miðvikudagur, mars 24, 2004

Ég er búin að vera alveg miður mín núna síðustu mínúturnar en ég rakst á þessa grein á bestivinur.com:

Hundasvæðið á bala sem hefur lengi veri notað af hundafólki án vandkvæða hefur reynst óöruggt fyrir hunda vegna þess að svæðið er ekki girt af og hundarnir geta farið að angra kindur á næsta bæ. Upp kom, þann 24. mars, að þrír hundar fóru yfir á land bóndans en einungis tveir komu til baka. Bóndinn á bænum hafði tekið upp byssu og skaut boxer hund, með þeim afleiðingum að hundurinn lifði ekki af, eigandinn var á svæðinu ásamt eigendum hinna hundanna og sáu þeir bóndann munda byssuna, heyrðu skothjóð og sáu hundinn liggjandi. Þegar fólkið kom að hundinum var hann látinn og hafði hann hlotið tvö skotsár. Kallað var á lögreglu sem fjarlægði vopnið af manninum. Ekki er að svo stöddu vitað um hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér fyrir bóndann.

Texti: Silja Vilhjálmsdóttir

TEKIÐ AÐ BESTIVINUR.COM

Bali hefur verið mitt annað heimili frá því við fengum Leó og tveir hundanna og eigendur þeirra, sem komu við sögu í þessu máli, eru góðir kunningjar okkar en þetta voru english springer spaniel tíkin Lotta (góð vinkona Leós), blendingur nefndur Max og boxer hundur sem hét líka Max (leikfélagi Leós). Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ég hefði farið (eins og ég ætlaði mér) með Leó þarna í dag. Stundum er gott að vera latur, ég er farin að sjá að það er eitthvað til í sögum Thuber Thurber um íkornana. Við hefðum líklegast verið þarna á sama tíma og þau eins og venjulega. Ég held ég taki mér pásur frá því að labba með Leó við Bala á næstunni.
Forsaga málsins er víst sú að í gær réðist Shar Pei hundur á tvær kindur þessa bónda og drap þær. Bóndinn hefur áður orðið fyrir ónæði af völdum hunda sem hafa hlaupið frá Bala yfir í hans land og elt á kindurnar. Lögreglan hefur víst ítrekað beðið bóndann um að beita kindunum ekki á þessu svæði þar sem það er ógirt.
Það var auðvitað að svæðið sem er í mestu uppáhaldi hjá mér til að labba með Leó á sé auðvitað stórhættulegt það er þannig með allt sem er gott eða skemtilegt það er yfirleitt hættulegt eða bannað ef ekki hvort tveggja.

Engin ummæli: