Við erum búin að kaupa parket á svefnherberið. En við keyptum það ekki í BYKO ó nei heldur betur ekki við keyptum það í Europrís. Ég verð nú að játa að ég skil enganveginn vöruúrvalið í Europris þar fæst allt milli himins og jarðar. Mér hefði aldrei dottið í hug að leita að parketi þar en pabbi hafði rekið augun í það um daginn svo við ákváðum að kíkja. Þar var parket sem var þykkara og ótdýrara en í tilboðs parketið sem við vorum að skoða í BYKO. Þetta (eins og parketið í BYKO) er að vísu plastparket en parket er það nú samt og vonandi betra en götótti gólfdúkurinn sem er á gólfinu núna. Þegar ég var að skoða parketið í BYKO þá rak ég augun í svoldið sem mér fannst skondið en það er að sltiþolnin á parketinu var gefin upp í snúningum þ.e.s. parketið sem við vorum að hugas um þar þoldi 7000 snúninga. Önnur parket þoldu 7-9 þús. snúninga. Hvaða snúningar eru þetta eru þetta dans snúningar, vinduhraði á þvottavélinni eða möndulsnúningar jarðarinnar, ég bara spyr. Við spurðum mannin í Europris hvað þeirra parket þyldi marga snúninga og hann horfði á okkur eins og við værum geimverur. Við útskýrðum málið og þá hló hann bara og við reyndar líka. En við erum allavega komin með gólefni sem kostaði aðeins 10550 og þá er undirdúkurinn innifalinn. Nú er bara að skúbba öllu dótinu úr herberginu og leggja parketið á gólfið , vona að það taki ekki 5-7 ár að koma því í verk.
P.S. ég er búin að kaupa tvinnan og er farin að sauma !!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli