.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Jæja þá er ég búin að sjá myndina Monster, fær meðmæli frá mér. Charlize Theron átti alveg skilið að vinna Golden Globe og Óskarinn fyrir hana, hún er alveg hreint mögnuð í myndinni. Cristina Ricci er leikona sem ég hef haft alveg ofnæmi fyrir síðan hún var í Ally McBeal en hún nær að hækka í áliti hjá mér aftur eftir þessa mynd. Merkileg mynd um ömurlega æfi Aileen Wuornos sem var fjöldamorðingi í Bandaríkjunum í kringum 1990. Saga hennar er sögð á einfaldan og skýran hátt ekkert verði að velta sér upp úr ógeði og viðbjóði en samt situr í manni óhugur og hrollur. Eftir að hafa séð myndir af Aileen Wournos og Charlize í gerfi hennar finnst mér alveg ótrúlegt hvað kvikmyndargerðarmennirnir hafa náða að gera þær líkar.Hér geti þið séð myndir af þeim hlið við hlið Ótrúlegt ekki satt, alls ekki eins en nógu nálægt. Ef þið hafið 2 tíma sem þið hafið ekkert við að gera er ágætt að eyða þeim í þessa mynd.
.Hér er svo smá fróðleikur um Aileen Wournos ef þið hafið áhuga
.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli