Ég á pantaðann tíma í dag hjá dýralækninum, Leó á að fá hormónasprautu :-s Ásta Dóra hundaþjálfari stakk uppá að við létum sprauta hann til að athuga hvort hann róist gagnvart öðrum hundum. Ég hef rosalega ótrú á að þetta virki en hún hefur meiri reynslu en ég svo auðvitað tek ég hennar ráðum. Þegar ég pantaði tímann var ég spurð hvort hann væri árásargjarn gagnvart öðrum karl hundum og það er hann alls ekki og bara langt frá því. Stúlkan í afgreiðslunni sem er alger gagnabanki í dýravandamálum útskýrði fyrir mér að sprautan virkaði eins og gelding ef vandamál hverfa með sprautunni þá kemur til greina að gelda þá. Þessi vandamál eru aðallega árásargirni og önnur slík vandamál sem þjálfun hefur ekki náð að laga. Eitt sem ég get nú ekki annað en velt fyrir mér er það Leó er ekki kynþroska enn, hann er ekki einusinni farin að lyfta löpp. Í eina skipti sem hann hefur sýnt tík áhuga var þegar honum eldri hundur var að springa úr gre*** og Leó hélt greinilega að þetta væri einhverskonar leikur og elti þau alveg á röndum, en það var dáldið mikill munur á hegðun Leó og Amors í þessu tilfelli. Aumingja Amor gat ekki gengið fyrir gre*** en Leó hoppaði umm eins og álfur og var að leika og hann hlýddi kalli sem hinn gerði ekki. Elti bolta með hinni tíkinni á svæðinu og ekkert mál. Amor hafði sko ekki áhuga á boltum og hann hafði heldur ekki á huga á að urra á Leó en það gerir hann venjulega þegar þeir eru bara tveir. Ástæðan fyrir því að Ásta Dóra talaði um hormónasprautuna fyrir Leó er sú að hann gat ekki á heilum sér tekið að fá ekki að leika við hina hundana athyglin var öll á þeim og hann grét og vældi yfir því að þurfa að vera í bandi og mega ekki haupa og leika. Þetta hefur hann alltaf gert alveg frá því hann var smá kríli. Ef Leó sér annan hund út um gluggann á bílnum eða bara stofugluggan vælir hann og vesenast því hann vill komast út að heilsa og er alveg ómögulegur ef hann kemst ekki til þeirra. Hann hefur aldrei upplifað áður að þurfa að vera í bandi og mega ekki leika eins og vitlaus allan tímann sem hann er nálægt öðrum hundum ég held að þetta sé aga vandamál en ekki hormóna vandamál. En ef hormónasprautan virkar þá er það fínt það verður gaman að sjá hvað dýri segir.
föstudagur, mars 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli