Fór í bíó í gærkvöldi og sá einhverja þá bestu mynd sem ég hef séð í langan tíma. Það var svo sem vitað að þessi gæti ekki klikkað. Hverni getur mynd með Jack Nickolsson og Dianne Keaton klikkað það einfaldlega gerist ekki !!!! Something gotta give er hreinlega frábær, fær fullt hús stiga frá mér. Ég hló eins og bestía mestalla myndina og svo þegar ég áttaði mig á að myndin var að verða búin langaði mig ekkert til að hún væri búin. Þetta er mynd sem lætur manni líða svona "warm ´n fussy inside" (góð íslensk þýðing eða staðgengill óskast). Þetta er tvímælalaust besta mynd sem ég hef séð lengi lengi lengi lengi..... það er alveg óhætt að eyða 800 kallinum sínum í þetta ég sé ekki eftir krónu. Það er nefnilega orðið sjaldgæft að ég fari í bíó mér finnst það svo ógeðslega dýrt og oftar en ekki sé ég eftir hverri krónu en ekki í gær, Jibbí !!!!
Mig langar eiginlega að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur..............................
mánudagur, mars 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli