þriðjudagur, mars 23, 2004

Hvað er að hjá DV að birta skýrslur úr yfirheyrslum yfir ódæmdum einstaklingum, yfirheyrslan er birt orð fyrir orð. Eru þeir að reyna að hjálpa genginu að samræma sögurnar eða hvað ?? Í skyrslunni eru nafngreindir einstaklingar, með fullu nafni, sem koma málinu sem slíku ekkert við hvers eiga þeir einstaklingar að gjalda. Er þetta það sem koma skal að yfirheyrslur yfir sakbornigum í glæpamálum séu birtar í DV um leið og þeim er lokið. Væri þá ekki bara einfaldara að senda þetta beint út á netinu eða kanski á RÚV í staðin fyrir alþingisumræðurnar. Hverjum í ósköpunum datt í hug að láta DV fá þessa skýrslu ég bara spyr. Ég er svo "heppin" þessa dagana að DV dettur óumbeðið inn um lúguna hjá mér á hverjum morgni með fréttablaðinu og mogganum. Ég verð víst að játa á mig að ég hef lesið meira í þessum pésa en hinum blöðunum báðum til samans síðustu dagana. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta mál fór mikið í taugarnar á mér fyrr en ég fór að skrifa þetta hér. Mér finnst DV vera að skríða algerlega fram af brún alls siðgæðis með fréttaflutningi sínum. Myndbirtingar og nafngreiningar finnast mér algerlega óviðeigandi þegar fólk hefur ekki verið dæmt fyrir glæpina sem það er sakað um. Villandi myndbirtinga og mannorðsmorð framin forsíðum dagblaðanna er ekki það sem ég vil sjá.

Engin ummæli: