föstudagur, mars 19, 2004

Ætlaði að svara þessu á commentakerfinu en þetta var bara orðið of langt. Til að fá samhengi í skrifin hér þá er best að kíkja á kommentið hennar Dýrleifar neðan við síðsta pistil.

Oh my god ég hafði ekki hugsað þetta svona kanski er líf mitt á heljarþröm og allt á leið í vaskinn. Ahh hvad for helvede það verður þá allavega á nýjum gardínum og sængurveri sem ég fer fram af þröminni.
En elskurnar mínar ekki örvænta það er sko LANGT frá því að vera snyrtilegt hérna MJÖG LANGT. Eiginlega er bara allt vaðandi í rusli og óreiðu. Tvinni og afklippur á víð og dreif hef ekki ryksugað í 2 daga (heimilð þarf að ryksuga 1 á dag ef það á að vera eins og mannabústaður,... það tekst eiginlega aldrei). En það eru nýjar gardínur fyrir, glugganum hennar Ásdísar, eldhúsinu og á baðherberginu og til að kóróna verkið þá er sonur minn nú stoltur eigandi að nýju sængur og koddaveri með þotum á, í stíl við gardínurnar í herberginu. Nýja parketið hefur það gott út í bílskúr þar á það að bíða til bráðabirgða (5-7 ár) en það stendur í leiðbeiningunum með því að það verði að standa í 18° hita í amk. 48 stundir (afstætt hugtak) áður en það er lagt. Þar sem ég er að vinna um helgina á ég ekki von á að það verði lagt fyrr en eftir helgi og jafnvel gæti þurft að bíða oggulítið lengur, allavega situr það við hliðina á dúknum sem var keyptur fyrir þremur árum og átti að leggja á bílskúrinn fljótlega ( fljótlega = 3-7 ár) nú hefur hann félagsskap og þarf ekki að láta sér leiðast lengur.
Á allt örðum nótum, hafiði séð nýju Airwick kristal air auglýsinguna ?? Þetta er með heimskulegri auglýsingum sem ég hef séð lengi !!!! En í henni er kona sem tjáir okkur það að hún hafi alltaf reynt að staldra sem stysðt (styðst, stysst eða hvernig í ósköpunum sem á að skrifa það, meina allavega stutt) við á klósettinu en eftir að hún setti nýja Airwick kristal air þar inn þá þarf hún ekki að flýta sér út lengur og nýtur verunnar betur. Er alltí lagi með fólk, er það virkilega það sem við viljum að fólk fari að setjast að á klósettinu. Er ekki nóg annað sem tefur fólk á settinu þó það þurfin nú ekki að stija þarna tímunum saman að hnusa út í loftið. Ég segi nú bara fyrir mig sem bý á heimili þar sem 5 deila með sér einu baðherbergi ég er ekki líkleg til að kaupa vöru sem gerir það að verkum að fólk fer að hanga á klósettinu í tíma og ótíma, nógu er nú oft erfitt að bíða eins og ástandi er í dag án Airwick.

Engin ummæli: