fimmtudagur, mars 25, 2004

Hér kemur enn eitt svar sem á heima á kommentakerfinu við næstu grein hér að neðan en eins og venjulega þegar Guðný opnar munnin er það alltof mikið fyrir venjulegt comenta kerfi:


Auðvitað vill bóndinn verja kindurnar sínar og ekkert athugavert við það, nema að hann notaði SKOTVOPN til þess. Ég er alveg sammála því að það er ekki réttlætanlegt að hundarnir drepi kindurnar hans. Enginn munur á hundum og kindum í því tilfelli. Satt er að Max boxer kom ekki til baka þegar eigandinn kallaði, það gerðu hinir tveir. Max var ekki að bíta kindurnar en var að elta þær. Það er ekki fallegt að elta kasóléttar kindur, það væri ekkert gamana að vera ófrískur (hvað þá af tvíburum) kominn 8 mánuði á leið og fá þurfa að hlaupa af sér hund. Kindurnar eiga alla mína samúð. Hundurinn sem drap Skjóttu og særði Kollu var af tegundinni Shar Pei, allt öðruvísi en Boxer og sá hundur var eigendalaus og allslaus á ferðinni þarna. Held að bakari hafi verið hengdur fyrir smið í þessu tilfelli. Ég get að ekki lofað því að Max hefði ekki bitið rollurnar ef hann hefði haft tíma til en mér finnst það ólíklegt.
Sökin liggur líka hjá hundeigendunum því auðvitað áttu hundaeigendurnir að passa hundana betur. Sérstalega þar sem vitað er að hundar hafa farið í rollurnar þarna áður, get reyndar ekki verið viss um að þau hafi vitað það.
Það gagnast líka lítið að hringja á lögregluna vegna hunda þarna því þeir mega vera lausir á þessu svæði.
Merkilegt finnst mér líka að bóndi sem elskar kindurnar sínar, hirði ekki um að girða í kringum þær. Honum finnst allt í lagi að beita þeim á ógirt tún sem er við veg þar sem er þó nokkur umferð og það frekar hröð. Að ég tali nú ekki um að þarna er hundasvæði við hliðina. Kindurnar hans eru víst til vandræða í kirkjugarðinum þar sem þær éta blóm og annað á leiðunum. Þær eru álíka vinsælar í kirkjugarðinum þarna eins og kanínurnar í Fossvogskirkjugarðinum. Garðurinn er að vísu girtur en hliðið er víst stundum opið.
Ég get heilshugar tekið undir að fréttamennskan á DV er um margt undarleg og ekki vanþörf á endurskoðun þar. En nafnbirtingarnar í þessari grein eru með vitneskju fólksins sem nefnt er og það finnst mér í lagi. Þau gáfu greinilega öll kost á viðtali og þar með nafnbirtingu. En er sammála að þetta með grátandi barnið í símanum er way over the top.

Engin ummæli: