þriðjudagur, mars 09, 2004

Urr búin að vera með hita, höfuðverk og magapínu frá því á sunnudagskvöld er orðin dáldið leið á þessu :-( Ég komst að því að aumingjaskapur minn í vinnunni um helgina stafaði víst af því að ég var lasinn ekki bara aumingi. Ég hélt nefnilega að nú væri ég endanlega komin úr öllu formi þegar ég fylgdi einstaklingi af deildinni minni niður í kringlu, þar upp götvaði ég að ég hafði gleymt dóti uppi sem hann þurfti að hafa með sér. Ég náttúrlega hljóp á "harða" spretti upp á deild, sótti dótið og hljóp niður aftur. Ég rétt kom einstaklingnum út í bílinn fyrir utan hálf skreið inn og langaði mest að leggjast fyrir á gólfinu í andyrinu og hreyfa mig aldrei aftur. Mér fannst leiðin upp á deild vera svoooooo löng að hún óx mér verulega í augum. Ég rétt hafði það af að komast upp og harkaði af mér það sem eftir var vaktarinnar. Svo harkaði ég af mér aumingjaskapinn til að fara í afmælispartý hjá Ástu Margéti, í nýja húsinu. Frábær veisla í ekkert smá flottu húsi. Þegar ég loksins hafði mig heim, síðust að vanda (það tryggir að fólkið tali ekki illa um mann eftir að maður fer sjáiði til ;-) ) þá gafst ég upp í sófanum og gat ekki meir. Á endanum datt mér í hug að mæla mig og viti menn ég var með hita. Síðan þá er ég búin að liggja fyrir og ég er að vona að nú sé mér að batna. Að vanda var hringt í gær og ég beðin um að vinna kvöldvakt en ég sagði nei er að vísu svoldið svekkt mig vantar bæði tímann og aurinn. En ljósið í myrkrinu er samt það að ég er ekki alveg búin með allt líkamlegt form eins og ég var farin að halda um helgina það er kanski eithvað af því eftir, vona það að minsta kosti.

Engin ummæli: