mánudagur, mars 01, 2004
Ja hérna hér nú hlýtur eithvað slæmt að fara að gerast !!!! Þegar hlutirnir ganga upp og allt gengur vel er það mín reynsla að þá fer eithvað úrskeiðis og oftast eithvað mikið. Lífið getur aldrei fengið að vera gott og notalegt í einhvern tíma í einu það þarf alltaf að taka vinkilbeygju út í skurð ef vel gengur. Í dag var enn einn hluturinn sem mig hefur langað að breyta að breytast alveg af sjálfusér án þess að ég þyrfti að hafa nokkuð fyrir því. Hlutirnir eru búinir að ganga svo ótrúlega upp allir sem einn núna upp á síðkastið að ég er orðin hrædd. Ég fékk aukna prósentu í vinnunni alveg án þess að það væri mikið mál og ég er búin að fá sumarvinnu líka, þetta er nánast ógerlegt í mínum geira þessa dagana. Sjúkraliðanemar sitja um allt með grátstafinn í kverkunum því þeir fá hvergi vinnu og geta því ekki útskrifast. Ég sé fram á að geta útskrifast í vor því ég á að ná að vinna mínar 28 vaktir fyrir 18 maí. Ég fer að vinna 80% vinnu núna 29. mars og var voða happy með það. Eina sem hefur verið að plaga mig en kansi ekki verið mjög alvarlegur faktor er að ég er að vinna þær helgar sem formúlan er og þá helgi sem er fríhelgi hjá vinafólki mínu sem vinnur vaktavinnu. En hvað haldiði rétt áðan hringdi elskulegur deildarstjórinn minn og bað mig um að skipta um helgi svo nú get ég kanski farið að hitta vini og vandamenn og horft á formúluna JIBBÍ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli