þriðjudagur, mars 02, 2004

Þá hefur gubbupestin haldið inreið sína á heimilið Anna greyið er búin að vera sárlasin í allan dag og er enn slöpp. Hér hafa verið veikindi í aðra hvora viku síðan í október og ég er alveg búin að fá nóg af þessu. Nú bíður maður bara spenntur eftir því hver verður næstur í gubbuna. Urrr, ekkert skemtilegt í dag!!!! Leó tók sig til og prílaði upp í rúmið okkar Guðna þegar engin sá til og pissaði þar. Sem betur fer, ef það má orða það þannig, var sæng í rúminu sem hann pissaði yfir þannig að það var auðvelt að þrífa eftir hann. Ég uppgötvaði glæpinn ekki fyrr en löngu seinna en þegar hundurinn sá mig koma út úr herberginu þá smellti hann skottinu á milli lappana og hengdi haus. Hann vissi sko alveg upp á sig sökina og meðan ég var að skammast í honum fyrir að pissa í rúmið mitt ákvað hann að pissa bara á gólfið líka. Held hann vanti kanski athyli því Anna er náttúrlega búin að hafa 200% athygli í dag og hann enga.

Engin ummæli: