fimmtudagur, mars 18, 2004

Ég er búin að vera að springa úr framkvæmdagleði núna síðustu dagana. Ég keypti loksins efni í nýjar gardínur fyrir gluggann hjá Ásdísi en það hefur staðið til hjá mér í rúm 7 ár. Þegar við fluttum voru settar upp gamlar gardínur úr Brekkubyggðinni til bráðabirgða. Bráðabirgð hjá mér er greinilega 7 ár. Ég er langt komin með verkið en mér til mikils ama kláraðist tvinninn í gærkvöldi svo ég er stopp enn sem komið er en ætla að fara í Rúmfatalagerinn á eftir og kaupa sækja mér birgðir af tvinna. Kanski kem ég svo í verk að sauma sængurver handa Árna en efnið í það hefur verið upp í skáp hjá mér í 5 ár.
Ætlaði að blaðra eithvað meira en Guðni hringdi og vill fá mig í BYKO að skoða plastparket sem er á viðráðanlegu verði þar. JIBBI kanski fæ ég nýtt gólfefni á svefnherbergið mitt.

Engin ummæli: