þriðjudagur, mars 23, 2004

Hana nú þá er enn ein helgin búin og farið að styttast í að ég auki við mig í vinnu. Það var brjálað að gera hjá mér alla helgina. Ég var á morgunvakt á laugardag og kvöldvakt á sunnudag, svo datt upp í hendurnar á mér aukavakt á sunnudaginn, heppin ég. Það var svo brjálað að gera í vinnunni að ég vissi varla hvað ég hét þegar vaktin var búin og þá tók við fundur um Gagnreynda starfshætti sem verið er að koma á á spítalanum. Þetta er voða sniðugt system sem miðar að því að koma nýjustu og bestu rannsóknum og tækni sem fyrst inn í starfið á sjúkrahúsinu. En það tekur víst venjulega 10-20 ár að láta rannsóknir nýtast í starfi. Einnig miðar þetta fína kerfi að því að við séum gagnrýnin á það hvað við erum að gera og hvers vegna og svo á að gera voða fínar starfs og meðferðalýsingar. Alla vega er þetta það sem ég náði út úr fundinum en ég var nú ekki í móttækilegu formi þegar þarna var komið við sögu. Ég byrja svo í 80% vinnu á aðfaranótt þriðjudagsins jibbí jibbí. Það verður gaman að sjá hvernig ástandið verður á mér í haust þegar ég verð búin að vera í 80% í 5 mánuði :-s ofan í 6 manna heimili + gæludýr. Ég fæ að vísu 3 vikna sumarfrí í endan júlí byrjun ágúst. Svo sá ég líka nokkrar 3 daga helgar á vaktaplaninu fram í júní svo ég held að ég ætti nú alveg að lifa þetta af :-)
Ásta Dóra hundaþjálfari hringdi loksins eftir langa bið og nú er komið að því að Leó fari í hundaskóla en hann byrjar í kvöld kl. 18 í Reykjahlíð í mosfellsdal, ég hlakka mikið til.

Engin ummæli: