sunnudagur, mars 14, 2004

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið viðburðarík og löng helgi. Helgin byrjaði á sumarbústaðaferð í Svignaskarð ferðafélagarnir voru auk mín Una, Friðrik, Árni, Dísa, Ásdís, Grétar, Árni og Anna. Árni var í bíl með Unu, Friðrik og Grétari ég var með Ásdísi og Önnu og svo voru systkinin Árni og Dísa á sínum fjalla Volvo. Ferðalagið gekk vel til að byrja með en við Friðrik og Una misstum fljótt sjónar af Árna og co. en þeim lá voðalega á að komast uppeftir. Ég hef aldrei komið í Svignaskarð áður svo ég setti allt mitt traust á Unu og Friðrik og elti þau í blindni. Við komum að Svignaskarði og sækjum lykilinn en finnum ekki Árna og Dísu upp úr kafinu kemur að þau beygðu á vitlausum stað á afleggjaranum niður að sumarbústaðalandinu og voru föst í drullu svaði á vegaslóða í nágrenninu. Við höldum af stað til að athuga hvort við getum hjálpað þeim en sáum fljólega að það myndi aldrei ganga og ætluðum að forða okkur burt eftir að hafa hringt í staðarhaldarann sem ætlaði að koma á jeppanum sínum og redda málinu. Ekki vildi betur til en svo að frú Guðnýju tókst að festa sig á baka leiðinni og loka Unu og Friðrik inni. Að vísu var ég betur stödd en Árni og co þau voru föst í drullupoli með leðju og ógeð upp á miðjar hliðar á bílnum mér tóks bara að setja vinstra framhjólið ofan í leðju en ekki allan bílinn en þetta var nóg til að ég var pikk föst. Blessaður staðarhaldarinn kom og dró okkur uppúr það ég var ekki lítið fegin að vera laus úr prísundinni og kann ég manninum mínar bestu þakkir fyrir. Við komumst svo loks í bústaðin og þar höfðum við það ósköp notalegt ég svaf að vísu ekki mikið fór að sofa kl. 3 vaknaði aftur kl. 6:15 við að Anna vaknaði við fórum fram í stofu og ég gat platað hana til að leggja sig aftur kl. 7:15 komu Árni og Grétar og ætluðu að fara að spila tölvuleiki þeir voru reknir með harðri hendi aftur upp í rúm. Ég vaknaði endanlega um kl. 10 ekki mikill svefn það. Eftir að hafa verið í góðu yfirlæti í Svigna skarði hélt ég heim með stelpurnar um 3 leytið um daginn. Árni varð eftir í Svignaskarði og kemur heim einhverntímann á eftir. Við vorum komnar heim einhverntímann um fimmleytið enda var svo mikið rok undir hafnarfjallinu og þar að ég keyrði rólega og ákvað að taka mér bara góðan tíma enda lá okkur ekkert á.
Ég var svo mætt spikk og span kl. 20 í keiluhöllina að hitta kvennaklúbbsstelpurnar við spiluðum eina umferð af keilu og ég náði 3ja sætinu og er nú bara stolt af þeim áfanga þar sem ég hef ekki spilað keilu MJÖG lengi. Eftir keiluna fórum við á veitingastaðinn Italíu og fengum okkur að borða ég pantaði mér pasta með kjúklingakjöti og sveppum, MMMMMMMMM.. það var rosalega gott eins og allur matur sem ég hef fengið í gegnum tíðina á þessum frábæra veitinga stað. Eftir þetta tók við pöbbarölt og ég kom ekki heim fyrr en upp úr kl. 3 leiðin lá beit inn í rúm þar sem ég sofnaði áður en höfðuið snerti koddann.
Á laugardags morgunin vaknaði ég svo hress og kát spratt fram úr rúminu og hóf tiltekt á heimilinu enda ekki vanþörf á. Eldhúsið var eins og í einhverslags greni og ekki var baðherbergið betra. Palli var mættur og höfðu þeir Guðni farið í bakaríði og keypt dýrindis kjallarabollur og álegg. Þeir héldu svo út í skúr og kepptust við að rífa, brjóta og bramla og keyra draslið í Sorpu. Um miðjan daginn komu Guðlaug, Helgi og börn og við Guðlaug tókum kjaftatörn meðan strákarnir kepptust við úti. Svo fórum við í verslunarleiðangur, komum heim og grilluðum ofan í drengina þessar líka fínu grísakótelettur. Gulla og dætur mættu svo á staðin og borðuðu með okkur. Þegar máltíðinni var lokið drifu Palli, Gulla og co sig heim en við sem eftir sátum spiluðum Battlefield fram eftir nóttu. Undir morgun drattaðist ég inn í rúm en þó ekki fyrr en ég var búin að horfa á Idolið sem ástkær ektamaki minn tók upp fyrir mig á föstudagskvöldið.
Nú er víst komin Sunnudagur og enn sem komið er er afrekaskráin nú ekkert glæsileg. Verkefnin sem ég get valið úr eru eftirfarandi. Klippa trén úti, taka aftur til, þvo þvott, þvo upp, kemba dætrunum, skúra, liggja í leti og hugsa um allt sem ég á eftir að gera, spila tölvuleiki, horfa á sjónvarpið, lesa Syni duftsins eða Hroka og hleypidóma. Það læðist að mér sá leiðinlegi grunur að ég velji eithvað af síðustu þremur verkernunum en ég get nefnilega hugsað öðruhvoru um allt sem ég á eftir að gera meðan ég spila tölvuleiki, horfi á sjónvarpið eða les bók. Góð afköst það!!!

Engin ummæli: