föstudagur, desember 30, 2005

Allt fyrir aurinn............

Já mikið má á sig leggja fyrir krónurnar he he he ég skellti mér í bíó í gærmorgun kl. 11 með krakkana. Þannig er mál með vexti að Sambíóin bjóða upp á sýningar fyrir aðeins 400 krónur kl. 11 á morgnana milli jóla og nýárs. Það má segja að það hafi verið fullt út úr dyrum og nóg af fólki í bíó svona snemma á virkum degi. Við fórum Harry Potter og það var nánast fullur salur þó að myndin hafi verið sýnd síðan í nóvember. Ég gat nú ekki annað en verið sátt við myndina enda fylgir hún bókinni nokkuð vel og fátt sem ég get fett fingur út í. Eina sem var að angra mig var að ég er ný búin að lesa síðustu bókina og flétturnar í henni (og bókinni) á milli voru að valda mér hugarangri og sorg sniff, sniff.

Við hjónin fundum okkur nýja aðferð til líkamsræktar í gær ég segi nú bara BootCamp hvað fnuss..... Já við eigum okkar eigin "drill sargent" hér á heimilinu sem sér til þess að eldri meðlimir heimilisins haldist í góðu formi. Þegar við hjónin héldum í gær að við værum að fara að sofa þá reyndist það hinn mesti misskilningur.
Við hjónin ætluðum að horfa á Mr & Mrs Smith áður en við færum að sofa en áður en ég fór inn upp hófst hin daglegi leikur hvar er síminn minn sem ég leik á hverju kvöldi. Leikreglurnar eru þær að ég set GSM símann minn á "MJÖG góðan" stað einhverntímann yfir daginn og svo leita ég logandi ljósi að honum áður en ég fer að sofa (nota hann sem vekjaraklukku). Í gærkvöldi reyndist hann vera ásamt fleiru af mínu dóti út í bíl og fór ég þangað út að sækja hann. Við hlunkumst inn í rúm og hefjum kvikmyndaáhorf mikið þegar langt er liðið á myndina rennur upp fyrir mér að ég hafði gleymt símanum frammi **dohhhhh**. Þar sem Guðni átti leið fram þá bað ég hann að sækja hann fyrir mig í leiðinni en þegar Guðni kemur fram er útidyrahurðin opin og enginn hundur nokkurstaðar í húsinu, hurðarófétið hafði þá kviklokast á eftir mér og fokið upp eftir að við fórum inn og Leó hafið ekki staðist freistinguna og farið á bæjarrölt. Í þetta sinn lét hann sér ekki nægja að fara út í garð og koma inn aftur nei hann lét sig hverfa eithvert út í myrkrið (við uppgötvum þetta um kl. 1:30). Úr þessu varð því að í stað þess að skríða upp í hlytt og notalegt bælið máttum við klæða okkur upp og halda út í rigninguna og rokið að leita að hundinum. Skriplandi á blautum klakanum með hjartað í hálsinum fórum við um allt hverfið (skiptum liði) og svoldið lengra og vorum að gefast upp (eftir nær klukkutíma leit) þegar ég fann hann svo hér ofar í götunni ekkert svo langt að heiman, hann hefur sennilega bara verið með banana í eyrunum rétt á meðan við vorum að kalla og blístra á hann. Eftir þessa mjög svo hressandi næturgöngu vorum við svo upptrekkt að það tók langan tíma að ná sér niður til að vera fær um að sofna.


Jæja krúttin mín ég býst ekki við að rausa neitt meira hér fyrir áramót svo ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Takk fyrir alla skemtunina, kommentin og rökræðurnar á árinu sem er að líða.

þriðjudagur, desember 27, 2005

Mér varð það á að horfa á ísland í dag áðan og eins og stundum áður gat ég pirrað mig á fjölmiðlafærni dagskrárgerðarfólksins þar. Það sem fór í mig í kvöld var innlegg Þorsteins J um flugelda og flugeldasölur þetta árið. Talað var um öryggisreglur þegar flugeldum er skotið upp og hvernig forðast má slys þegar flugeldar eru annars vegar. En hann fór að tala um öryggisgleraugun bráðnauðsynlegu við einhvern flugeldasölumann og svo klikkir hann út með því að segja við mannin ... sett þú þau á þig því ég er svo hallærislegur með þau..... og svo síðar bætir hann við hvað gleraugun eru ljót ..... Hvað er að manninum.... Sem sagt boðskapur innleggsins er að öryggisgleraugu eru hallærisleg og ljót.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg Jól

Mig langar að óska ykkur öllum nær og fjær Gleðilegra Jóla, gefist ykkur gjafir góðar og vonandi sleppiði við jólaveikina.

þriðjudagur, desember 20, 2005


Aðeins 4 dagar til jóla (viðvörunar bjöllur hljóma, rauð blikkandi ljós og fólk hleypur um öskrandi og gargandi)

He he ...............mín vegna mega jólin barasta fara að bresta á ég á eftir að kaupa 2 jólagjafir og setja upp jólatréð og þá er þetta barasta komið. Ég er meira að segja búin að baka 1 sort af smákökum. Krakkarnir eru búnir að standa á haus við jólahreingerninguna í herbergjunum sínum svo ekki er það eftir. Jólafríið í skólanum er byrjað og ég sjálf á bara 1 vinnudag eftir fram að jólum.
Nú er bara spurningin hvað get ég fundið til að stressa mig á fyriri jólin þetta árið. Jú ég er ekki búin að skrifa jólakortin gallinn er bara sá að ég er ekkert viss um að ég ætli að skrifa á nein jólakort þetta árið svo ég næ ekki að stressa mig á því heldur. Kanski vakna ég ég í stress kasti á aðfangadagsmorgun og fell í yfirlið á hlaupum með jólakortin í fanginu það á eftir að koma í ljós.

föstudagur, desember 16, 2005



Guðný með prikið potast í gegnum rykið...

Ég held að ég hljóti að hafa verið með hita í gær !! Það rann á mig æði þegar ég kom heim úr vinnunni kl. 4 og ég tók heldur betur til hendinni á heimilinu. Ég gekk frá öllum hreinum þvotti og bjó til meira af hreinum fatnaði. Ég þreif og snyrti herbergið okkar, ganginn, í kringum tölvurnar og upp á kommóðunni og í eldhúsinu. Ég skúraði skrúbbaði og þreif meira að segja veggina í herberginu. Moppan rann svo ljúflega yfir forstofugólfið líka. Hreingernigar æðið stóð í 8 tíma rúma eftir að ég kom heim úr vinnunni, eftir snögga sturtu sofnaði ég svefni hinna örþreyttu um kl. 1 í nótt. Hárið á mér var nú ekkert sérlega spennt yfir þesari mediferd og ég leit út eins og Gilitrutt þegar ég var að leggja af stað í vinnuna upp úr kl. 7 ....ástandið lagaðist lítið eftir því sem leið á daginn. Svo komst ég að því að ég hafði prílað, skúrað og skrúbbað svo mikið að ég var með harðsperrur eftir öll lætin.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Sólin og jólin

Mikið gladdist ég þegar sólin ákvað að kíkja á okkur höfuðborgarbúa í dag. Ég var nánast orðin viss um að hún væri bara farin og kæmi ekki aftur. Mér finnast svo leiðinlegir dimmir dagar eins og hafa verið undanfarið. Ég verð einhvernvegin alveg orkulaus og ómögulegm, langar mest að liggja upp í rúmi með höfuðið undir sæng. Það spillir svo ekki kvöldinu að tunglið er nánast fullt og sést í gegnum örþunna skýja slæðu núna vantar bara smá snjóföl til að gera þetta alvöru jóló.

Ég varð að gera hlé á matarátakinu mínu með Íslensku vigtarráðgjöfunum þar sem eithvað í mataræðinu var nett að hóta að gera útaf við mig. Ég steyptist út í ofnæmis útbrotum á heimsmælikvarða og var sífelt með stíbblað nef og læti, ég hélt bara að ég ætti svona vont með að losa mig við kvefið sem ég fékk fyrir rúmum 4 vikum. En eftir að hafa gætt mér á ferskum ananas þá breyttist ég snarlega í systur hringjarans frá Notre Dam og alles. Þá áttaði ég mig líka á því að nefstíflurnar fylgdu alltaf matartímunum svo með því að leggja saman 2 og 2 fékk ég út 8 sem þýðir náttúrlega fæðuóþol af verstu gerð. Ég mátti því snyrta út allt grænmeti, ávexti og fisk ásamt ýmsu öðru góðgæti sem ég hef lifað á síðustu 6-7 vikurnar. Það var eins og við mannin mælt "kvefið" hvarf á 1 sólarhring,útbrotin voru svoldið lengur að hverfa en eru að mestu horfin núna. Ég datt náttúrlega í smá sjálfsvorkunn yfir þessu öllu og sukkaði dáldið og lét öllum illum látum. En náði svo tangar haldi á sjálfri mér og ætla nú ekki að detta í gamla syndafenið aftur (ekki það að ég hafi verið komin nálægt því). Mér til mikillar furðu héldu kílóin samt áfram að láta sig hverfa og vona ég bara að það haldi áfram með því að ég standi mig í sykurleysinu og skynsömu mataræði.


miðvikudagur, desember 14, 2005


Á hausnum

Mamma má ég vera á hausnum ?? Ha á hausnum ?? Já svona eins og þú.
Eftir smá umhugsun áttaði móðirin sig á því að þetta var spurningin um að fara húfulaus út.

laugardagur, desember 10, 2005


Óðu inn með gras og gull

Ég hélt að þeim baggalúts drengjum myndi endanlega takast að gera útaf við mig um dagin !! Aðventulag Baggalúts þetta árið er hrein snilld en að sjá þá syngja það í kastljósinu setti algerlega punktinn yfir Iið ég hreinlega grét úr hlátri. Múnderingin og yfirhalningin á þeim var bara óborganleg. Ég set hér fyrir neðan link inn á þetta í kastljósinu versta er að þetta skilar sér bara ekki alveg nógu vel á tölvutæka forminu.
  • Sagan af Jesú
  • fimmtudagur, desember 08, 2005


    Gæðastund vikunnar !!

    Vá ég er búin að sitja hérna við tölvuna síðastliðinn klukkutímann og þvílík afslöppun og notalegheit úff. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég átti reikning á tónlist.is svo ég ákvað að athuga hvort hann væri virkur enn. Viti menn reikningurinn var enn í fullu gildi, svo ég fór að skoða mig um og datt inn á svæði sem heitir jólaútgáfan 2005. Ég skoðaði nokra diska sem eru nýútgefnir og datt sá þar nýja diskinn frá Garðari Thor Cortes og ákvað að kíkja á hann svona bara til að vita hvort drengurinn getur yfir höfuð nokkuð sungið (lesist með miklum fordómum og neikvæðni). Stuttu síðar sat ég gersamlega dáleidd og hlustaði á hvert lagið á fætur öðru í hálfgerðum trans með gæsahúð úr sælu. Þvílíkt notaleg röddin í manninum og lögin flest hreint frábær. Þetta kom mér skemtilega á óvart ég hef aldrei heyrt í honum áður og hef aldrei nennt að hlusta þegar ég hef séð til hans í sjónvarpinu vegna ýktra munnhreyfinga og annara hreyfinga, eins og svo mörgum svona STÓR söngvurum eru ansi tamar. En ef maður sér hann ekki heldur bara heyrir í honum þá er bara eitt orð sem ég á og það er VÁ. Ég get einlæglega mælt með diskinum hans ef fólk er á annað borð fyrir svona semi klassíska tónlist.

    Talnaspekin.......

    Fékk sendan link inn á talnaspeki síðu og þetta er útkoman sem ég fékk þar. Erfitt að meta sjálfur hvort þetta er eithvað að marka þar sem maður er nú altaf svo blindur á sjálfan sig en ég sé samt að sumirpunktarnir eru nokkuð góðir.


    Gudny, your Life Path of 6 ...


    You have a deep love and concern for your fellow humans and are at your happiest when you feel yourself to be in the service of others. You are a supportive and self-sacrificing and a friend to all. You intuitively know how to cheer or heal others who are in a crisis. You also have a swift, analytical mind, dexterity and a lot more faith and courage than is often demonstrated by the other numbers. For this reason, many of you end up being doctors, nurses, fire-fighters, policeman, politicians, lawyers, crisis line workers, counselors and any occupation that involves empathy, skill or bravery.

    Your life path is often filled with responsibility, but the difference between you and other people is that you are happy to take it on. You are a sympathetic and kind person and skilled in the arts of diplomacy and leadership. Many of you are born with an innate wisdom about what others need to survive and thrive. You easily earn the devotion and respect of others and are destined to become a pillar of your community.

    Like most sixes, you probably were some kind of child prodigy in one subject area. You probably seemed to be wise beyond your years and may have accelerated grades or entered university early. Furthering your education is likely to be a theme that is important to you your entire life. This is because your brilliant mind is always looking for ways to enhance the quality of your life.

    Another mark of the number 6 child is that he or she tends to connect very well with adults and have full, intelligent conversations even at a very young age.

    You often marry early and the cornerstones of your life are family, religion, philanthropy and compassion. Your relationship with your partner is often destined to be a permanent loving one that survives all obstacles. You may also have an extraordinary talent for dealing with children, teens and the elderly.

    You have very few flaws, but one of them might be a tendency to meddle in or fix other people's lives. Also your willingness to excel to please high-ups may look like brown nosing to others. As you are often very successful compared to others, you might also experience a lot of jealousy and envy from those who just don't see how good-hearted you really are.

    As you are so self-sacrificing you are also in danger of working yourself to the point of exhaustion. One of your life path lessons is to remember to care for yourself as much as you care for others.

    Another one of your life challenges is to make sure that you don't take on more than you can chew as this might force you to break promises that you would rather keep. You are a soft touch, so you are also at the risk of being taking advantage by individuals who might see your kindness as the mark of a fool. However your traditional approach to life along with it's ethics and moral values usually serves you well.

    Being one of the most domestic numbers, your family and extended family is probably the center of your life. You are very realistic in your approach to money and career and often have the intelligence and foresight to build a small fortune. This financial savvy is good because number six's tend to have large broods or spend many years of their life supporting parents or other relatives

    Merkilegt nokk en nafnatalan mín er líka 6 svo út úr þvi kom þetta:
    Gudny, your Expression of 6 ...
    Your Potential Natural Talents and Abilities


    You are a peace loving, harmonious individual who is a natural born diplomat. You detest conflict and will bend over backwards to make others happy. The ultimate height of your personal self expression is healing. Nothing gives you more satisfaction then knowing you have corrected a situation that was whirling out of balance.

    You express who you are by caring for others. This is why so many sixes are doctors, healers, counselors, psychologists, policeman and therapists. Your philosophy usually relates to the idea that the world can be healed of all its ills if we heal one person at a time.

    You have a brilliant, creative mind and many different talents but chances are you will forsake a career in the limelight to work in humble, yet helpful occupations. You are quite philosophical and believe that one should sacrifice oneself for the good of all.

    You excel at making others feel good about themselves and have the ability to instill new hope in lost hearts with a kind touch or wise words. You are also a very affectionate person and comfort others with your easygoing nature. Others are attracted by your empathy and your friends often seek you out for advice.

    You make a wonderful parent and teacher and have a way with children. At some point in your life you may find yourself coaching, mentoring or adopting a child or a teenager.

    You are naturally full of vitality and enthusiasm. You exude a personal charisma that makes members of the opposite sex consider you to be a "catch." Once you are caught you are usually loyal to that one person for your entire life.

    Honesty and openness is very important in your relationships and if someone breaches your trust you are not likely to speak to them ever again. You consider yourself to be a very ethical and moral individual and are deeply pained by any situation that falls into a moral gray area.

    You are also deeply spiritual and have a great faith in a higher power. However when that power seems to let you down you have the power to spiral down into a deep depression. As you are all about balance, you are a nightmare to be with when life knocks you out of balance. You may express your bitterness at being let down by God with addiction, codependent or destructive behaviors.

    Sometimes you may also mistakenly believe that your mission on earth is to set things right. This can lead to a fanatical need to prove a point or get revenge on the individuals or organizations that you think are causing the disharmony for yourself and others in the first place. Many activists and cult leaders are number 6's who have succumbed to this kind of black and white thinking.

    On a less extreme level, your concern for others may be perceived as interfering or meddling as you just can't help yourself when it comes to helping others. One of your life challenges is to let others make their own mistakes rather than trying to save them from themselves.

    You often dress conservatively and are humble in your appearance. This is because you spend so much time focusing on others rather than yourself. Ironically, you may be good at caring for others but not so good at caring for yourself. If you are a six it is important for you to take time out to pamper yourself every now and then as your tendency to overwork yourself can lead to health problems in the future.

    Svo í lokin kom þetta :
    Gudny, your Soul Urge of 3 ...

    What You Desire To Be, To Have, and To Do In Your Life


    Your soul urge is about the cultivation and expression of your personality. Usually this energy manifests as a great achievement in the theatrical or artistic world. You shine at any kind of activity that involves public performance including acting, singing or politics. In fact, you love performing so much that you would do it for free. Exhibiting your talents is second nature for you although many of you also develop lucrative careers from doing so as well.

    If your talents are not developed it seems that your unique soul urge may also manifest itself in lesser ways such as the development of a beautiful speaking voice, a distinctive way of dressing or a talent for being the perfect host or hostess. You don't necessarily care who or how many people you make an impact on. If an opportunity presents itself where you can be the center of attention than you will take advantage of it.

    Perhaps your biggest asset is your rich imagination. This is your inner treasure chest from which you find the solutions to all of your problems and every body else's as well. You also have an incredible knack for story telling and mesmerizing others with your tales. You adore the innocence of chlordane and nothing makes your heart happier than the sound of a child's laughter.

    However your tendency towards non-stop chatter sometimes works against you as others perceive it as self-centered or a way of stealing focus. . Also you are so clever with words that it may be hard for others to ever win an argument with you or even get a word in edgewise. As a result, you may often be left behind or not invited to engage in discussion at all.

    You really don't handle rejection well and if you can't get the approval you crave you have a natural tendency to retreat into your own little world. Isolation is very unhealthy for you, as your imagination tends to distort situations and create paranoia and suspicion where it need not exist. Rather than sulk about a professional or relationship set back your best course of action is to pick yourself up and try again. If depression still persists then you need to throw a pail of cold water over your burning ego by going out and doing a deliberate act of charity or philanthropy for those who are less fortunate than you do. Only this will truly serve the higher calling of your soul and have you viewing the world through rose colored glasses again.

    A great sense of humor is also one of your greatest assets and if you were a doctor you would heal by helping others to "laugh themselves well." You can't bear pessimistic people or persons that take life too seriously and will go to great lengths to lighten up sober types up. A drawback of this is that sometimes others perceive you as saying inappropriate things or not respecting the belief or wishes of another. One of your challenges in life is to recognize that there is a critic in every crowd.

    However, no critic could ever be as hard on you as you are with yourself. As you are a perfectionist and a master of timing and delivery, you take it very hard if for some reason you miss an opportunity. This is because you set standards and expectations of yourself that are very high. It is hard for you to realize that your low are most other people's highs and that the best remedy for feelings of failure is to count your blessings.


  • Talnaspeki
  • mánudagur, desember 05, 2005


    Þetta helst.....

    Jæja ég fór að ráðum systur minnar og fór í Rúmfatalagerinn með flöskupeninginn og keypti sogskálar svo nú er komin upp 1 sería og fleiri bíða uppsetningar. Ég gat að vísu fengið alveg heilan helling af dóti fyrir flöskupeninginn og fór því út með fullan poka af allskyns góssi. En þvílík örtröð í Rúmó ég hélt að ég myndi i hreinlega barasta aldrei komast út úr búðinni. Það var maður við mann á öllum göngum og lokaði fólk gjarnan gagnveginum alveg með kerrunum sínum svo umferð um þá var illmöguleg, furðuleg árátta hjá fólki.
    Ég er svo alltaf á leiðinni að baka DDV smákökur og kanna hvort þær séu góðar en af einhverjum ástæðum þá hefur mér ekki gefist tími í bakstur. Það er reyndar orðið langt síðan ég hef gefið mér tíma í smákökubakstur í desember.
    Ég skrapp í vinnuna í gærkvöldi sem er nú varla í frásögur færandi nema vegna þess að þegar ég kom heim aftur þá stóð spúsi minn á hvolfi við að taka til. Heimilið var orðið ótrúlega líkt mannabústað og það er orðið fært um kjallarann. Ekki nóg með það þá hafði hann staðið sveittur við að flokka og þvo þvott. Ég smitaðist náttúrlega af framkvæmdagleðinni og dreif mig í smá tiltekt líka.....það er nefnilega svo mikið vinarlegra þegar maður er ekki einn........ Mikið óskaplega þótti mér vænt um að hann fór í þessar framkvæmdir.
    Sá glitta í Örninn í sjónvarpinu í gær ég get nú aldrei annað en glott svoldið þegar ég sé í þennan stórfína sjónvarpsþátt. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að vinna með dönskum hjúkrunarfræðingi og hún fær alltaf hláturskast þegar danirnir segja Hallgrímur því úr því verður eiginlega Halv grim eða hálf ljótur. Þetta veldur mér vænu glotti í hvert sinn sem ég sé í Örninn eða heyri titilagið úr honum.

    Jæja best að hætta þessu röfli og fara að gera eithvað af viti....hvað nú sem það svo getur verið.

    miðvikudagur, nóvember 30, 2005



    Jóla..........hvað

    Ég ætlaði að vera rosalega dugleg í fyrradag og henda upp eins og einum 5 jólaseríum eða svo. Ég fór galvösk niður í geymslu og ætlaði að finna jólaskrautið og seríurnar en nei það var ekki í innstu geymslunni eins og öll síðast liðin ár. Ekki var það heldur í geymslunni undir stiganum ssvo á endanum ég varð að ryðja mér leið inn í stóru geymsluna og það var nú ekkert smá mál. Ekki tók svo betra við þegar ég opnaði geymsludyrnar því geymslan var að því er virstist slétt full af plastflöskum. Ég hafði greinilega misskilið það alveg vitlaust þegar minn ástkæri sagðist hafa farið með flöskurnar hér um árið hann hafið sem sagt bara farið með þær inn í geymslu ekki í endurvinnsluna. Ég ákvað að láta ekki bugast heldur taldi góssið á mettíma og dreif 6 svarta rustlapoka fulla af samanpressuðum flöskum út í bíl. Mikið þakkaði ég fyrir að vera á stórum og rúmgóðum bíl því þetta smellpassaði inn í hann. Eftir þessa líka skemtiferði á endurvinnslustöð sorpu í Garðabæ dreif ég mig heim með jólaskapið í góðum gír harðákveðin í að finna seríurnar en nei seríurnar fundust ekki allar aðeins 2 ræfilsleg stykki og ekki nóg með það á finn ég hvergi sogskálarnar til að festa þær með. Ég veit að ég á fleirihundruð og fimtán svona stykki og neita staðfastlega að kaupa fleiri......... en sogskálarnar, seríurnar og restin af jólageisladiskunum hafa greinilega haldið til hlýrri landa í ekkijólafrí nú er bara að vona að þetta dót sjái sér fært að koma aftur heim .................fyrr en síðar.

    mánudagur, nóvember 28, 2005


    Aðventan

    Hana nú þar kom að því aðventan er barasta byrjuð með ljósum og látum. Núna er víst orðið réttlætanlegt að vera í jólastuði. Fyrsta aðventukvöld fjölskyldunnar var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð barnanna á heimilinu. Við höfum skapað okkur smá stemmingu í kringum það að kveikja á aðventukertunum og það kunna börnin hér greinilega að meta. Smá babb kom þó í bátinn þar sem flestir jólageisladiskarnir okkar eru barasta týndir, skil ekki alveg hvað hefur orðið um þá. En sem betur fer fannst eitt stykki sem reddaði jólastemmingunni alveg og nú er ég búin að finna annan sem getur þá hjálpað til næst. En eftir stendur spurningin hvert fara jólalögin í frí eða eru diskarnir bara búnir að láta sig hverfa með geisla og gati. Varð þeim um megn að komast að því að þeir eru ekki nógu góðir til heilsársspilunar. Jamm gátan um týndu jólageislana heldur mér alveg hrikalega spenntri.

    miðvikudagur, nóvember 23, 2005




    OMG ég er lasin .....

    Ég þjáist af afar alvarlegum sjúkdóm....... ég er farin að kaupa jólagjafir og það eru enþá 5 dagar í fyrsta í aðventu. Ég hef að vísu engar áhyggjur af því að ég muni ekki hlaupa um eins og hauslaus hæna á efedríni að leita að síðustu gjöfunum á Þolláknum en samt Halló það er eithvað að þegar ég er farin að hugsa um þetta í nóvember. Held að þetta hafi eithvað með það að gera að ég fékk jólalagaeitrun um daginn. Mér varð það á að opna fyrir Létt 96.7 að kvöldi dags á sunnudag og þar voru spiluð jólalög á jólalög ofan. Ég fann strax fyrir slæmum eitrunareinkennum og þetta er sennilega bara eitt einkennið enn. Ég má sennilega þakka mínum sæla fyrir að vera ekki búin að skreyta hús með grænum greinum og Guð má vita hvað annað sem svona hefur í för með sér.
    Hjálp mig vantar móteitur .................... STRAX !!!!

    mánudagur, nóvember 21, 2005


    Það var lagið ......

    Ég er lítið lasið skrímsli
    og mig langar ekkert út.
    Hornin mín eru völt og veik
    og mig vantar snýtuklút.

    Ég er orðinn upplitaður,
    ég er orðinn voða sljór.
    Held ég hringi í lækni því
    að halinn er svo mjór.

    Skrímsli eru eins og krakkar,
    ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef
    Hver er hræddur við skrímsli
    sem er hóstandi og með stíflað nef.

    Hef eigilega ekkert meira um málið að segja við mæðgurnar erum enn kvefaðar og Ásdís er komin á sýklalyf við óþverranum. Hún hefur nánast ekkert mætt í skólann síðan í þar síðustu viku. Ég skrölti í vinnuna en það er nú bara ekki meira en svo hrmpf ég hata kvef.
    Annars er ég farin að föndra við jólkortin og farin að hlúa að ýmsum öðru föndri sem ég hef vanrækt síðastliðna mánuði.

    fimmtudagur, nóvember 17, 2005


    Þekkir þú mig ??
    Fékk í tölvupósti svona spurninga lista sem á að gera vinum og vandamönnum kleyft að kynnast mér örlítð betur. Þar sem ég hef sent flestum sem eru á póstfangalistanum mínum svona áður ákvað ég að smella þessu hingað inn frekar :) Skora á þá sem lesa og eru með blogg að skella þessu inn hjá sér líka ;) Góða skemtun !!


    1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA? 6 :00 ef ég á að mæta í vinnu kl.7, 6:45-7:15 ef ég á að mæta kl.8, 10 + ef ég er á kvöldvakt eða á frí.



    2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ? Vá svo margir möguleikar svo lítill tími... ég hugsa bara... Viggo Mortens yrði fyrir valinu



    3. GULL EÐA SILFUR? Fer eftir því í hvað á að nota það !



    4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? Chiken little - hreint óborganleg mynd .



    5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN? Desperate Houswives án nokkurs vafa bestu sjónvarpsþættir sem hafa verið framleiddir.



    6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT? Ristaða brauðneið með osti, Létt AB mjólk með Banana og smá DDV sultutaui.



    7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR? Þegar ég verð stór ætla ég að ferðast um heiminn þverann og endilangann!!



    8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI? Ekki séns hef marg reynt, veit ekki enn hvort það er vegna þess að nefið er of lítið eða tungan of stutt ??



    9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR? Úff ætli það sé ekki bara bjartsýnt og skemtilegt fólk sem veitir mér innblástur



    10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT? Foreldra mínir tímdu ekki svoleiðis fíneríi í mig en ég fékk eitt sinn tímarit frá Fróða og þar var búið að gefa mér millinafnið María ég var mjög sátt við það og fannst þetta hljóma vel saman. Hef stundum hugsað að fara niður á hagstofu og láta bæta þessu við ;)



    11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA? Defenetly D eða B ekki Strönd ég fíla ekki strendur.



    12. SUMAR EÐA VETUR? SUMAR JÁ TAKK!!



    13. UPPÁHALDS ÍS? Ó hann fæst ekki lengur En það var Double Chokolat ísinn frá Magnum **sæluhrollur** En annars þeytingur með bláberjum og jarðarberjum.



    14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP? Salt og smá smjör kanski en hvaða vitfirringi datt þetta í hug með sykurinn **GUBB**



    15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN? Þessa stundina fagur eplagrænn en annars blár eða rauður eða eða eða arg alltof margir fallegiri litir.



    16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN? Previan mín vinnur þetta án samkeppni en í öðrusæti er gamli rauði Daihatsu.





    17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU? Bestu samlokur í heimi eru heitar Ítalskar samlokur með mosarella, tómötum og basil (fást í öllum betri vegasjoppum á norður Ítalíu) ég geri stundum svona eftirlíkingar hér heima ekki alveg jafngóðar en samt NAMMMMMMMM



    18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ? Í helgar frí fór ég síðast í Sumarbústað en síðasta surmarfríi var eytt í Þýskalandi.Austurríki,Ítalíu,Mónakó,Frakklandi og Sviss ahh mig langar aftur út.



    19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU? Óbilgirni, ósanngirni, ósannsögli og hroka



    20. UPPÁHALDSBLÓM? Silkiblóm ...þarf ekki að muna eftir að vökva..



    21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ? Er barasta ekki viss um að ég myndi segja frá því.





    22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN? Venjulegt kranavatn takk hverjum datt þetta Sódaóeð í hug **Hrollur**



    23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN? Marmaragrátt með hvítri innréttingu og blámunstruðu sturtuhengi.





    24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI? Hvorri þeirra ?? Varð að skipta upp í tvær kippur á annari eru 4 og hinni 6 allt lífsnauðsynlegir lyklar he he... ehhhemm...



    25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI? Einhverstaðar þar sem er hlýtt og notalegt og barnabörnin geta komið í heimsókn. Versta martröðin væri að lenda á elliheimili eeeekkkk



    26. GETURÐU JÖGGLAÐ? ..... ekki fleiri en 2 boltum..........



    27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR? Sá dagur sem ég er í frí og vakna útsofin og hress



    28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN? Ojj nei takk ómöguleg mér verður svo illt í maganum af þessu glundri....



    29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI? Fór út að borða á Humarhúsið með mínum heittelskaða .



    30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT? Nei en hefði sennilega ekkert á móti því að gefa þetta gamla drasl ef einhver gæti notað það eftir minn dag.



    31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU? Á bæði og sé ekki ástæðu til að breyta hlutföllunum í þeirri eign neitt ;)



    32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN? Góð tónlist og skemtilegt fólk.



    33. ERTU FEMINSTI? Er ég feministi það er góð spurning. Þar sem ég er kona og hef skoðun á réttindum kvenna og finnst að konur eigi að hafa 100% sömu réttindi og laun karlar. En ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sérréttindabaráttu kvenna !!



    34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU? Hmm finnst líkamshlutar nú hálf lélegir slitnir úr samhengi ;) En ég hef alltaf verið veik fyrir upphandleggjum með mátulegum vinnuvöðvum fíla ekki vaxtarræktarblöðrur.



    35. ELSKARÐU EINHVERN? ) Já ég get víst ekki neitað því :)



    35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA: Manneskjan sem sendi mér þetta er yndisleg og skemtileg manneskja og raungóður vinur !!



    36. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA? ??? Hmm hef ekki hugmynd .....



    37. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA? Well á ekki svar við því heldur .....
    Aaaaatshjúúúú........

    Fyrsta pest vetrarins hefur haldið innreið sína hingað á heimilið. Byrjaði með því að Ásdís veiktist fékk barkabólgu og allt. Næst var ég í röðinni ekki barkabólga en þvílíkt hæsi, nefstíflur, höfuð og beinverkir og hiti. Árni er líka illa kvefaður enn eru Anna og Guðni í þolanlegum málum hversu lengi sem það endist.
    Ergilegasta aukaverkunin af þessari pest hjá mér er sú að ég komst ekki í vigtunina í dag og mun því ekki fá neinar tölur fyrr en í næstu viku **SVEKK** Gamla góða skífuvigtin hér heima sem ég hef tékkað að ber saman við DDV vigtina hefur sigið hratt og örugglega niður svo ég er svoldið svekkt að fá ekki staðfestingu á því en það verður bara að hafa það.

    miðvikudagur, nóvember 09, 2005



    Red,gold and green !!

    Já það er sko nostalgía dauðanns sem fylgir Singstar 80´s.
    Carma Kamelion með Boy George minnir mig á það þegar ég var á aldrinum frá 10 - 12 ára og eftir skóla fór ég oft heim til Baddýar vinkonu minnar og við horfðum á gömul áramótaskaup eða tólilstar myndbönd (oft kom áður nefnt lag þar við sögu) og náttúrlega 99 luftballons með Nenu. Við hlustuðum líka á vinsældarlistann á Rás 2 og tókum náttúrlega þátt í að velja á listann.... mjög spennó... Við vorum Duran Duran aðdáendur fram í fingurgóma og því passar fínt að Duran Duran lagið Rió er á Singstar disnum líka. Baddý hafði líka mikið dálæti á Madonnu (Material girl er á singstar disknum líka) og var oftar en ekki klædd í stíl við þá söngkonu tjullið, griflurnar og krossarnir voru alsráðandi. Ekki má svo gleyma öllum neonlitu grifflunum og legghlífunum. Ósjaldan var farið niður í bæ í búðina 1001 nótt sem hafði á boðstólum m.a. grænt og svart naglalakk sem var náttúrlega ómissandi á diskótekunum í Þinghól þar sem dansað var við lög eins og Final countdown með Europe. Þá rifjast upp jólaballið fyrsta árið mitt í Þinghól þar sem satínskyrtur voru aðal tísku flíkurnar þá. Ég fékk forláta fjólubláa satínskyrtu sem ég var hæst ánægð með (ég man að Guðlaug átti kóngabláa slíka skyrtu ;) en einhver galli leyndist í skyrtunni góðu og það kom á hana saumspretta upp eftri allri hægri hliðinni :s og þar með mátti ég halda heim af ballinu og skyrtan ónýt. Ofan á allt þá voru skyrturnar búnar í búðinni og skyrtan sem ég fékk í staðinn var ekki nærri því eins flott **SVEKK**


    Áfram heldur ég niður laga listann og kem að 9 to 5 með Dolly Parton og jú þar rifjar upp skemtilega tíma frá því ég var á fliss aldrinum. Ég og Lilja vinkona mín vorum heima hjá henni en ég hafði fengið leyfi til að vera hjá henni meðan foreldrar hennar fóru eithvað út að kvöldlagi á föstudegi. Við fórum út í sjoppu (Biðskýlið á Kópavogsbrautinni) og keyptum gos og smá nammi. Í sjónvarpinu þetta kvöld var svo myndinn 9 to 5 og það sem við hlóum við lágum á gólfinu gersamlega öskrandi úr hlátri. Og svo fengum við annað hláturskast vegna þess að við skömmuðumst okkar svo fyrir hvað við hlógum mikið (gelgjan allsráðandi). Á þessum tíma fengum við fliss hlátursköst yfir flestu sem fyrir okkur kom og áttum ansi oft bágt með að standa í fæturna úr hlátri. Innkaupa ferðir í Sækjör sem þá var og hét enduðu oft í hláturskasti fyrir utan búðina en eigandi búðarinnar var einstaklega skapstriður og endaði því oft á því að brussast eithvað við afgreiðsluna okkur til óhemju mikillar skemtunar.

    Belinda Carlisle með lagið Heaven is a Place on Earth rifjar upp fyrir mér ýmislegt varðandi fyrsta strákinn sem ég varð skotin í. En við dunduðum okkur við að vera skotin hvort í öðru frá því við vorum 4 á róló og þangað til við vorum svona c.a 18 oftast vorum við bara ekki skotin hvort í öðru á sama tímanum (og tannréttinga vesen sem rústaði sjálfsmati annars okkar um tíma ) he he he ..... sem gerði okkur talsvert erfitt fyrir og er sennilega ástæðan fyrir að við erum ekki saman í dag og hamingjusamlega gift einhverjum allt öðrum he he he

    Simple Minds með Don't You (Forget About Me) þar er minning um fyrsta kærastann en hann hélt mikið upp á Simple Minds, sem náði ekki alveg mestu vinsældum sem hægt var að ná á Íslandi he he Og því fékk maður nokkrum sinnum ræður um vinsældar væl og annað þegar hlustað var á tónlist sem okkur hinum þótti góð....Súr eru þau sagði refurinn.... he he
    Á rúntinum á svörtum miðstöðvar lausum trabant með þokuljósum og rauðmáluðu nafninu FREDDY aftan á, enda hafði drengurinn mikið uppá hald á Nightmare on Elmstreet myndunum sem var horft á a.m.k. þrisvar í viku. Trabbi rafmagnslaus fyrir utan Laugarásbíó og það þurfti að ýta honum í gang OMG þetta var hallærislegasta stund þess árs. Ohh þetta var frábærlega skemtilegur tími ....þó ég sé nú ekki viss um að Guðlaug se sammála mér umm allt þar enda hafði hún mikið á móti samskiptum mínum við þennan annars ágæta dreng ;) he he

    Wham og Wake me up before you go, go rifjar upp margar góðar ferðir á diskótek í Þinghól og náttúrlega stríðið milli Wham og Duran Duran aðdáenda hér. Ég man enn eftir Duran Duran hátíðinni sem haldin var (sennilga árið 1984) á einhverjum sleesy stað niður í bæ og ég fékk Guðlaugu til að koma með mér. Hún vildi svo fá mig með á sama stað á Wham hátíð en þar gat ég nú ekki látið sjá mig sem heiðvirður Duran aðdáandinn.


    Soft Cell með Tainted Love og Alice Cooper með Poison rifja upp að vera á rúntinum með Unu öll stráka vandræðin á þeim tíma og partýin heima hjá Tóta vini mínum. Hann bjó í stóru húsi á Arnarnesinu og foreldrar hans brugðu sér oftar en ekki af bæ heilu og hálfu helgarnar og þá var náttúrlega haldið PARTÝ. Allir í heita pottinn og dúndrandi tónlist og læti. Skil ekki hvað nágrannarnir voru þolinmóðir!! Við keyrðum um göturnar á 250 kúbica krossara sem var með ónýta kúplingu og hálf ónýtt púströr :s Eltingarleikur á flótta undan lögreglunni á krossaranum (eða svona næstum því...ehemm ekki segja mömmu og pabba frá þessu susssh) Tóti æfði svo á trommur í bílskúrnum Oftar en ekki voru svo fleiri með hljóðfæri og við stelpurnar breimuðum með, ósjaldan var Magga Eiríks lagði Ford ´57 tekið .... aumingja nágranninn úff hann hlýtur að hafa verið heyrnarlaus ....eða minnsta kosti óskað þess að vera það.


    Æi já það er ótrúlega margt stórskemtilegt sem rifjast upp við yfirferðina á Singstar 80´s

    Ætli það sé svo ekki nær lagi að enda þennan pistil á öðrum texta við hið ágæta lag Culture Club. En hann er á þessa leið.......Kama kama kam kam kamarinn er komin undir hamari hi hi hinn. Náðhúsið mitt á nauðungar uppboð fer ég held ég verð að hægja méreheheheher .....

    Klóakkið okkar er nefnilega stíflað og allt í steik OJJJJBARA


    Singing in the slydda !!

    Já Singstar 80´s er komið í hús og ég er á leiðinni upp í stofu að syngja.
    Vigtun vikunnar var MJÖG ásættanleg og er ég hæst ánægð með árangurinn. Eins og ein vinkona mín segir stundum ....ja, það er eins gott að ég er með eyru annars myndi ég brosa hringinn ......

    Ég er farin að syngja ..............

    föstudagur, nóvember 04, 2005

    DV datt á rassinn......

    Já þau á DV hafa verið svo góð að gefa mér eintak af sneplinum sínum alla síðustu viku. En í dag sá ég nú aldeilis svart á hvítu hvað fréttamennska þeirra og val á efni í blaðið er lítið ígrundað. Þeir settu SPAM tölvupóstinn alræmda (sem ég ræddi lítilega um í gær) í blaðið í dag notuðu bara undirskrift LSH konunnar og létu líta út eins og hún hefði sjálf sent póstinn til blaðsins. Ekki höfðu þeir nú fyrir því að kanna málið eða athuga sannleiksgildi bréfsins. Er allt sem þeir birta í blaðinu svona illa ígrundað ?? Mér finnst vel skiljanlegt að hinn sauðsvarti almúgi láti platast en harðsvíraðir blaðamenn, iss það finnst mér nú barasta dáldið lélegt.

    fimmtudagur, nóvember 03, 2005

    Er það alvöru

    Er það í satt að drengirnir í Zúúber hafi valdið manni hjartaáfalli með símahrekk og sett hrekkkinn svo á netið ?? Er ekki alveg í lagi með fólk ?? Ég vona bara að þetta sé allt í plati.
    Einu sinni enn er farin af stað tölvupóstur sem varar fólk við HIV menguðum sprautunálum sem komið er fyrir á hinum ýmsu stöðum í París. Til að auka trúverðugleika póstsins er undirskriftin á honum frá starfsmanni Landspítalans. Póstur þessi er algert plat og svo kallaður SPAM póstur, undirskriftin er að vísu ekta en konukindin lét platast af póstinum eins og aðrir. Endilega sendið hann ekki áfram ef hann berst í pósthófið ykkar, þessi á best heima í ruslinu. Á heimasíðu landspítalans landspitali.is er m.a. nánari útskýring á þessu.

    Jæja best að fara að undirbúa sig undir kvöld í vinnunni.

    miðvikudagur, nóvember 02, 2005



    Og niður tikkar hún

    Ég er mun ánægðari eftir þessa viku en síðustu vigtin tikkar hægt og rólega áfram niður og ég mun vera kílói rýrari í þessari viku en þeirri síðustu. Þannig að það hefur saxast á fyrsta takmarkið mitt sem er að kveðja 10 kg.

    Mig langar að nota tækifærið og óska Ólafíu til hamingju með frábæran árangur !!

    mánudagur, október 31, 2005

    Vissu þið að ...

    Það eru bara 4 vikur fram að aðventu eða nánar 3 vikur og 6 dagar. Ég er búin að fá vinnuskýrsluna mína og er að vinna á Jóladag og annan í jólum. En í staðin á ég frí á þorláksmessu,aðfangadag og svo gamlársdag og nýársdag. Ég er sko alveg sátt við þetta enda fengum við að velja okkur daga og ef vel gengi þyrftum við bara að taka 2 rauða daga hver og það gekk eftir. Það er svo gott hvað allir hafa mismunandi skoðanir á því hvenær er nauðsynlegt að eiga frí um jól og áramót. Sumir vilja endilega vinna á aðfangadagskvöld og aðrir vilja endilega vinna um áramótin. Ég vil helst ekki þorláksmessu og aðfangadag og helst ekki gamlárskvöld og nýársmorgun. Að öðruleyti er mér nokk sama um hvernig ég vinn þessa daga. Ég er ekki í miklu stuði fyir Jóladagsmorgni en það væri samt allt í lagi.


    Jæja þá eru komnir 10 dagar án þess að ég hafi smakkað á hvítum sykri eða viðbættum sykri yfir höfðu og enn hef ég ekki notað hvítt hveiti nema í brauðskamti dagsins. Ég hef ekki heldur borðað kratöflur, pasta eða aðrara slíkar kolvetnabombur þær eru ekki á bannlista sem slíkar en ég þarf að skipta út ávexti fyrir 125 gr af þessu og ég tími því bara ekki. Ég hefði aldrei trúað að sykurfíkilinn ég hefði haldið út 10 daga án þess að fá minn skamt :) En það er ekki nokkur vafi að ég hef gott af þessari umbyltingu á mataræði því blóðþrýstingurinn er komin niður í 126/76 og hvíldarpúlsinn er 75 slög á mínútu og ég er ekki neinni líkamsrækt nema að elda og malla alla daga ;) Ég hef nú ekki verið með löggiltan háþrýsting en ég var að lóna á og upp undir gráa svæðinu og var allt að því að það er að vísu orðið dáldið síðan ég náði niður þrýstingnum en samt ekki eins vel og núna. Og samt er ég að innbyrgða koffein og dáldið af salti enþá svo sökinni má að öllum líkindum demba á sykurinn ég þoli hann greinilega ekki í jafn miklu magni og ég var að inbyrgða hann (rétt upp hend sá sem er hissa he he he).
    Ég hefði líka aldrei trúað að ég fengist til að borða 4 ávexti á dag og þykja það gott he he he
    Samt er ég nú búin að ákveða 2 daga fram í tímann (ef ég endist svo lengi) sem ég mun ekki borða samkvæmt þessu en það er Aðfangadagur og svo Gamlársdagur en þá ætla ég að borða með hinum :)
    Ég geri mér fulla grein fyrir að 10 dagar eru sko ekki langur tími en það er samt meira en ég bjóst við af sjálfri mér og hver dagur sem vel gengur er mér stór sigur, hvað sem öðrum kann að finnast.

    föstudagur, október 28, 2005

    Foreldrar ARGH

    Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að foreldrar eru vonlaus þjóðfélagstétt !! Mér er orðið ljóst að það er gersamlega vonlaust að eiga foreldra og síst betra að vera foreldri.

    Vá hvað ég er ekki sátt við veðrið úti !! Þegar ég fór af stað í vinnuna í morgun (kl. 6:30) þá var eitt aumingjalegt snjókorn á ferðinni hér. Klukkutíma síðar var orðið ómögulegt að komast um höfðuborgarsvæðið fyrir skafrenningi og leiðindum. Öss ...

    Nú er akkúrat vika þar til Singstar 80´s verður gefin út .....vona bara að þeim þóknist að byrja að selja hann hér þann dag. Mér til mikils ergelsis þá er ég víst á kvöldvakt þennan dag. En það verður þá bara þeim meira sungið allan laugardaginn he he he ...........

    miðvikudagur, október 26, 2005

    Rýrt var það heillin

    Já heildar þyngdartap vikunnar var ansi rýrt þó mataræðið væri staðið upp á punkt og prik. Eftir heilmikla yfirferð á matardagbókinni og allskyns spurningar um mataræði vikunnar og ýmislegt annað þá þóttist Kristín finna var sökudólginn. En talið er að sökudólgurinn gangi undir nafninu Rósa frænka og mun víst geta spillt illa fyrir vigtunum með vökvanum sem hún tekur með sér í heimsókn. Heildra þyngdartap vikunnar vaðeins 200 gr. Onnur sem var þarna líka í fyrstu vigtun hafði lést um 3.9 kg þessa fyrstu viku **öfund** Svo var þarna fólk að léttatst og léttast þrátt fyrir allskonar svindl og læti. OJJJ hvað mér er illa við Rósu þessa stundina.
    Best að fara og borða svoldið meira á langt í land með matarskamt dagsins enda hefur ýmislegt sett daginn úr skorðum hjá mér.

    En ég neita alveg að láta þetta draga úr mér baráttu andann nú set ég stefnuna á 100% viku 2 og sýni vigtinni í tvo heimana næsta miðvikudag. Er ekki sagt að fall sé faraheill !!
    Singstar 80´s

    Já ég bíð sko spennt eftir 4. nóvember en þá kemur út nýr Singstar leikur og það er Singstar 80´s. Ég bíð spennt eftir honum !!

    Hér er svo lagalistinn:

    Culture Club: Karma Chameleon

    Dexy's Midnight Runners: Come On Eileen

    Vanilla Ice: Ice Ice Baby

    Belinda Carlisle: Heaven is a Place on Earth

    Simple Minds: Don't You (Forget About Me)

    The Cure: Just Like Heaven

    Nena: 99 Red Balloons

    Frankie Goes to Hollywood: Power of Love

    Blondie: Atomic

    Kate Bush: Running up that Hill

    Foreigner: I want to know what love is

    Europe: The Final Countdown

    Soft Cell: Tainted Love

    Wham!: Wake me up before you go, go!

    Pretenders: Brass in pocket

    Billy Joel: Uptown Girl

    Erasure: A little respect

    Starship: We built this city

    Katrina and the Waves: Walking on Sunshine

    Amm er ekki frá því að það geti orðið gaman að spreyta sig á þessum lögum.
    Stund sannleikanns ......

    Já þá er að koma að því það er vigtun í dag **hrollur** ÉG kvíði eiginlega meira fyrir vigtuninni núna heldur en upphaflegu vigtuninni :s Fyrsta vigtun var ekkert spes kvíða efni vissi nánast á hverju var von (útkoman að vísu dáldið verri en ég hélt en það breytti ekki öllu). Vigtunin á eftir er aftur ámóti eftir heila viku þar sem ég hef staðið mataræðið upp á punkt og prik. Fyrstu dagarnir voru dáldið strembnir en svo allt í einu í fyrradag varð þetta ekkert mál og er þannig enn. Ég átta mig samt á því að ég á eftir að verða fyrir svakalegum vonbrigðum ef vigtin hefur ekki hreyfst neitt niður :s En ég læt nú samt ekki hugfallast og mun halda ótrauð áfram. Helsta vandamálið mitt núna er að klára skamtana ég þarf virkilega að pæla vel út svo ég hreinlega nái að borða allt sem ég á að borða en það hefur samt tekist ef undan skidir eru örfáir fituskamtar sem ég náði ekki að klára. Nú veitir mér ekki af nokkrum góðum hugsunum og krossuðum fingrum á eftir.
    Svoldið skrítið að sykurfíkillin ég hef ekki smakkað sykurörðu alla vikuna. Ekki hef ég heldur borðað neitt hvítt hveiti, nema það sem leynist í þeim tveimur brauðsneiðum sem ég borða á dag. Kerfið var í nokkra daga að átta sig á hvernig ætti eigilega að funkera á ávaxtasykri eingöngu (borða 4 ávexti á dag) en hann áttaði sig loks á því á mánudagskvöldið og slenið og neikvæðnin rann af mér.
    Annað sem ég varð fyrir í vikunni að gamalt magavesen tók sig upp en ég áttaði mig svo á því að ég hafði ekki étið neitt af Herbó Acidofilus og jurtatrefjunum og þar var lausnin á því komin. Ætla ekki að klikka á því aftur takk !!
    Well best að skríða í háttinn og reyna að hvílast eithvað fyrir morgundaginn.

    mánudagur, október 24, 2005

    Hana nú

    Heita vatnið er greinilega kvenkyns því það tók sér frí í dag á kvennafrídaginn og mun víst ekki koma úr fríi fyrr en í kvöld. Við sitjum hér með grýlukerti á nefinu og reynum að kynda upp húsið með kertum og bakaraofninum. Nokkrar kindur væru vel þegnar núna !! Vel valinn árstími til að senda heitavatnið í frí...hrmph...

    Annars er ég að velta fyrir afhverju konur höfðu kvennafrídaginn ekki á öðrum árstíma það er bara ekki gaman að standa niðri í miðbær reykjavíkur í ísköldum garranum. Hefði ekki verið ráð að hafa kvennarfrídaginn þegar von er á meiri hlýindum ?? Allavega vona ég að kvennafrídagurinn gangi vel og mætingin verði góð í bæinn. Kynbundinn launamunur er alveg óþolandi !!

    Ekki fórum við mæðgurnar í bæinn en börnin mín eru búin að taka virkan þátt í því að hafa hátt á þessum dýrðar degi. Mig langara í eyrnatappa !

    sunnudagur, október 23, 2005

    Fjölmiðla flensan

    Hvað er málið með fjölmiðla þessa dagana þeir eru að missa sig í flensufréttum. Öll heimsbyggðin veit það ef andarungi deyr í norður Svíþjóð eða páfagaukur í Bretlandi. Vá hvað ég vona að þeir fari að verða leiðir á þessu það er ekki horfandi á fréttatíma lengur fyrir þessu. Ef þetta væri orðin alvöru faraldur mætti fara að flytja fréttir af þessu en en að blása það upp með langri frétt ef það deyr fugl einhverstaðar er alveg út í hött. Alltaf skal líka tekið fram að flensan hafi drepið 60 manns í Asíu hafa þeir gert sér grein fyrir hvað búa margir í Asíu ? Ég á ekki von á að 60 manns nái upp í 1% íbúafjölda allrar Asíu hvað þá landanna þar sem þetta óheppna fólk bjó. Ég er orðin ógeðslega leið á þessu ég verð bara að játa það. Þetta geriri lítið annað en að hræða líftóruna úr börnum landsins.

    Mér hefur gengið ljómandi vel að borða samkvæmt DDV ég hef ekki snert vörur með sykri síðan á miðvikudag. Ég var með strákapartý hér í gær með öllu tilheyrandi og lét kókið og allt annað sykurgos alveg vera. Ég borðaði heldur ekki nammið en ég lét eftir mér 3 munnbita af margarita pizzu en fannst hún bara ekkert góð :s Ég held samt að í gærkvöldi hafi minn ástkæri líkami fattað að það var engan sykur að fá ég varð alveg heilalaus (samt var ég nýbúin með stóran skamt af ávaxtasallati) og ég var alveg búin á því kl. 22:30 og sofnaði fljótlega eftir það og svaf með örsmá hléum (vegna Önnu) til hádegis í dag. Ég var algerlega rotuð og ætlaði ekki að hafast á fætur. Ég held að þett sé vegna þess að líkaminn er að læra að finna aðra orku en unnin kolvetni og hann er ekki alveg að ná þessu :) Mér skilst að það taki 5 daga að ná blóðsykurjafnvæginu sem kemur brennslunni af stað og veitir manni endalausa orku núna er ég á degi 4 svo ég bíð spennt. Ég upplifi þetta dáldið þannig að ég sé að læra að borða alveg upp á nýtt. Ég elda og malla meira en ég hef nokkurntímann gert er sífellt að velta fyrir mér hvað skal borða næst og ofan finns mér ég síétandi. Ég var nú ekki vön að vera síétandi átti frekar til að gleyma því alveg.

    Anna greyið er útsteypt í bólum algerlega allstaðar en hefur verið ótrúlega hress á daginn. Hún er yfirleytt hitalaus á daginn en undir kvöld er hún komin yfir 38° í hita. Hún á líka voða bágt á kvöldin þá er hún ósköp lítil í sér og vaknar stundum upp á næturnar og kveinkar sér smá en það stendur sem betur fer ekki lengi. En blessað bóluferlið getur víst tekið 3 - 6 daga og svo fer þetta að lagast smátt og smátt svo við bíðum spennt eftir því.

    föstudagur, október 21, 2005

    Og það var mark.........

    Já það ber ekki á öðru en að hlaupabólan hafi hitt í mark og í gærkvöldi fóru litlir rauðir dílar að láta á sér kræla hjá Önnu. Í dag eru svo komnir litlir klasar af bólum hér og þar um líkamann. Nú tekur við bið eftir að þetta gangi yfir. Hið ergilega er að við ætluðum að halda upp á afmælið hans Árna á morgun. Við tókum þá ákvörðun að halda bekkjar afmælið sem mun taka 2 tíma á morgun (búið að bjóða öllum og spenningurinn ógurlegur) en öðrum hátíðarhölum er hér með aflýst um óákveðinn tíma.

    fimmtudagur, október 20, 2005

    Dagur 1

    Mér líður eins og úttroðinni jólagæs eftir daginn !! Ég get svo svarið fyrir það að ég hef aldrei á minni lífsfæddri æfi borðað jafn mikið og ég gerði í dag. Ég borðaði sem sagt eftir DDV í dag og þvílíkt magn, það hreinlega brestur í saumunum. Ég verð nú að játa að mér finnst þetta nú dáldið yfirþyrmandi og flókið en það er víst alveg eðlilegt til að byrja með. Það er aðallega að þurfa að vitgta nánast allt sem ofan í mann fer og þurfa að boðra ákveðnar tegundir af mat. En með góðu skipulagi hefst þetta örugglega ég ætla allavega að gera þetta og sjá hvernig gengur að komas skikki á þetta.

    miðvikudagur, október 19, 2005

    Hin fullkomna hefnd

    Já ég er ekki frá því að maðurinn sem skildi kyrkislöngu eftir í klósetti í fjölbýlishúsi í Bretlandi hafi fundið hina fullkomnu hefnd. Slöngu greyið er svo búin að þvælast í klóakk kerfinu í blokkinni í 3 mánuði. Dauðhræddir íbúarnir búnir að fergja niður klósettlokin með múrsteinum svo kvikindið mæti ekki inn á gólf hjá þeim. Að vísu hefur slöngugreyið gert gagn á meðan með því að éta allar rotturnar sem annars hefðu komið upp úr klóakkinu hjá sama fólki. Vá myndi ég þora á klósett þar sem ég ætti von á kyrkislöngu. En allavega þarna er komin hugmynd að því hverngi maður á að hefna sín á þeim sem manni er ekki vel við.


    Ég fór á námskeið um notkun og viðhald á suðu og sótthreisunarpottum í gær. Þvílík snilld ég lærði alveg helling. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað maður veit lítið um þau tæki sem maður er að nota oft á dag í vinnunni. Núna er að skella á okkur reglugerð sem tekur til þessara tækja og hvernig skal nota þau og sjá til að þau virki. Við erum tvær af minni deild sem vorum sendar á námskeiðið og eigum að bera ábyrgð á þessum málum. Ég sé nú að þetta verður mikið stuð. Það þarf að gera sýkingaráhættumat á deildini og það mun svo ráða hversu oft við þurfum að prófa hvort græjurnar okkar virkilega virka,prófa þarf græjurnar allt frá einu sinni á ári upp í fjórum sinnum á ári. Skolpottinn er nú tiltölulega einfalt að prófa en verra er með hinn pottin en mér hrýs nú dáldið hugur við því prófi. Prófið fer þannig fram að það þarf að finna 90 áhöld dýfa þeim í blóð og láta þorna í 2 tíma svo eru áhöldin þveginn og sótthreinsuð í vélinni og árangurinn athugaður. Þetta þarf að gera tvisvar í röð, jeij ég get ekki beðið eftir þessu blóðsulli NOT.
    Á námskeiðinu voru okkur svo sagðar allskyns hryllings sögur eins og til dæmis af sótthreinsunar málum heilbrigðis kerfisins í Rúmeníu. "Sótthreinsunin" þeirra fer fram í köldu kranavatni í emileruðu vaskafati og til að hreisa áhöldin er notaður þessi fíni naglabursti sem ekki er hreinsaður úr þessu sama vatni á milli verka. Þetta er svona m.a. á hjarta og lungnaskurðdeild á sjúkrahúsi í Bukarest, loksins er ég farin að skilja nafnið á þessari blessuðu borg. Ekki er girnilegt að fara á sjúkrahús þarna enda fá 60% þeirra sem fara í aðgerðir þarna sýkingu og af þeim deyja 40%. Fólkið fær að vera í 2 daga inn á spítalanum eftir aðgerð og er ekki sinnt af heilbrigðisstarfsmönnum á meðan heldur eru ættingjarnir láttnir sjá um þá. Svo er liðið bara sent heim. Mikið má maður nú vera glaður að hafa fæðst á þessu kalda skeri á mörkum hins byggilega heims. En sú sem var með námskeiðið er sænskur hjúkrunarfræðingur sem vinnur fjá Gettinge Academy sem er fræðslumiðstöð Gettinge sem er stærsti framleiðandi sótthreinsunar tækja og fleiri lækninga tækja í heiminum. Hún sagði okkar að fyrri nokkru var hún á ráðstefnu um sýkingar og sýkingarvarnir og þar kom fram að Ísland væri sérstaklega vel sett hvað spítalasýkingar varðaði við værum með einstakelga lága prósentu af sjúkrahústengdum sýkingum. Húrra fyrir Íslendingum með það. Eins gallað og heilbrigðiskerfið okkar er þá erum við samt að gera góða hluti.

    Mikið gat ég skemt mér í vikunni yfir greininni sem 12 ára stelpan skrifaði um hvernig við fullorðnafólkið ættum að haga okkru til að gera heiminn betri. Þarna er greinilega kominn pólitíkus framtíðarinnar ....verst að hún er framsóknarmanneskja og því ekki víst að hún komist að ef heldur sem horfir, framsókn virðist vera að þurkast út.

    Ég er búin að ná nýjum áfanga í heimilishaldi hér heimilið er búið að líta út eins og mannabústaður í á aðra viku. Ekki nóg með það heldur hafa krakkarnir staðið sig eins og hetujur við að aðstoða við að halda heimilinu í horfinu. Mér tókst líka að fá Guðna til að taka til og henda kössum og dóti sem ekki hafa verið hreyfðir í 2 ár + , þetta var stór sigur. Núna er bara halda dampi og sjá til þess að hlutirnir haldist svona.

    Ég ætla að skella mér á fund hjá Íslensku vigtarráðgjöfunum í kvöld og sjá útá hvað þetta allt gengur hjá þeim og hvort þetta er eithvað sem hentar mér. Fólk í kringum mig er að hverfa hratt og örugglega á þessu mataræði, sem dæmi má nefna Ólafíu en hún er að standa sig frábærlega.

    Enn er ekkert farið að bóla á hlaupabólunni sem var yfirvofandi hér það eru að vísu fjórir dagar í að hættuástandi verði aflýst. En meðgöngu tími hlaupabólu eru 10 til 14 dagar svo það er alveg að verða yfirstaðið. Ég verð nú að viðurkenna að ég verð svoldið hissa ef Anna sleppur í þetta sinn. Það hefði líka verið gott fyrir hana að drífa þetta af því eftir því sem maður er eldri því verra er það að fá hlaupabóluna.

    Jæja best að skutla Árna í handboltann.

    P.S. Biðst afsökunar ef þetta er stútfullt af innsláttarvillum en ég skrifa þetta á ferðavélina og ég og ferðatölvur eigum bara ekki samleið.

    mánudagur, október 10, 2005

    Nú er frost á Fróni .....

    ....frýs í æðum blóð eða svona allt að því bara. Ofsalega er óþægilegt að koma út að morgni dags og það er frost og rok, okkur Önnu varð bara kalt inn að beini þegar við komum út i morgun. Norðangarrinn alsráðandi hver bað um það ég bara spyr. En það má heldur ekki gleyma að dagurinn í gær var eins og haustdagar geta orðið bestir bjartur og fallegur. Það eru akkúrat dagar eins og í gær sem eru í algeru uppáhaldi hjá mér, meira uppáhaldi en hlýjir sumardagar.

    Hér vofir yfir hlaupabólufár en 5 börn á deildinni hennar Önnu hafa þegar fengið hlaupabóluna og er því orðið ansi líklegt að Anna næli sér í hana. Það þarf eiginlega eithvert kraftaverk til að hún fái hlaupabóluna ekki. Ég er reyndar frekar hlynnt því að hún ljúki þessu af sem fyrst því það er skárra að fá þetta meðan maður er á besta aldri. Það er ekkert sniðugt að geyma þetta fram á fullorðins ár.

    Á barnalandi rak ég augun í umræðu um skondin mannanönfn og þar fann ég lokisins aftur nafasamsetninguna sem ég hafði hlegið sem mest að hér um árið. En það er nafnið Lind Ýr, jamm það er einstaklega óheppileg samsetning. Annað sem mér fannst óborganlega fyndið var samsetningin Egill Daði .... prófið að beygja þau saman ... Ekki endilega slæm samsetning en bara dáldið fyndin í eignarfallinu. Ég ætla að fara til ......
    Mist Eik og Línus Gauti eru náttúrlega orðin ódauðleg í Stelpunum og tókst næstum að drepa mig úr hlátri þegar tríóið í mannanafnanefndinni þar var að fara yfir umsóknirnar.
    Það undarlega er samt þegar listar yfir nöfn sem mannanafnanefnd Íslands hefur hafnað þá eru þau mörg ekki nærri því eins stingandi og skrítin eins og nöfnin sem hafa verið leyfð. Ég skil að vísu vel að mannanafnanefnd hafi hafnað nöfnum eins og Járnsíða, Finngálkn, Dúnhaugur og Fryolf. Stundum hallast ég hreinlega að því að sumu fólki þyki barasta ekkert vænt um börnin sín, að vilja senda barn út í lífið með nafnið Dúnhaugur er barasta ekki alveg í lagi. En ég get nú samt ekki sagt að mér finnist sum nöfnin sem hafa verið leyfð mikið betri s.s. stúlknanafnið Etna má að vísu rökfæra að úr því það má skíra Hekla sé komin hefð fyrir eldfjalla nöfnum en samt.. Nöfnin Egedía,Irmý,Tala,Austar,Engill,Ubbi,Váli,Vorm finnast mér nú ekki alveg nöfn sem ég gæti hugsað mér að nota þó svo ég megi það. Á slóðinni http://www.rettarheimild.is/mannanofn/ er hægt að skoða þessi blessðu nöfn bæði leyfileg og óleyfileg.

    Ég skellti mér á Videóleiguna seint á laugardagskvöldið tók Í takt við tímann mikið er ég fegin því að hafa ekki borgað mig inn á hana í bíó. Mér leiddist að vísu aldrei en ég notaði mér það dáldið að geta spólað yfir sum atriðin. Legg til að fólk bíði eftir að hún verði sýnd í sjónvarpinu.

    miðvikudagur, október 05, 2005




    Raul um bumbubaul

    Já orð Bangsimons eiga vel við í dag en áttu reyndar enn betur við í gær ég fékk svona skemtilega magakveisu og lá óvíg heima í gær. Held að þetta sé einhver flensuangi þar sem ég er búin að vera með höfuð og beinverki síðan maginn skánaði. Ásdís kom snemma heim úr skólanum í gær með hita og höfuðverk og láum við tvær saman í eymdinni. En eins og grislíngur sagði "það er svo mikið vinalegra þegar maður er ekki einn". Ásdís hristi þetta snarlega af sér og mætti galvösk í skólann í dag.

    Nú er heldur farið að styttast í samræmduprófin hjá krökkunum en þau taka bæði samræmdpróf þetta árið. Spennan magnast jafnt og þétt og verður sennilega orðin óbærileg þegar 20. október rennur upp. Hefði verið sniðugt að haga því þannig í barneignum að það séu ekki 2 eða fleiri að taka samræmdpróf í einu, man það í næsta lífi. Það þýðir að það hafa meira en 3 ár á milli barna eða minna en þrjú ár, ég mæli þó ekki endilega með því.

    Ég var að lesa moggan í morgun rak augun í dálkinn fyrir ofan dagskrána þar sem einhver ágætur pistlahöfundur skammast yfir dagskránni í sjónvarpinu. Hann er eithvað pirraður m.a. á Kallakaffi sem RÚV sýnir á laugardagskvöldum. Ég skil hann svo sem vel ekki það að Kallakaffi kássast ekkert upp á mig en ég hef nú svo sem ekki horft á þættina mér til gamans. Ég glotti að vísu að atriðinu þar sem Kalli var að kaupa þvottavélina en það dugði mér bara í glott. Það eina sem virkilega pirrar mig við Kallakaffi er dósahláturinn sem þeir nota til að láta mann vita hvenær er ætlast til þess að maður hlæi. Mér finnst svoldið dapurt að þáttargerðarmennirnir hafi ekki meiri trú á þáttunum en svo að þeir verði að láta vita hvenær eithvað er fyndið. Ekki man ég til þess að það sé svona dósahlátur í Stelpunum enda hef ég verið svo upptekin af því að hlæja af sjálfsdáðum að ég hef bara ekki gefið mér tíma til að taka eftir því. En ég er enn ekki farin að skilja hryllingsfréttastofuna, útskýringar óskast takk. Annars finnst mér flest í Stelpunum fyndið og á til að fá krampa úr hlátri. Það eina sem ég hef virkilega út á Stelpurnar að setja er tímasetningin en þær eru ekki beint við barna hæfi, full grófar, því þyrftu þær helst að vera dáldið seinna á kvöldin.

    Fyrir ykkur sem ekki vissuð það þá er Guðni kominn með nýtt blogg þar sem hann meðal ananrs svaraði klukkinu góða.
  • Guðni
  • laugardagur, október 01, 2005

    Cabarett

    Fór út að borða og í leikhús með mínum ástkæru vinnufélögum. Við skelltum okkur að borða á Caruso mmmmmmmmmmm góður matur og fínt verð, mæli einlæglega með Caruso. Matseðilinn er svo fjölbreyttur að allir finna eithvað við sitt hæfi og svo er verðbilið ansi breitt líka. Eftir matinn skelltum við okkur í Íslensku Óperuna að sjá kabarett. Ekki veit ég alveg hvað skal segja um Kabarett ég þjáist mjög af blendnum tilfinningum. Þórunn er GÓÐ og Magnús Jónsson í hlutverki Kabarettstjórans er bara brilliant. Aftur á móti kunni ég t.d. ekki við Eddu Þórarinsdóttur, hún lék vel en mig langaði óheyrilega í mute eða fastforward takka þegar hún fór að syngja **hrollur** Bogi Garðarsson er fínn leikar og flottur karl en seldi mér ekki alveg að hann væri ávaxtasali af gyðingaættum, geri mér ekki alveg grein fyrir afhverju. Mér fannst Jóhannes Haukur nokkuð góður honum tókst allavega ekkert að fara í taugarnar á mér.
    Sum atriðin í verkinu fóru eithvað svo í mig kanski er ég bara svona mikil tepra en ég var ekki alveg að höndla öll transvestite, gay groddalegu atriðin ég skil ekki alveg afhverju það var að bögga mig svona mikið. Hef séð margt miklu "verra" sem böggaði mig ekki neitt **Hux,hux,hux** Ég sé ekki eftir að hafa farið en verkið heillaði mig samt ekki, átti fína spretti en náði sér samt ekki alveg á flug það vantar eithver Úmpfh. Söguþráðurinn er frekar þunnur og maður nær ekki alveg að finna til með aðalsöguhetjunum. Eini karakterinn sem náði til mín var Kabarettstjórinn en hann spilaði á alla tilflinngaflóruna sem ég á til og fyrir mér hélt hann sýningunni uppi ásamt söng Þórunnar Lár.
    Eftir leikritið fórum við á B5 sem er hinn notalegast kaffibar í Bankastrætinu. Mig langar að fara aftur þangað því ég rak augun í matseðilinn þeirra sem er bar mjög girinlegur. Og ekki minnkaði mataráhuginn þegar annar þjónnin sagði með mikilli sannfæringu að maturinn þarna væri SVAKALEGA góður. Ég lét duga að smakka Swiss Mokkað hjá þeim sem var barasta alveg ljómandi gott. Ekki spillti svo fyrir að drengirnir sem þjóna til borðs eru afskaplega huggulegir að sjá ;)

    Ég heyrði í vikunni lag með Bjarna Ara sem er gjörsamlega límt á heilann á mér og neitar að fara. Þetta er bigband útgáfa af gömlu lagi sem ég veit ekki hvað heitir en textinn er eithvað á þessa leið..........I don´t want to rock your mama, I don´t want to roll your father all I want to do is hurry home ............. Þetta kemur skemtilega út í svona bigbandstíl. Eins er ég kolfallin fyrir lögunum Farin með Bogomil Font og Allur lurkum laminn með Bjarna Ara í þessum sama stíl. Farinn batnaði heil ósköp í höndum Bogomil.

    Jæja best að fara að halla sér svo morgundagurinn verði ekki alveg ónýtur.

    mánudagur, september 26, 2005

    Haltibær

    Ég held það sé óhætt að segja að Haltibær sé réttnefni á þessu heimli þessa dagana. Eins og áður hefur komið fram hefur Ásdís verið hölt síðustu vikur, en fer þó ört batnandi. Í dag tókst Árna Gunnari svo að detta um skólatösku í skólanum, skella hnénu í gólfið og togna. Hann er nú haltur og skakkur og á að hlífa fætinum næstu daga.

    Ég skemti mér svo konunglega yfir Baugs Brasinu þessa dagana þetta er orðinn hin skemtilegasta sápuópera. Hver er að ná sér niður á hverjum, hver svaf hjá hverjum eða reyndi a.m.k. að sofa hjá einhverjum,hvað kosta vínberin, hver sendi hverjum hvað og afhverju, hver lumar á mest krassandi þjófstolna (elska þett orðskrípi)tölvupóstinum, keyptu Baugsfeðgar sláttuvél í útlöndum, eru allir eða enginn múlbundnir af vinnuveitendunum, fékk Jónína hvíta Audiinn eða 70 millurnar og hver fær verstu timburmennina. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu ég er orðin mest hrædd um að okkur endist ekki ævin í að sjá fyrir endann á þessari sápu.

    Ég er alvarlega farin að íhuga þetta DDV dæmi ég sé svo marga í kringum mig vera að ná svo frábærum árangri með þessu mataræði. Ekki spilir svo fyrir að þetta er hérna i Garðabænum. Hef samt dálitlar áhyggjur af því að þetta sé svo mikð að elda og malla og það er bara fátt sem mér þykir leiðinlegra hmm...

    Gaman að sjá hvað þær vinkonur mínar brugðust hratt og skemtilega við klukkinu :)

    Geysp ég er að fara á næturvakt Geysp .......

    föstudagur, september 23, 2005

    OMG ég var klukkuð

    Sem þýðir víst að ég þarf að koma með 5 alveg gagnslausar staðreyndir um sjálfa mig.
    Hér koma þær:

    1. Ég er afskaplega feiminn að eðlisfari og myndi sjálfsagt hverfa inn í sjálfa mig og loka og læsa ef mér væri gefinn möguleiki á því. T.d. er það bara núna á síðustu vikum sem ég er farin að þora að hringja í fyrirtæki og spyrjast fyrir um vörur og þjónustu. Ég hef tekið miklum framförum síðan ég gerðist sjúkraliði enda vonlaust að vera svona feiminn þegar maður kynnist milli 3 og 400 nýjum einstaklingum á ári. Símtöl hafa verið mér mikill ljár í þúfu í gegnum tíðina. Hefði ég á stundum selt ömmu mína til að forðast að hringja í fólk, meira að segja góða vini eða fjölskyldumeðlimi.

    2. Þegar ég var barn langaði mig meira að vera strákur en stelpa. Eihverntímann um fimm ára aldurinn linnti ég ekki látunum fyrr en búið var að klippa síða hárið niður í drengjakoll. Pils, kjólar og bleikur litur voru gerðir útlæg úr fataskápnum og uppáhalds leikföngin mín voru bílar og byssur.Dúkkur snerti ég ekki ótilneydd og skildi engan veginn dúkuleiki og mömmó sem heillaði jaföldrur mínar. Hernaður í Kirkjuholtinu eða annarstaðar á Kársnesinu var meira að mínu skapi. Príla upp á bílskúra og hoppa niður var hin mesta skemtun. Það næsta sem ég komst dúkkkuleik var þegar ég, Steinar og félagar lékum okkur í Acton Man eða með Tindáta. Mig langaði mikið að eignast Action Man, Tindáta og kanski eina byssu eða svo. Ég gleymi seint þeim vonbrigðum mínum á 8 ára afmælisdaginn þegar afmælisgjöfin mín reyndist Sindy dúkka **SVEKK** Ég gerði náttúrlega mitt besta til að láta vonbrigðin ekki sjást enda vel uppalið barn. Ekki varð gleðin neitt mikið meiri þegar í jólagjöf fékk ég svo húsgögn og föt handa dúkkuófétinu,sem hafði staðið óhreyfð inn í skáp frá því í október. Foreldrar mínir höfðu lagt mikið á sig til að smíða og föndra þessi blessuð húsgögn og sauma fötin. Enn var sparisvipurinn settur upp en þvílíkt svekkelsi, úff.
    Drengja árum mínum lauk svo í kringum 12 ára aldurinn en dúkkugreyið fékk ekki uppreisn æru fyrr en dáldið löngu síðar ef ég tók hana þá nokkurntímann í sátt. Hvað ætli hafi orðið um greyið ??

    3. Ég get verið sjúklega lofthrædd ég hef einu sinni frosið gersamlega út á svölum upp á 5. hæð **roðn**. Mér er frekar illa við lyftur sérstaklega þær sem fara hærra en upp á 4. hæð. Klettabrúnir og hamrar eru ekki í miklum metum hjá mér heldur **HROLLUR** Ég get fátt hugsað mér verra en að þurfa að príla upp á fjall nema þá helst að þurfa þá að príla aftur niður. Mér er alveg óskiljanleg árátta sumra til að þurfa að príla upp á alla hóla, hæðir og fjöll sem til eru.

    4. Ég spilaði á klarínett með skólahljómsveti Kópavogs þegar ég var 10 ára. Ég gæti sennilega ekki komið hljóði úr slíku tóli í dag, þó líf mitt lægi við.


    5.Þegar ég var lítil langaði mig mest af öllu í heiminum að eignast stóran bróður. Stóri bróðir átti að vera verndarengilinn minn sem varði mig frá hrekkjusvínunum í heiminum. Hann átti líka að spila við mig fótbolta og leika við mig í öllum þeim skemtilegu strákaleikjum sem til voru, hann hefði líka örugglega skilið mig SVO mikið betur en allir aðrir.
    Ég mátaði svo 2 stóra bræður þegar ég var í pössun hjá Ástu föðursystur minni og þeir ýttu enn frekar undir þessa drauma. Þeir einmitt vörðu mig fyrir hrekkjusvínunum á Ólafsfirði. Ég fékk að kúra hjá öðrum þeirra þegar ég gat ekki sofið fyrir heimþrá og skældi í koddan minn að kvöldlagi. Ég fékk líka stundum far á skellinöðru milli staða í bænum, auðvitað að fengnu loforði um að segja mömmu alls ekki frá. Það loforð var haldið fram í rauðann dauðann því stóra bræður sem eru í Guða tölu svíkur maður ekki, ekki einu sinni þó samviskann nagi illa.

    Jæja þá eru það komið ég átti nú bara í mesta basli með að finna eithvað til að skrifa um. Ég hef ekki svo margar né nothæfar staðreyndir fram að færa, voðalega er maður eithvað dull.

    En ég nota svo tækifærið og klukka Dýrleifu,Katrínu, Ásdísi og Guðna. Ég geri mér fulla grein fyrir að það vantar einn en ég geri mér hvort sem er litlar vonir um að þau 2 síðustu sjái þetta heldur.



    Góðar Stundir

    fimmtudagur, september 22, 2005


    Á þeim sömu nótum

    Já það eru fleiri en pólitíkusar sem kunna ekki að skammast sín það er alveg ljóst. Ég las grein eftir Jón Gnarr á baksíðu Fréttablaðsins í dag og hún hitti í mark hjá mér þar sem ég hafði einmitt verið að pirra mig á því sama og Jón, síðast í gær. Greinin góða fjallar um Skítlega hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína og hef ég fulla samúð með honum. Ég læt hér fylgja með svar við grein um þetta mál sem ég setti inn á besta vin fyrr í morgun. En þar kemur meðal annars fram afhverju þetta málefni var að pirra mig meira en venjulega í gær.

    Af Besta vin:
    Ég var einmitt að pirra mig á þessu með hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína í gær. Ég var á leið inn í 11/11 í Garðabænum og var rétt stigin í stærðar lort eftir hund. Einhver "góður" hundeigandi hafði greinilega bundið hundinn fyrir utan meðan hann hafði farið inn, hundurinn gert stykkin sín á meðan, eigandinn hefur svo tekið hundinn og labbað burt frá herlegheitunum (og þau voru sko ekki svo lítil að það væri auðvelt að sjá þau ekki). Þarna var engin afsökun gild því minnsta mál var að fara inn í búðina að fá skrjáfpoka undir stykkin og svo er þessi fína ruslatunna fyrir utan búðina. Pokaleysi og slíkt var ekki afsökun þarna. Þetta er fólkið sem er að eyðileggja fyrir okkur sem erum samviskusöm og hirðum upp eftir okkar hunda og annara þegar við þurfum Ég hef svipaða sögu og Tarayr ég geng reglulega eftir hitaveitustokk hér í Garðabænum og það er segin saga að ég þarf að þrífa upp gommu af hundaskít eftir aðra hunda. Ég hef sjaldnast nóg af pokum til að þrífa allt upp enda ef ég hefði nóg af pokum myndi skíturinn þar duga mér í fullan innkaupapoka af skít.
    Ég er einlæglega fylgjandi því að fólk sé sektað fyrir að hirða ekki upp eftir hundana sína en gallinn á því er sá að það yrði erfitt að framfylgja því. Því þegar maður finnur lortana er eigandinn á bak og burt fyrir löngu og svo sé ég ekki að lögreglan hafi tíma til að koma í hvert sinn sem maður sér till þegar eihver lætur sitt eftir liggja, fyrir utan vandkvæðin sem myndu fylgja því að halda viðkomandi á staðnum þangað til lögreglan kæmi


    Ég var einmitt að ræða þessi hundaskíts mál við eldri dóttur mína í gærkvöldi og þá var ég einmitt að segja henni að maður ætti að gera eins og Jón Gnarr ráðleggur í lok greinarinnar. Ef maður sér hund vera að gera stykkin sín og enginn eigandi er með þá á maður að lokka hundinn til sín, hirða upp skítinn í poka og binda svo pokann við hálsólina á hundinum og senda hann með herlegheitinn heim. Ég er ekki viss um að ég sé eins hrifin af laxerolíu ráðinu en ég hló nú samt að tilhugsuninni.

    þriðjudagur, september 20, 2005


    Að kunna ekki að skammast sín .....

    Ég er alvarlega farin að hugsa um að krefjast þess að fá skattpeningana mína endurgreidda. Ástæðan er sú að mér finst óþolandi að eithvert fólk út í bæ er áskrifendur að þeim án þess að leggja neitt sérstakt á sig til að fá þá. Nýjasta dæmið sem ég er að ergja mig á er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Upp komst sum strákinn Tuma (Ingibjörgu) í vikunni þegar fjölmiðlar greindu frá því að hún mætti barasta aldrei nokkurntímann á bankaráðsfundi Seðlabankans en tók samt rúmar 70 000 krónur á mánðuði fyrir setu í þessu sama ráði ekki nóg með það þá fékk hún 13 mánuðinn greiddan, eins og tíðkast í bankaheiminum. Nei takk fyrir ég sæi það nú í anda að ég mætti ekki í mína vinnu hjá ríkinu og þeir sæu sér samt fært að borga mér laun. Mér finnst að þetta fólk sem er í svona ráðum og nefndum og mæta svo sjaldan eða aldrei á fundi eigi að skila launum aftur í ríkissjóð. Ingibjörg er víst ekki sú eina í Seðlabankaráði sem mætir svona illa því það var víst aðeins einhver framsóknarmaður sem sá sóma sinn í að mæta á flesta eða alla fundina. Mér er spurn sat hann þá þarna einn á sumum fundunum og talaði við sjálfan sig eða hvað ??? En þetta staðfestir bara það sem mig hefur alltaf grunað að það er enginn betri en annar af þessum pólitíkusum þetta eru allt saman úlfar, bara í mislitum gærum. Láttu ekki útlitið blekkja !!!!!

    laugardagur, september 17, 2005


    Ilmandi kaffi

    Já við fjárfestum í þessari líka dásemdar kaffikönnu í gær mmmmmmmmmmm.... Mig er búið að langa í svona kaffikönnu síðan við vorum úti í þýskalandi í sumar. Já MIG langaði í kaffikönnuna því hún býr til kaffi nákvæmlega eins og mér finnst gott. Við hjónin skelltum okkur svo í Fjarðarkaup í gær og keyptum eitt stykki rústrauða og dásamlega Senseo kaffikönnu. Hér sit ég nú og sötra mitt dásamlega kaffi mmmmmmmmmmm........
    Nánar um þetta fullkomna kaffi :
  • Senseo


  • N.B. Ég drekk þetta kaffi bert með mjólk :)

    föstudagur, september 16, 2005

    Með vottorð í leikfimi ....

    Héðan er lítið að frétta nema einhverjar heilsuleysissögur. Anna er með flensu og því hefur hún verið heima síðustu 3 daga. Hún er eithvað skárri í dag en ég hafði nú smá áhyggjur af henni í nótt. En þannig var að þegar hún andaði í nótt heyrðist í henni eins og kattarmal bara dáldið mikið hærra. Ég hélt fyrst að þetta væri Skotta í einhverju ofvirku mali en nei þetta kom frá Önnu. Ég reyndi eithvað að hagræða henni í rúminu en það breytti engu marrið hélt áfram. Frekar óhugnarlegt að heyra svona í fólki þegar það andar ég tek það fram þetta voru ekki hrotur heldur eithvert gums ofan í henni sem lét svona. Eeeeeekkkk ekki spennandi.

    Ásdís er búin að vera hölt í rúmar 2 vikur núna við komumst loks að hjá lækni á miðvikudaginn. Hún sendi Ásdísi í röntgen en var búin að gefa upp hvað hún teldi ástæðuna sem röntgenmyndin staðfesti svo í dag. Þetta er einhverskonar álgastengd bólga og svoleiðis í/við vaxtarlínu þar sem vöðvafestan undir hnénu er. Þetta veldur verkjum og vanlíðan sem Ásdís hefur ekki farið varhluta af. Eina ráðið er að minka tímabundið álagið á hnéð og gefa henni bólgueyðandi. Hún fer því ekki í leikfimin næstu 2 vikurnar (er mjög sorgmædd yfir því, NOT) og má ekki gera neitt svona aukalega semm veldur álagi á hnéð. En hún á nú labba þetta venjulega bara ekki hlaupa eða slíkt.

    Af mér er ekkert að frétta ég er bara búin að lifa einhverjum mataræðislegum ólifnaði og er ekki að ná mér uppúr sumarfríssukkinu. Ef heldur sem horfir enda ég á 0 punkti aftur í þeirri viðleitni minni til að minka umfang mitt i heiminum. Ergilegt að vera ekki sterkari á svellinu en svo að eitt heimskt sumarfrí eyðileggi allt.

    Leó fer svo mikið úr hárum núna að ég er komin með nýtt rýjateppi á gólfið og við göngum öll í svörtum pels. Ég ryksuga einu sinni til tvisvar á dag og það sér nánast ekki högg á vatni. Ótrúlegt að hafa tekist að velja mér hund sem er svoldið ofvirkur og með athyglisbrest (sem er reyndar aðeins að eldast af honum), viðkvæmur í eyrum fyrir svæsinni eyrnabólgu og sennilega ofnæmissjúklingur í ofanálag. Kanski er hann með ofnæmi fyrir fólki svona rétt eins og sumt fólk hefur ofnæmi fyrir hundum.

    Gletta tók upp á því aftur að færa okkur morgunverð í rúmið, við takmarkaða hrifningu okkar. Ég fjárfesti því í nýrri ól og 6 bjöllum í viðbót við þá sem var á ólinni. Gletta er nefnilega snillingur í að losa sig við ólar og aðra fylgihluti sem á hana eru settir. Núna keypti ég ól frá Rogz og tegundar heitið er ekki minna en Aristocats, hún eru úr mjúku gegnsæju plasti sem ég trúi bara ekki að hún geti náð henni af sér.

    Aukakostur við þetta er að núna vitum líka alltaf hvar Gletta er þvílíkur bjöllukór þegar greyið hreyfir sig. Hér hefur ekki komið inn fugl síðan hún fékk þennan útbúnað 7,9,13.......... Neðst á þessari síðu má svo sjá mynd af gerseminni ásamt fagurri lýsingu á ólinni (nema ólin hennar Glettu er appelsínugul)
  • Rogz kattaólar



  • Rogz eru snilldar flottar hunda og katta vörur og set ég inn slóðina á síðuna þeirra fyrir áhugasama.
  • Rogz
  • föstudagur, september 09, 2005

    Ég ætla sko...

    ...... að verða seðlabankastjóri þegar ég verð stór !!! Já takk ég vil gjarnan 1354000 í grunnlaun á mánuði takk og þurfa ekki að sýna fram á neina hæfileika né menntun við ráðningu. Já takk ég vil gjarnan fá 27% launahækkun bara si svona, hærri launahækkun en flestir aðrir í þjóðfélaginu. Íslenskt já takk !!
  • Sjá nánar ...
  • Bara venjulegir hundar !!

    Í tilefni af því sem ég var að segja hér fyrir neðan um Stefán Jón og víghundana ákvað ég að bæta þessu við.

    Hér er linkur á síðu sem eigendur Doberman hunda hafa sett á laggirnar
  • Bara-Hundar
  • .

    Hér fyrir neðan er svo grein frá einum af stofnendunm síðunar. Tekið af bestavinur.com
    Kæru hundaeigendur.

    Við hundaeigendur af hundakyninu Dobermann höfum átt í höggi við fordóma í garð tegundarinnar sem jaða við ofsóknum. Hundar eru yfirleitt ekki fréttaefni hér á landi, nema þegar þeir eru af kynjum á við Dobermann og hafa gert eitthvað af sér. Þá er þeim umsvifalaust slegið upp sem æsifrétt og fólk hrópar “úlfur, úlfur” eða í okkar tilfellum “vígahundur”. Fréttamenn keppast um að gera fordómana hjá almenningi enn verri og pólitíkusar sjá sér leik í því að krækja í fleiri atkvæði með því að fordæma tegundina. Þetta eru hundarnir okkar sem leika við börnin okkar og börn nágranna, hundarnir sem ylja okkur á tánum á kvöldin þegar við sitjum við sjónvarpið. Okkar bestu vinir.

    Við höfum fengið nóg. Við viljum fá víga- forskeytið af tegundinni okkar og hafa þá sem bara hunda. Við viljum geta farið í göngutúr um hverfið okkar án þess að á okkur sé hrækt. Sitja við sama borð og aðrir hundaeigendur og þurfa ekki að vera í felum með fjölskyldumeðlimi okkar.

    Í þessu skyni var sett upp heimasíða sem er að mestu byggð á myndum af Dobermann hundum í sinni réttu mynd – sem fjölskyldu dýr. Þar eru myndir af Dobermann með börnum og öðrum dýrum og við leiki. Myndir sem sýna að Dobermann eru bara hundar! Ósk okkar er sú að fá viðurkenningu á vinum okkar í þjóðfélaginu og fólk fari að líta á hundana okkar öðrum augum en það hefur gert hingað til. Vonandi sjá einhverjir það sem þeir hefðu ekki ímyndað sér áður og gefi okkur örlítið meira svigrúm til að vera bara eins og hverjir aðrir hundaeigendur.

    Vonandi getið þið, kæru hundaeigendur, hjálpað okkur í þessari herferð okkar gegn fordómum og komið þessu á framfæri við sem flest tækifæri.
    Tell 5 and make a wish, tell 10 and make my day

    Dobermann, bara hundar! www.bara-hundar.tk

    Fyrir hönd Dobermann eigenda,
    Begga

    fimmtudagur, september 08, 2005

    Hmmm

    Já það er aldeilis fjör í tíkinni þessa dagana Dabbi bara hættur. Þetta er sá pólitíkus sem ég hef elskað að hata síðan 1990 .....hvað á ég nú að gera ha ?? Ekki það að það var kominn meira en tími á karl ræfilinn þó fyrr hefði verið.

    Haldiði nokkuð að Gísli Martein verði borgarstjóri ha í alvöru ...ég get nú bara ekki hugsað það mál til enda. Hvað þá að Vilhjálmur verði það heldur. Ekki að þetta komi mér neitt við ég er víst ekki Reykvíkingur he he ...ætti kanski bara að hafa áhyggjur af einhverju öðru.

    Hundeigendur á Besti Vinur sjá rautt yfir Stefáni J Hafstein út af víghundakommenti hans í vor. Einhver þeirra tók sig til og sendi honum e-mail með spurningum um hans tilfinningar gagnvart hundum sem hann svaraði ekki. Gísli Marteinn fékk samskonar póst sem hann svaraði með langri lofræðu um hvað hundar væru æðislegir og hann hefði einu sinni átt hund. Hann ætlar sko að verða málsvari hundeigenda í höfuðborginni svo nú ætla allir Reykvíkingar á Besta Vin að kjósa Gísla.

    Sáu þið þáttinn Stelpurnar á Stöð 2 um daginn ?? Ég missti af megninu af honum á laugardaginn en sá hann í endursýningu í gær, heimilið nötraði í verstu hlátrasköllum okkar hjóna. Þær eru bara frábærar blessaðar stelpurnar !! Ég hélt ég yrði ekki eldri yfir sketcinum þar sem stelpan sagði kærastanum að hún vildi að hann kæmi sér oftar á óvart ..... Breska kellingin er bara snilld ég hef séð svona týpur í alvörunni og vá hvað hún Brynhildur tekur breskahreiminn og allt það vel. Mér fundust a.m.k. 95% af þættinum fyndin ætla sko pottþétt að sjá næsta þátt.

    Ég er búin að vera að horfa á Band of brothers seríuna sem ég keypti mér út í þýskalandi. Þetta eru mjög góðir þættir og afskaplega vel gerðir á allan hátt en maður verður nú nett þunglyndur af þeim þar sem þeir enda barasta aldrei vel (ekki að ég hafi svo sem búist við því). Í þáttunum er rakin saga Easy company fallhlífaherdeildarinnar í seinni heimstryrjöldinni. Þættirnir eru mjög í anda Saving Privat Ryan enda sömu framleiðendur Tom Hanks og Steven Spielberg. Ég skil bara ekki í mér að hafa látið þættina fram hjá mér fara þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 fyrir all nokkru síðan. Serían samanstendur af 6 diskum með 2 þáttum hver sem í allt gerir 12 klukkustundir af sjónvarpsglápi. Ég er rétt búin með 6 tíma í þessum töluðum orðum. Get samt ekki að því gert að mér fannst svoldið súrrealískt að sjá þessum þáttum svona mikið hampað í þýskum verslunum sem selja DVD. Þeim var ekki haldið jafn mikið á lofti í Austurríki sem hefði þó verið skiljanlegra.

    miðvikudagur, september 07, 2005

    Það er gott að búa í Kópavogi

    En það enn betra að búa í Garðabæ !!!! Haldiði að blessaður nýji bæjarstjórinn okkar hafi ekki séð til þess að öll börn í Garðabæ fá 20.000 kr. til íþróttaiðkunar. Þessari ákvörðun var vel fagnað á þessu heimili enda borgar þetta algerlega upp skátastarfið hjá Ásdísi og Handboltann hjá Árna. Þar að auki gerði þetta Árna kleift að fara í skátana líka. Okkur langaði til að hann færi í skátana þar sem við erum alveg heilluð af skátunum þar sem þeirra starf er alveg frábært. Krakkarnir læra helling af gagnlegum hlutum sem býr þau vel undir framtíðina. En Árni vildi alls ekki hætta í handboltanum og okkur langaði ekki heldur að hann hætti þar svo þar voru góð ráð fokdýr því handboltinn kostar og það gera skátarnir líka en nú er bæjarstjórinn búinn að leysa þetta vandamál fyrir okkur heill sé honum. Húrra, húrra, húrra !!!!!!!!!!!!!
    Að vísu fáum við aðeins 10.000 kr. pr. barn núna í haust en árið 2006 fáum við alla upphæðina. En það munar sko um 10.000 kr. hvað þá þegar börnin eru 2 og ég tala nu ekki um 3 :)

    Meira má lesa um þetta snilldar framtak á heimasíðu garðabæjar
  • gardabaer.is




  • Annað sem Garðabær er að gera og hefur sko vakið heimsathygli á Íslandi en það er vefsvæði sem kallast Minn Garðabær en þar geta bærjar búar skoðað öll sín mál gagnvart bænum á netinu. Sent fyrirspurnir og ábendingar til bæjaryfirvalda og margt margt fleira. Minn Garðabær er svo tengdur Mentor þar sem haldið er utan um öll mentamál krakkanna. Þar getur maður séð hvað þau eiga að læra heima og hvernig mætingin hjá þeim er og allt sem þeim viðkemur. Hrein argandi snillld !!!!

    þriðjudagur, september 06, 2005

    Hægðir henda !!

    Já ég er búinn að fá elsku besta bílinn minn aftur. Allt þetta major case þeirra reyndist vera að það er auka rafmagnstengi ætlað fyrir einhvern aukabúnað, sem er ekki í bílnum, sem var fullt af vatni og leiddi því stanslaust út. Ekki gátu þeir gefið mér skýringar á því afhverju stykkið góða var fullt af vatni skýringin er eiginlega bara "hægðir henda" !! Ég verð samt að segja að þjónustan hjá þeim í Toyota er til fyrirmyndar og þeir eru ekkert nema liðlegheitin. En alla vega þá er bíllinn er búinn í afvötnun og útskrifaður með hreint heilbrigðisvottorð. Mikið er ég nú fegin að bíllin var enn í ábyrgð :)
    Smá grín hjá mér

    Já ég var aðeins að rugla með bílinn sem mér var lánaður í Toyota þetta er víst ekki Yaris Verso heldur Corolla Verso. Ég er ljóshærð ég veit :)

    mánudagur, september 05, 2005

    Svo bregðast krosstré sem ......

    Hvað haldi þið Prevían mín liggur á skurðarborðinu hjá þeim í Toyota og þeir telja hana "major case" svo ég sletti með orðum mannsins í móttökunni á verkstæðinu. Þannig er mál með vexti að í vikunni áður en við fórum út fór að bera á því að bíllin slökkti ekki ljósin þegar svissað var af honum. En það dugði að svissa á hann aftur og þá slokknuðu ljósin og allt í góðu. Vegna tíma skorts þá fórum við ekki með hann á verkstæðið þá og ætluðum að gera það strax eftir að við komum heim en það tafðist aðeins. En um helgina versnaði ástandið heldur og þá hætti að vera hægt að slökkva ljósin nema með því að láta bílin byrja að starta og sleppa á hárréttu augnabliki en í gær endaði með þvía að ljósin slokknuðu bara alls ekki sama hvað gert var. Þetta er eins og gefur að skilja frekar hvimleitt vandamál svo ég brunaði upp í Toyota í morgun. Þeir tóku bílinn og ætluðu að kippa þessu í liðinn 1 2 og 3 en eftir að við Pabbi vorum búin að bíða í rétt tæpa 2 tíma hjá þeim kom maðurinn og tilkynnit mér að þetta væri bara eins og áður sagði Major Case og þeir yrðu bara að lána mér bíl þar til þeir væru búnir að finna út úr þessu. Núna keyri ég því um á Yaris Verso sem er útbúinn með því snilldar kerfi að honum er ekki startað með lykli heldur er stykki stungið í rauf og svo er takki sem þarf að ýta á til að starta og stoppa, dáldið skondið. Mér finnst þetta svoldið skondið þar sem Guðlaug var nýbúin að segja mér af þessum furðum í Renaultnum sem pabbi hennar átti. Það bjargaði því að ég kom ekki alveg af fjöllum með þennan búnað en maðurinn fylgdi mér samt út og kenndi mér á fyrirbærið :) Nú bíð ég bar eftir að heyra hvort þeir geta yfir höfðu lagað Prevíuna mína sniff, sniff............... En það er smá huggun harmi gegn að þessi bilun fellur vístu undir ábyrgðina á bínum svo við ættum ekki að þurfa að borga fyrir þetta 7....9...13

    föstudagur, september 02, 2005

    Ég held ég gangi heim held ég gangi heim

    Ég get nú ekki verið annað en ógeðslega fúl yfir því hvað bensínið er orðið viðurstyggilega dýrt !! Að bensín lítrinn skuli virilega vera komin upp í 117 íslenskar krónur er náttúrlega bara bull. Merkilegt hvað olíufélögin hérna fá alltaf ástæðu til að hækka ef þeir heyra að það gæti hugsanlega eithvað gerst á bensínmarkaðnum. ARGH ég er alveg ofsalega fúl yfir þessu. Ég hef alvarlega íhugað að fylla stórukerruna af hundaskít og sturta því svo á tröppurnar hjá olíufélögunm. Nenni bara ekki alveg að leggja á mig að geyma skít nógulengi til að fylla kerruna svo er lyktarfaktorinn að stríða mér líka. En ef bensínið heldur áfram að hækka svona þá endar á því að ég læt vaða í þessa framkvæmd. Hefur þetta ekki áhrif á kjarasamninga og slíkt ef bensínið bara hækkar og hækkar ?? Það endar líklegast með því að ég verð að leggja bílnum og labba niður á Hringbraut í vinnuna í vetur. Ekki tekur því að taka strætó það tekur jafnlangan tíma og að labba bara alla leið. Er í lagi með þetta ég bara spyr.

    þriðjudagur, ágúst 30, 2005

    OMG ég held það sé ekkert að marka þessi persónuleikapróf !!



    Þetta er niðurstaðan úr prófi sem ég fann hjá Ernu. Ekki það að Móðir Teresa sé ekki góð fyrirmynd og einhver sem væri gott að líkjast en halló ég er nú ekki svona gjafmild né fórnfús.

    Ekki batnaði svo ástandið þegar ég tók prófið hvaða bíómynd ertu .....




    Hjálp ég þarf auljóslega að taka eithvað til í mínum málum ef ég er blanda af móður Teresu og Shindlers list er komin tími á sálfræðimeðferð.

    sunnudagur, ágúst 28, 2005

    Komin heim

    Já við erum komin aftur eftir svakalega yfirferð um Evrópu. Ég hef ekki tíma til að slá inn ferðasöguna núna. En hér er brot af því sem ég lærði:

    Það getur líka ringt í Þýskalandi.

    Það verður kalt ef olíuna vantar á kyndinguna.

    Kári og Anna María eru gull af fólki (hafði grun um það fyrir fékk það bara staðfest)

    Það getur ringt meira í Þýskalandi.

    Alparnir eru háir!

    Austurríki er dásemdar staður !!!!!!

    Saltzburg er falleg.

    Það er hlýtt og notaleg á Ítalíu.

    Ítalskar þjóvega sjoppur eru snilld.

    Fólkið á N-Ítalíu er svakalega grannt.

    Mónakó er flott.

    F1 brautin í Mónakó er klikkun.

    Það getur ringt í Sviss.

    Svisslendingar hafa gott hjartalag.

    Það er notalegt í Spangdahelm þegar kyndingin virkar.

    Kiddi og Sirrý eru algerir englar.

    Það getur ringt meira í Þýskalandi.

    Það er getur verið gott að koma heim :)

    Verð að rjúka skrifa meira síðar.