfast að vera með vesen þá fá þeir blauta bunu beint á hnakkann og vá þetta virkar. Leó var orðin rennandi blautur á hnakkanum eftir tímann en hann var líka til friðs eftir fyrstu 10 min. Hann var snöggur að fatta að það var samhengi milli smá hreyfingar og blautrar gusu. En þetta er líka allt annar hundur í dag það er ótrúlegt hvað er hægt að ná miklum árangri með Leó þegar maður fær réttu tæknina í hendurnar. Ég hlakka mikið til að halda áfram á námskeiðinu rosa fjör.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli